Freyr - 15.02.1992, Page 14
142 FREYR
4.'92
þær fá hvort eð er jafnmikið hey þá
skiptir það ekki máli.
Gefur þú oftar en tvisvar á dag
ef kýr er mjög hámjólka?
Nei, ég hef aldrei gert það nema ef
telja skyldi að ég lít oft inn í fjósið
u.þ.b. tveimur tímum eftir morg-
unmjaltir til að fylgjast með beiðsli
og þá á ég það til að hygla þeim
sem mjólka mest.
Það orð liggur á að á
afurðamiklum búum sé
persónulegri umgangur við
kýrnar en á stórbúum og það
sé einhver skýring á góðum
afurðurm. Tekur þú undir þetfa?
Já, ég tek undir það, kýrnar skynja
býsna vel hvernig menn umgangast
þær. Ef maður er í vondu skapi þá
verða þær snakillar við mann á
móti. Hins vegar höfum við ekki
stundað það mikið að klóra þeim
eða kemba, en ég klippi þær og
geri það sem allra fyrst á haustin og
klippi þær þá alveg.
Maður kannski gefur þeim
aukalega kíló af fóðurbæti á jólun-
um og gefur þeim þá besta heyið og
óskar þeim um leið gleðilegra jóla,
en þetta gerist bara á stórhátíðum.
Það sem skiptir máli í þessu sam-
bandi er annars grínlaust það að
geta sett sig í spor gripsins. Maður
borðar t.d. sjálfur ekki eins vel
vondan mat og góðan.
Hvað eru kvígurnar hjá þér
gamlar þegar þœr eiga fyrsta
kálfinn?
Þær eru að 2V2-3 ára. Mér finnst
miklu betra að fá þær vel þroskað-
ar og það má segja að það komi
fyrr reynsla á þær þegar þær eru
þetta þroskaðar. Ég verð ekki var
við að það sé neitt verra að koma
kálfi í þær þó að þær séu þetta
stórar. Það er oft talað um að það
sér verra ef þær eru orðnar feitar,
en ég kannast ekki við það.
Þú sagðist vera með 22-28
mjólkandi kýr en hvað eru
margir hausar í fjósinu?
Það er alltaf i uppeldi annað eins,
varaliðið, á ýmsum aldri. Yfirleitt
eru 10-12 kvígur látnar lifa á ári.
Svo verða alltaf forföll, sumar
kvígur eru þannig skapi farnar að
það verður að fella þær áður en
þær fá kálf. Ég held að það sé ekki
gott að láta kvígur bera of ungar.
Fyrsta kálfs kvígur hér fara oft í um
og yfir 20 kg dagsnyt.
Hvernig gengur ykkur að fá
afleysingar?
Hér er ekkert skipulagt á því nema
í veikindaforföllum, þá er forfalla-
þjónusta. Ef við bregðum okkur
frá þá grípur maður til gamalla
vinnumanna sem voru hér.
Takið þið ykkur frí?
Já, við höfum farið í orlofshús
Stéttarsambands bænda í Ásgarði í
Grímsnesi. Og við kæmumst svo
sem í meira frí ef við vildum, en
það er eins og maður finni sér
oftast eitthvað að gera.
Nýtir þú þér
róðunautaþjónustuna?
Já, ég leita iðulega til þeirra um
ýmis vandamál er lúta að búskapn-
um og lít inn hjá þeim á Akureyri.
Ég er líka ánægður með skýrslu-
haldið í nautgriparækt.
Á tímabili var vandamái með
roðamaur eða svokallaða
mítla í túnum hér um slóðir.
Varðst þú fyrir því?
Já, þetta var mesta plága í nokkur
ár. Þessi kvikindi sugu næringu úr
grasinu þannig að stórdró úr upp-
skeru og grösin visnuðu. Ég úðaði
svo gegn þessu fyrir tveimur árum
og eftir það hefur ekki borið á
þessu, hvað sem verður. Þetta var
töluvert útbreitt hér í Eyjafirði.
Hvað merkir bœjarnafnið
Brakandi?
Það er ekki alveg á hreinu, en talað
hefur verið um að hér hafi verið
mikill trjágróður í eina tíð, sem
hefur brakað og brostið í. Hér
koma upp lurkar þar sem grafnir
eru djúpir skurðir. Ég sel þessa
skýringu þó ekki dýrt.
M.E.