Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.02.1992, Qupperneq 30

Freyr - 15.02.1992, Qupperneq 30
158 FREYR 4.’92 landbúnaöarframtali.“ Lína 2 og 3 skulu vera auöar. í línu 4 skal færa þá tekjuliði sem ekki eiga að teljast til tekna, eins og birgðaaukn- ingu. í línu 7 skal færa gjöld af landbúnaðar- framtali, en í línu 10 og 11 skal færa þau gjöld sem ekki eiga að vera með í aðstöðugjalds- stofni. Nefna má birgðaukningu og aðstöðu- gjald en fleiri gjöld eru ekki undanþegin að- stöðugjaldsstofni á venjulegu búi. í línu 12 skal færa tekjufærslu ef um hana er að ræða. í línu 13 er færð samtala gjalda er mynda aðstöðu- gjaldsstofn. Ef tekjur eru lægri en gjöld, mynda tekjur aðstöðugjaldsstofn. Samanburðarblað virðisaukaskatts. Árssundurliðun. B. Samanburður (sjá mynd). Hjálagt sýnishorn er frá bónda í hefðbundn- um búskap. Hann er ekki með loðdýr, fiskeldi né aðra starfsemi, sem er undanþegin virðis- aukaskatti og færir þess vegna ekkert í dálkinn „Undanþegin velta“. Nú er það svo að landbúnaðarframtal er ekki sett þannig upp að tekjur samsvari virðis- aukaskattskyldri veltu. Nefna má vaxtatekjur, endurgreiðslu á kjarnfóðurgjaldi, bústofns- aukningu o.fl. Nú gæti sú staða komið upp að við gerð landbúnaðarskýrslu uppgötvist villa í færslu- bókinni yfir virðisaukaskattinn og þar með virðisaukaskattskýrslu. Þá þarf að gera grein fyrir þessum mistökum. Það er gert á fram- haldsblaði (RSK 10.26) og einnig í B hluta, sjá mynd. Ef VSK hefur verið vanreiknaður skal senda greiðslu til sýslumanns en aðrar skýrslur skal senda skattstjóra. C. Sundurliðun skattskyldrar veltu eftir tegund sölu og atvinnugrein. Á árinu var múgavél seld á 100.000 kr. og sú upphæð færist sem sala á fastafjármunum. Afurðir til heimilis nema 121.600 kr. sam- kvæmt skattmati. Innlagðar afurðir eru 6.802.996 kr. Þessi sundurliðun gefur til kynna hvort veltan sé vegna sölu afurða eða véla. D. Sundurliðun annarrar veltu. Undanþegin velta. í þessa línu færist útflutningur af t.d. loðdýr- um, hrossum og fiski, þ.e.a.s. búrekstri sem fær endurgreiddan innskatt af aðföngum. All- ur innskattur af loðdýrafóðri er endurgreiddur svo að dæmi sé tekið. Allur innskattur af fjárfestingum í fiskeldi er nú endurgreiddur samkvæmt VSK skýrslu. Undanþegin starfsemi. í þessa línu færast allar tekjur af búrekstri eða öðrum umsvifum sein fellur utan við VSK kerfið. Innskattur af aðföngum er ekki endur- greiddur eða færður til frádráttar útskatti. Nefna má veiðileigu, skólaakstur og ferða- þjónustu, önnur en fæðissala. E. Sundurliðun innskatts. Með þessari skýrslu er verið að aðgreina innskatt vegna fjárfestinga og aðfanga af árleg- um rekstrarkostnaði. Innskattur vegna kaupa á vélum færist undir liðinn kaup á fastafjár- munum. í þessu dæmi eru vélakaup fyrir 1.460.000 kr. Innskattur nam 357.700 kr. Allur annar innskattur er vegna búrekstrar. Bygg- ingaframkvæmdir voru engar á þessu ári en innskattur vegna viðhalds útihúsa nam 61.600 kr. Þannig er innskatturinn sundurliðaður í þrjá hluta. í þessu dæmi er ekkert fært undir liðinn: Kaup á vöru og þjónustu til endursölu. Bænd- ur eru mjög sjaldan í umboðssölu heldur eru þeir fyrst og fremst framleiðendur. Samanlagður innskattur er í þessu dæmi 1.196.391 kr. og á að vera sama upphæð og kemur í B lið, sjá mynd. Sjá ennfremur leið- beiningar aftan á þessu eyðublaði. Sala á bújörðum. Undanfarin ár hafa margir þurft að greiða mikla skatta af söluhagnaði vegna jarðasölu. Undantekningarlítið reiknast bændum sölu- hagnaður af sölu jarða. Skattlagning slíks sölu- hagnaðar getur orðið stór biti að kyngja.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.