Freyr - 15.02.1992, Page 38
mun vel þekkt vestanhafs og sölu-
hagsmunir eru miklir í kynbóta-
gripum. Hér á landi er þetta tæpast
vandamál vegna þess að hagsmun-
ir vegna sölu kynbótagripa eru
nánast engir.
Rœktunarkjarnar.
Mjög mörg erindi í nautgripa-
ræktardeildinni fjölluðu um notk-
un á ræktunarkjörnum. Þær hug-
myndir sem þar er byggt á voru
fyrst settar fram af Nicholas og
Smith árið 1983. Ég hef í stuttu
máli greint frá nokkrum atriðum
þessa í grein í Frey fyrir nokkrum
árum.
Hugmyndin byggir á því að
stytta stórlega ættliðabil frá því
sem nú er algengt hjá nautgripum.
I ræktunarkjarnann er safnað
úrvalskúm úr stofninum og gripum
siðan fjölgað þar með beitingu á
fjöldaegglosi hjá úrvalskúnum og
flutningi á frjóvguðum eggjum
milli gripa. Þannig er fjöldi af-
kvæma undan bestu kúnum marg-
faldaður. Nautin eru síðan valin á
grundvelli upplýsinga um stóran
hóp alsystra í stað þess að byggja á
afkvæmarannsóknum. í sumum
þessum hugmyndum er einnig
byggt á því að fósturvísar séu fluttir
frá kvígunum þannig að þegar þær
bera sínum fyrsta kálfi er þegar til
stór hópur afkvæma þeirra.
Slíkir ræktunarkjarnar hafa
ýmsa kosti í framkvæmd. í þeim
verður mögulegt að gera nákvæm-
ar mælingar á mörgum eiginleikum
sem ekki er unnt í dreifðu ræktun-
arstarfi. Athygli beinist þar ekki
hvað síst að mælingum á fóðurnýt-
ingu og átgetu gripa. Einnig er
líklegt að þar megi fremur beita
flóknum mæliaðferðum sem
kunnu að verða til í tengslum við
aukna þekkingu í erfðatækni og
lífeðlisfræði.
Þarna voru fjölmörg erindi þar
sem fjallað var um mismunandi
uppbyggingu á slíkum kjörnum og
lagt mat á væntanlegan ræktunar-
árangur. Slíkir útreikningar hafa
sýnt að yfirburðir slíkra ræktunar-
kjarna í samanburði við hefð-
bundnar afkvæmarannsóknir á
nautunum eru mun minni en gert
var ráð fyrir í upphafi. Þrátt fyrir
það er margt athyglisvert við þess-
ar hugmyndir sem verður nýtt í
nautgriparækt á næstu árum.
Ljóst virðist að lokaðir kjarnar
hafa lítið fram að færa. í slíkri
ræktun mundu fljótt koma upp
vandamál vegna mikillar skyld-
leikaræktar.
í nokkrum erindum var gerð
grein fyrir niðurstöðum sem feng-
ist hafa við myndun á slíkum rækt-
unarkjörnum í nokkrum löndum. í
Danmörku var einna fyrst hafist
handa um myndun á slíkum rækt-
unarkjarna. Sagt er frá því verk-
efni sem gengur undir dönsku
skammstöfuninni Fy Bi í síðasta
árgangi ritsins Nautgriparæktar-
innar. Kjarninn var í upphafi
myndaður með söfnun fósturvísa
frá nautsmæðrum vítt og breitt í
Danmörku. I erindinu kemur fram
að árangur við skolun á eggjum
hefur batnað ár frá ári. Á fyrsta ári
var hann aðeins 4 notæf egg að
jafnaði við skolun en árið 1989 7,7.
Mikill munur kemur fram á kúa-
kynjunum dönsku og eru Jersey
kýrnar að þessu leyti áberandi lak-
ari en hin kynin. Danir hafa notað
bæði beinan flutning en einnig
fryst fósturvísa. Árangur af notkun
á frystum fósturvísum hefur reynst
verulega lakari. Til framræktunar í
kjarnanum ráðgera þeir að skola
nokkuð af eggjum frá allra best
ættuðu kvígunum en meginþunga
leggja þeir á að ná eggjum frá
kvígum á fyrsta mjólkurskeiði sem
þeir velja þegar þær hafa mjólkað
fyrstu tvo mánuði fyrsta mjólkur-
skeiðs. Hugmyndir eru um að 15%
nauta sem tekin verði árlega til
afkvæmarannsókna í Danmörku á
næstu árum komi frá þessum rækt-
unarkjarna.
Kanadamenn gerðu grein fyrir
nokkrum af niðurstöðum sem
fengist hafa þar í landi en þar var
hafist handa árið 1988 um að fram-
leiða nautkálfa til notkunar á
nautastöðvum. Þeir byggja á söfn-
um eggja úr úrvalskúnum úti á
búunum. Þetta eiga að vera bestu
þarlendar kýr sem eru yfirleitt
sæddar með sæði úr allra bestu
nautum í Bandaríkjunum. í ljós
hefur komið að einungis tveir
þriðju hlutar kúnna sem valdar
voru til meðferðar reyndust vera
hæfar til að gefa egg eins og til var
ætlast. Aðrar féllu út vegna marg-
háttaðra frjósemisvandamála. Ár-
angur þar er um 7 egg í hverri
skolun og í ljós kemur munur á
kynjum á þann veg að Ayrshire
kýrnar gefa mun betur egg en þær
svartskjöldóttu. Tæpur helmingur
fluttra eggja skilar sér í kálfi og eins
og í Danmörku kemur fram mun
betri árangur þegar notuð eru
fersk egg en fryst. Þrátt fyrir marg-
háttuð tækileg vandamál telja þeir
að mun vænlegra sé rekstrarlega
að byggja á söfnun úr kúnum dreift
en á því að byggja upp stóran
kjarna.
Rœktunarkjarnar í Bretlandi.
Skýrt var frá uppbyggingu á
ræktunarkjarna fyrir breska naut-
griparækt. Hafist var handa árið
1987 og þá sem einkafyrirtæki sem
varð að vísu mjög fljótt gjaldþrota
en var þá keypt af nautgriparækt-
arsambandinu breska sem á nú
þetta bú og rekur. Kjarninn er
myndaður með eggjaflutningum
frá 35 bandarískum úrvalskúm sem
eru í einni eggjasöfnunarstöð vest-
anhafs. Stefnt var að því að fá 16
kálfa undan hverri kú. Þegar hafa
verið flutt um 1500 egg og hefur
árangur verið um 58%. Það sem
kann að vekja athygli er að hlutfall
kvígukálfa sem fæðast er 54%. í
kjarnanum eru því nú nokkur
hundruð kvígur í uppeldi og þær
fyrstu hafa borið fyrsta kálfi. Þetta
eru stórir alsystrahópar, að jafnaði
rúmlega sjö kvígur í hópi, en
breytilegt frá 3 til 14.
Mjög fróðlegt verður á næstu
árum að fylgjast með árangri þess-
ara ræktunarkjarna. í nokkrum
löndum er þegar farið að nota naut
frá þeim í almennri notkun og af-
kvæmarannsóknir þeirra fara að
birtast innan fárra ára.