Freyr - 15.02.1992, Page 10
138 FREYR
4.’92
Maður röltir um túnið
og ákveður svo allt í einu
að fara að slá
Viðtal við Viðar Þorsteinsson bónda á Brakanda f Hörgárdal.
Viðar Þorsteinsson á Brakanda í Hörgárdal hefur vakið á sér athygli fyrir afburða
árangur í nautgriparœkt, bœði miklar afurðir gripa en ekki síður óvenjulega litla
kjarntóðurnotkun. Á sl. sumri var fréttamaður Freys á ferð um Eyjafjörð og notaði
tœkifœrið til að fregna af því hvernig Viðar og fjölskylda hans fœri að því að ná
þessum árangri en fyrst bað ég hann um að segja á sér deildi.
Ég er fæddur hér árið 1952 og
ólst hér upp. Foreldrar mínir eru
Þorsteinn Jónsson, fæddur á Bæj-
arstæði á Seyðisfirði en síðar bóndi
hér, og Steingerður Jósavinsdóttir
frá Auðnum í Öxnadal. Þau hófu
búskap hér árið 1940.
Ég lauk mínu skyldunámi hér
heima og hjálpaði jafnframt til við
búskapinn og tók svo við jörðinni í
fyllingu tímans.
Kona mín er Elínrós Svein-
björnsdóttir frá Skáldalæk í Svarf-
aðardal og við eigum fjögur börn á
aldrinum 5-16 ára.
Þurftir þú ekki að keppa við
systkini þín um að fá að taka
við jörðinni?
Nei, ég á fjórar systur og þær fluttu
að heiman hver af annarri þangað
til ég var einn eftir. Við hjónin
byrjuðum að búa hér með foreldr-
um mínum vorið 1973 og vorum í
félagsbúi með þeim til ársins 1980.
Þá missti faðir minn heilsuna og
við tókum alveg við kúabúskapn-
um.
Hvað er hér stórt bú?
Hér er aðallega kúabú en auk þess
um 100 kindur. Mjólkandi kýr eru
um 25 og fjöldanum er stillt inn á
fullvirðisréttinn og hefur leikið á
bilinu 22-28 kýr. Hér er fjós sem
Viðar Þorsteinsson.
tekið var í notkun árið 1975, með
hefðbundnu sniði, básum og rör-
mjaltakerfi.
Heyskapur?
Hér var eingöngu verkað þurrhey
en á síðustu árum hefur verið tek-
inn upp rúlluheyskapur, en ein-
göngu af seinna slætti.
Er hér tryggur þurrkur framan af
sumri?
Já, ég held að óhætt sér að segja
það, hér neðantil í sveitinni, en
innar í Hörgárdalnum er meira um
skúrir. Ég hirði hey í lausu og blæs
því í hlöðu með heydreifikerfi og
er svo með súgþurrkun.
Bú þitt hefur lengi verið meðal
10 hœstu kúabúa á landinu
hvað varðar meðalafurðir og
einu sinni hœst, jafnframt
lágmarks kjarnfóðurnotkun.
Hver er galdurinn á bak við
þetta?
Ég tel að það sé heyið sem skipti
þarna afar miklu máli. Maður hef-
ur reynt að hefja heyskapinn eins
snemma og mögulegt er. Til þess
þarf að bera snemma á. Ég reyni
að bera á strax og fært er um túnin
án þess að spora þau mikið, jafnvel
þó að varla sjáist á þeim að gróður
sé farinn að vakna. Yfirleitt ber ég
á þetta 10. til 15. maí og þá bland-
aðan áburð, mest Græði 9 (24-9-
8).
6-10 poka á hektara eftir ástandi
túnanna.
Auk þess reyni ég að bera bú-
fjáráburð á öll túnin á hverju ári,
annað hvort í nóvember eða í
mars-apríl.
Getur þú gengið að landinu
auðu í mars-apríl?
Nei, en ef ekki er autt um það leyti
þá frestast það fram í maí. Mér