Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1997, Side 4

Freyr - 01.10.1997, Side 4
Frá ritstjóriu Kyoto-ráðstefnan, slcref á langri leid Ifyrstu og annarri viku desembermánaðar sl. var haldin í Kyoto í Japan ráðstefna á vegum Sam- einuðu þjóðanna um losun svokallaðra gróður- húsalofttegunda út í andrúmsloftið. Fulltrúar 149 aðildarþjóða SÞ tóku þátt í ráðstefnunni og þar skuldbundu 38 iðnríki sig til að draga samtals minnst 5% úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til áranna 2008-2012, miðað við losun þeirra árið 1990. Niðurstöður Kyoto-ráðstefnunnar kveða á um breytilegar skuldbindingar þátttökuþjóðanna. Þann- ig var ákveðið að USA dragi úr losun sinni um 7% miðað við 1990. Öldungadeild Bandaríkjaþings verður að staðfesta þá ákvörðun áður en henni verður hrint í framkvæmd og er óvíst hvort hún nær fram að ganga. Sáttmálinn gengur hins vegar í gildi sem alþjóðlegur sáttmáli þegar 55 lönd, sem stóðu fyrir 55% af koltvísýringslosun jarðarbúa út í andrúmsloftið árið 1990, hafa staðfest hann. Evrópusambandið, ESB, á að draga úr losuninni um 8% og Japan um 6%, en ísland má auka losun sína um 10%, Astralía um 8% og Noregur um 1% miðað við 1990, sem fyrir Noreg leiðir til þess að draga verður úr losun um 5% frá losun á árinu 1997. Sáttmálinn tekur til sex lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum og af þeim eru koltvísýringur, metan og köfnunarefnissýringurinn N20, kunnust. Ef viðkomandi iðnríki standa við sáttmálann leiðir það til þess að losun þeirra á gróðurhúsalofttegund- um minnkar um 30%, miðað við það sem nú horfír, á næstu 10-12 árum. Þá kveður sáttmálinn nánar á um verkefni sem iðnríkjunum ber að taka fastari tökum, svo sem um betri nýtingu orku, aðferðir til að koma gróðurhúsalofttegundum inn í hringrás nattúrunnar, eflingu á sjálfbærum landbúnaði og meiri nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Sú nýjung er í sáttmálanum að iðnríki geta innt af hendi hluta af skyldum sínum að draga úr gróðurhúsaáhrifum með því að leggja fram fé til að minnka losun umræddra lofttegunda í öðrum lönd- um, þ.e. þróunarlöndum, þegar ná má meiri árangri þar en í heimalandinu með sama fjárframlagi. Sátt- málinn kveður á um að þetta skuli gert með skýrt skilgreindum verkefnum og að hlutaðeigandi lönd- um sé þegar árið 2005 skylt að gera grein fyrir ár- angri sem stefnt var að og náðst hefur. Á ráðstefnunni í Kyoto var þátttakendum ljóst að aðgerðir í iðnríkjunum einum eru ekki nægjanlegar til að tempra magn óæskilegra lofttegunda í loft- hjúpi jarðar. Bandaríki N-Ameríku lögðu þannig fram kröfu um að þróunarlönd taki einnig á sig skyldu um átak í þessum málum. Litið er á þetta sem mikilvægan þátt þar eð vænst er mestrar aukn- ingar í losun gróðurhúsalofttegunda í þessum lönd- um á næstu áratugum. Bæði í Kína og Indlandi, tveimur fjölmennustu ríkjum heims, er vænst mik- illar aukningar í losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum, en hvorugt þessara landa er í hópi þeirra 38 ríkja sem skuldbundu sig á ráðstefnunni til að taka á í þessum málum. í sáttmálanum er hvatt til að settar verði reglur í löndum sem enn eru ekki aðilar að honum um umbun, t.d. í formi skatta- lækkana, fyrir framlag til sjálfbærrar þróunar og minni losunar gróðurhúsalofttegunda. í þessu sam- bandi vaknar spurning unt siðferðilegan rétt ríkra þjóða til að hamla því að þróunarlönd sæki í átt til sömu efnalegrar velmegunar og iðnríkin hafa öðlast. Framhald á bls. 418 380 - FREYR - 10.-12. '97

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.