Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1992, Qupperneq 24

Freyr - 15.02.1992, Qupperneq 24
152 FREYR 4.’92 sambýlisfólk. Þessar fjárhæðir breytast þó í samræmi við breytingu á lánskjaravísitölu frá 1. desember 1991 til 1. júlí 1992. Launamiðaframtal. Árið 1991 þurftu allir launagreiðendur að tilkynna launagreiðslur mánaðarlega og síðan að skila launamiðum, en eindagi þeirra var 21. janúar 1992. í sjálfu sér er ekki flókið að fylla út þá skýrslu. Frumrit skal sent til skattstofu ásamt launaframtali. Gert er ráð fyrir að laun- þega sé sent samrit en bændur halda einu fyrir sig. Ef launamiðar eru ekki vélritaðir skal nota kúlupenna og skrifa fast þannig að öll þrjú eintökin verði greinileg. I stað nafnnúmers skal nota kennitölu. í reit 02 færast vinnulaun en í reit 06 færast greiðslur til verkstæða og verktaka, byggingafyrirtækja, trésmíðaverk- stæða o.s.frv. Allar fjárhæðir færast með virð- isaukaskatti á launamiða. Jafnframt skal færa hér allar greiðslur til þeirra, sem stunda sjálf- stæða starfsemi eða atvinnurekstur en reikn- ingar frá þessum aðilum eiga að vera á núm- eruðum eyðublöðum með nafni og nafnnúm- eri. í reit 22 færast greiðslur fyrir vörubílaakst- ur, t.d. áburðarflutning og gripaflutning. í reit 10 skal færa tegund vinnu; t.d. búvélaviðgerð, áburðarflutningur, landbúnaðarstörf, viðhald útihúsa, jarðvinnsla o.s.frv. í reit 30 skrifar bóndi fullt nafn, kennitölu og fullt heimilis- fang. Frekari skýringar eru prentaðar aftan á launamiða. Hér að framan hefur aðeins verið minnst á þá reiti, sem bændur nota mest. Athygli skal vakin á því að reiknuð laun barna yngri en 16 ára skal ekki færa á launamiða. I reit 70 þarf að færa vinnlaun á ný og einnig afdregna staðgreiðslu í reit 71. Fymlngarskýrsla. í almennum búrekstri er árleg fyrning reikn- uð af: a) Búvélum....................... 15% b) Útihúsum....................... 4% c) Loðdýrabúum ................... 6% d) Gróðurhúsum.................... 8% e) Tölvum, skrifstofubúnaði..... 20% Almennt eru bifreiðar ekki eign búsins held- ur einkaeign og færast því á skattframtal. Þá er notuð föst fyrning (nú 99.866 kr.), sem ríkis- skattstjóri gefur upp árlega og er sú upphæð skráð á eyðublaðið fyrir rekstur bílsins á bls. 6. Bílar eða önnur einkaeign er ekki háð ákvæð- um um söluhagnað eða sölutap. Allar eignir í atvinnurekstri, hvort sem það er landbúnaður eða annar atvinnurekstur eru hins vegar háðar ákvæðum um söluhagnað eða sölutap, þegar og ef eignir eru seldar, sem notaðar eru í atvinnurekstri. Dæmi: Sjá mynd 1. Múgavél er seld á 100.000 kr. Nú þarf að reikna út söluhagnað eða sölutap. Pá er að fara í síðustu fyrningar- skýrslu og taka bókfært verð þar, 129.664 kr., og margfalda með verðbólgustuðli ársins 1,0618 og þá fæst 137.677 kr. Nú er söluverð lægra en bókfært verð og því er sölutap mis- munur eða 37.667 kr. Ef söluverð hefði verið yfir 137.677 kr. hefði komið fram söluhagnað- ur. Söluhagnaður færist til tekna en sölutap til gjalda. Ef komið hefði fram söluhagnaður mætti fyrna eldri vélar um sömu upphæð og sölu- hagnaði nemur og þá væri notaður dálkur 10. Þetta er því aðeins leyfilegt að búið sé rekið með hagnaði og ekkert yfirfæranlegt tap sé fyrir hendi. Nú eru ekki nein tengsl á milli fasteignamats og fyrningarskýrslu. Það má sem sagt ekki nota fasteignamat sem fyrningargrunn fyrir ný útihús. Aftur á móti er fasteignamatið notað, þegar eignir eru skráðar á framtalið og gildir það um allar fasteignir. I þeim tilfellum þegar hús er í byggingu og það hefur ekki verið metið til fasteignamats, þá er nýja húsið fært á kostn- aðarverði eða réttara sagt bókfærðu verði. Þá ætti það að vera ljóst að við gerð fyrningar- skýrslu kemur fasteignamatið ekkert við sögu. Byrjað er á því að færa af gömlu skýrslunni yfir á þá nýju. Dálkar 5 og 11 á gömlu skýrslunni fara í dálka 3 og 4 á nýju skýrslunni og tölurnar eru óbreyttar. Síðan eru þessir dálkar marg- faldaðir með verðbólgustuðli ársins, sem er nú 1,0618. Niðurstöður eru settar í dálka 5 og 6.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.