Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1992, Page 13

Freyr - 15.02.1992, Page 13
4.’92 FREYR 141 Frá Brakandá. Til vinstri eru litihús; fjós, fjárhús og hlöðitr, vélageymsla, fjœr á myndinni, gamli bcerinn, þar sem móðir Viðars býr og lengst til hœgri sér í nýja íbúðarhúsið. í baksýn sér yfir í Pelamörk, þar sem Skógrœktarfélag Akureyrar er með skógarreit í landi Vagla. Sumir kvarta yfir því að fá fleiri nautkálfa en kvígukálfa. Átt þú við það að glíma? Nei, hér fæðist nokkuð jafnt af hvoru. Ég læt alla kvígukálfa lifa og læt koma í ljós hvernig þeir reynast. Kýr hjá mér verða yfirleitt ekki gamlar. Þær geta orðið 10-12 ára, en algengast er að ég fargi þeim 5-8 ára. Ég el hins vegar ekki upp gripi beinlínis til kjötfram- leiðslu. Nautkálfana sel ég til lífs til bónda í nágrenninu sem stundar kjötframleiðslu. Ég slátra stundum kú að öðrum kálfi, ef hún stendur sig ekki, og svo eru alltaf þónokkur afföll af kúnum, finnst mér. Þær stíga á spena og á eftir fylgir júgurbólga og þá finnst mér hreinlega eins gott að láta þær fara, nema þetta sé sérstakur gripur. Þú erf þá eins og stóru fóboltafélögin með varalið sem keppist við að komast í aðalliðið? Já, það má segja það. Sjúkdómar í kúnum? Það hefur ekki verið mikið um fóðursjúkdóma. Ég gef ekki stein- efnablöndu. Kýrnar vilja ekki éta hana með nokkru móti. Þannig hefur það gengið í 4-5 ár. Þær hafa aðgang að saltsteini yfir sumarið, en eru ekkert sólgnar í hann. Þær virðast fá nóg salt úr heyinu og kjarnfóðrinu. Efnagreiningar á heyinu sýna þetta reyndar. Gerir þú fóðuráœtlun fyrir hverja kú? Nei, ég reyni að hafa það mest á tilfinningunni, hvað ég á að gefa hverjum grip, þó að ég hafi efna- greiningarnar til hl'^sjónar. Heldurðu áburðarbók yfir túnin? Já, ég hef gert það frá því ég hóf búskap og læt gera áburðaráætlun fyrir mig. Það eru fjögur ár síðan ég fékk tölvuútskrifaða áburðará- ætlun fyrir hverja túnspildu og hef haft hana óbreytta síðan. Á bak við hana eru jarðvegsefnagreining- ar sem hér hafa verið gerðar á ca 8 ára fresti. Meðan heyin koma vel út hlýtur það að vera í lagi að nota sömu forsendur. Ertu í bœndabókhaldinu? Nei, ég hef séð um mitt bókhald og gert skattaskýrslu sjálfur með að- stoð, t.d. leiðbeininga í Frey. Ég tel þær mjög þarfar. Ánnars vil ég koma því að, að ég færi kýrnar til í fjósinu á haustin eftir því hvenær jDær bera. Fyrsta kýrin sem ber er innst í fjósinu og síðan koll af kolli eftir því sem þær bera. Þær eru vanar þessu og kunna því vel. Hvaða kostur er við þetta? Það hjálpar til við fóðrunina að hver kýr fái það sem hún þarf, bæði hey og fóðurbæti. Annars vilja þær stela heyinu hver frá annarri en ef Fjós og fjóshlaða á Brakanda.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.