Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1992, Qupperneq 12

Freyr - 15.02.1992, Qupperneq 12
140 FREYR 4.’92 Ibúðarhús Viðars Þorsteinssonar og fjölskyldu hans. Auðbrekkufjall í baksýn. Áttu vélbúnað til rúlluheyskapar? Já, en ég keypti hann í upphafi með öðrum bónda, en hann hætti búskap og þá yfirtók ég hans hlut. Þetta er auðvitað dýrt en kosturinn við þetta er að það er hægt að nota hentugasta tímann til að hirða og taka jafnvel lítið fyrir í einu. Ef útlit er fyrir þurrk, þá slæ ég að morgni og hirði svo í rúllur síðari hluta sama dags. Og þú hefur nógan mannskap í þetta? Já, krakkarnir eru orðnir það stórir og þau eru feikidugleg við búskapinn, líka fjósverkin. Þau gætu þess vegna séð um fjósið ein dag og dag, enda alist upp með þessu. Rúllar þú hey fyrir aðra? Já, ég geri nokkuð af því, þó að ég sé ekki beinlínis að stefna að því. I sumar hef ég rúllað um 800 rúllur, en þar af um 200 fyrir sjálfan mig. Hvernlg stjórnar þú fóðurbœtisgjöflnnl? Eg gef að hámarki 6 kg á kú á dag og haga því þannig að á morgnana gef ég fyrst þurrhey, síðan fóður- bæti og loks rúlluhey. Á kvöldin gef ég fyrst fóðurbæti og síðan þyrrhey. Alltaf vilja kýrnar frekar þurrhey en rúlluhey, virðist mér. Lœtur þú efnagreina heyið? Já, alltaf, og nota niðurstöðurnar ásamt eigin mati og mati kúnna. Heyið hér hefur oft verið á bilinu 1,5-1,7 kg hey í fóðureiningu, en líka lægri og einu sinni slampaðist það niður í 1,2 kg/FE. Grœnfóður? Eg hef verið með um 0,7 ha á ári í nærfellt 10 ár, hafra annars vegar og hins vegar fóðurrepju og rýgresi saman. Á þetta hefur verið beitt jöfnun höndum og það endist um mánuð. Hins vegar er það ekki nema hluti kúnna, sem er beitt á þetta því að það bera margar í september og þær fara ekkert út eftir það. Stefnlr þú að haustburðl? Já, ég geri það, ég er með minnsta mjólk í ágúst-september en hvað mesta í desember-janúar. Tekst þér að lóta kýrnar bera í sama mónuði ór eftir ór? Já, sumar, en aðrar seinka á sér, en þó ekki verulega. Mikill hluti kúnna ber á haustin og fram að áramótum, eða þetta 15-20 kýr. Ég vil helst ekki láta kú bera síðar en í apríl. Hvernig velur þú nautin? Ég læt frjótækna mest sjá um það. Maður biður þá um eitthvað gott og þá koma þeir með sæði úr reyndu nauti. Þó kemur það fyrir að maður biðju um eitthvað sérstakt. Hafa kólfar héðan verið teknir inn ó Nautauppeldisstöð? Já, nokkrir, en enginn orðið nauts- faðir á Nautastöðinni á Hvanneyri. Að vísu er einn sem nú er verið að prófa. Ég hef sjálfur ekki fastar reglur um að velja kýr til ásetnings. Mér finnst stundum koma góð kýr und- an miðlungskú og ég læt lifa undan fyrstakálfskvígum og reynist það vel.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.