Freyr - 15.02.1992, Side 39
H rossa rœkta r nef nd
Búnaðarfélags íslands
Hrossarœktamefnd Búnaðarfélags íslands kom saman til fundar 17. desember sl. í Reykjavík. Á myndinni eru
frá vinstri talið: Jón Finnur Hansson, héraðsráðunautur, A.-Skaft., Guðmundur Sigurðsson, héraðsráðunautur,
Borgarfirði vestra, Kristinn Hugason, hrossarœktarráðunautur, ritari nefndarinnar, Porkell Bjarnason, hrossa-
rœktarráðunautur, formaður nefndarinnar, Víkingur Gunnarsson, héraðsráðunautur, Skagafirði, Pórir
ísólfsson, bóndi, Lœkjamóti, V.-Hún., Skúli Kristjónsson, bóndi, Svignaskarði, Kjartan Ólafsson, bóndi,
Ólafsvöllum, Árn., varamaður fyrir Einar E. Gíslason, bónda, Syðra-Skörðugili, Skagafirði. (Freysmynd -
J.J.D.).
í einu erindi voru kynntar mjög
fróðlegar hugleiðingar Kanada-
manna um að byggja slíkan kjarna
upp með söfnum á eggvísum frá
kúm og kvígum og ræktun þeirra
og frjóvgun í glösum. Þeir töldu
ekki ólíklegt að í framtíðinni
mundi slík '.ækni ryðja sér til rúms.
Pá mundi í stað sæðinga, eins og nú
eru stundaðar, verða dreift frjóvg-
uðum eggjum frá stöðvunum. A
þennan hátt mundi vera mögulegt
að vera með miklu meira staðlað
framboð en er um þessar mundir.
Bændur mundu þannig verða með
í hjörðum sína stóra hópa alsystra
og raunar gripi sem væru ræktaðir
frá sama eggi og væru því erfðalega
eins. Vafalítið hefur slíkt marga
rekstrarlega kosti þó að það bjóði
ekki heim auknum ræktunarlegum
möguleikum.
í lokin er rétt að vekja athygli á
því að nú er hafin myndun á rækt-
unarkjarna fyrir íslenska naut-
griparækt við tilraunabúið á Stóra-
Ármóti. Þar verðum við að sjálf-
sögðu að sníða okkur stakk eftir
vexti. Með vel heppnuðu vali gripa
í þann kjarna er það þó sannfæring
mín að hann geti skilað íslenskri
nautgriparækt nokkru.