Freyr - 01.10.1997, Side 6
Fjárhúsin á Gestsstöðum eru með byggingarlagi sem er sérstakt fyrir Stranda-
sýslu. (Freysmynd)
Hér í Kirkjubólshreppi átti sér
stað mikil uppbygging á fjárhúsum
fyrir og um miðja öldina. Fyrstur til
að rfða á vaðið var Benedikt Gríms-
son á Kirkjubóli, fyrir 1940, en strax
eftir stríð, þ.e. 1945, tóku þessar
byggingar mikinn kipp. Það varð til
hér byggingarlag, sem var sérstakt
fyrir Strandasýslu, held ég, það fólst
í stuttum króm en mörgum, þannig
að hver kró tók ekki nema um 20
kindur. Húsin voru þannig stutt en
breið, með mörgum stöfnum og
hlaðan á bak við.
Upphaflega voru þessi fjárhús
byggð með þurrheysfóðrun í huga
en þó man ég eftir votheysverkun frá
æskuárum mínum. Það voru þá
hlaðnar torfgryfjur sem stóðu úti á
túni. Svo eftir 1945 var farið að
steypa votheystóftir við fjárhúsin,
fyrst í litlum mæli en eftir að það
kom hingað jarðýta og skurðgrafa þá
urðu þær algengari. Reynt var að
hafa þær í halla þannig að auðveld-
ara væri að fylla þær.
Hvenær verður svo votheysverk-
unin ríkjandi hér um slóðir?
Það gerðist eftir að harðnaði í ári á 7.
áratugnum. Þá kólu túnin mikið og
upp kom mikill arfi sem erfitt var að
þurrka. Þá var allt heyið látið í vot-
hey og hefur verið síðan.
Strandasýsla hefur lengi verið tal-
in mikið votheyssvæði.
Já, vinsældir votheysverkunar stafa
sjálfsagt af því hve hér er votviðra-
samt og tíðar þokur, einkum í norð-
austanátt. Reyndar voru bændur hér
í Kirkjubólshreppi á undan öðrum
bændum á Ströndum að verka allt
sitt heyfóður sem vothey. Ef það má
eigna einhverjum einum manni
þessa breytingu öðrum fremur þá er
það Alfreð heitinn Halldórsson í
Kollafjarðamesi. Gísli Kristjánsson,
ritstjóri Freys, rak líka stífan áróður
fyrir votheyi en aftur t.d. Halldór
Pálsson, sem þá var sauðfjárræktar-
ráðunautur, var á móti því.
Flatgryfjur?
Já, þeir sem byggðu fjárhús í kring-
um 1980 fóru út í flatgryfjur. Það var
lítið um það hér í sveit en aftur tölu-
vert um annars staðar hér í sýslu t.d.
í Ameshreppi.
Nú em rúllumar að taka við, þær
verða sífellt algengari þó að manni
þyki plastið dýrt. Það er fljótlegt að
heyja þannig en þær krefjast alveg
sérhæfðra bygginga þar sem hægt er
að hantéra rúllumar. Fjárhúsin og
rúllumar þurfa að vera á sama gólfi.
Hér í sveit em tvær útgerðir af vél-
um; rúllu- og pökkunarvélum, og
eigendur þeirra taka að sér að rúlla
fyrir þá sem vilja.
Afréttir?
Hér eru ekki langar göngur, aðeins
hluta úr degi, það er ekki lengra
vestur í Gilsfjörð en þetta. Stranda-
féð heldur sig nokkuð sér og skilur
sig úr á haustin, þó að engin nátt-
úruleg hindrun né girðingar haldi að
því. A móti er féð úr Reykhólasveit.
Hefur samdráttur í sauðfjárrækt
Ieitt til þess hér að jarðir hafi farið
úr byggð?
Já, byggðum býlum hefur fækkað,
en þó hefur enn frekar fækkað í
heimili á bæjum. Hins vegar hefur
verið keypt greiðslumark inn í sveit-
ina eftir því sem tök hafa verið á og
sveitarfélagið styrkt þau kaup.
Það er lítið um að fólk sæki vinnu
út fyrir heimilið nema í sláturtíðinni
til Hólmavíkur, enda er það fyrsta
skrefið að menn fari ef þeir stunda
vinnu að staðaldri utan bús.
Sauðfjárræktarfélag?
Já, hér hefur verið til sauðfjárræktar-
félag síðan 1951. Það heldur utan
um skýrsluhaldið, sem mikil þátt-
taka er í hér í sveit. Aður fyrr átti það
svo hrúta sem fóm á milli bæja.
Féð er vigtað þrisvar á vetri, og
æmar em svo vanar því að það er
næstum samkeppni milli þeirra að
komast í vigtina.
Svo er deild úr Landssamtökum
sauðfjárbænda?
Jú, hér er starfandi Sauðfjárbænda-
félag Strandasýslu sem nær yfir alla
sýsluna. Ég var um skeið formaður
þess en hætti fyrr á þessu ári. Það
gengur vel og engir árekstrar enda
sýslan nær hreinræktað sauðfjár-
svæði. Hér starfar líka Búnaðarsam-
band Strandamanna sem fjallar um
sömu mál svo að segja má að þama
sé einhver tvítekning.
Hins vegarfinnst manni að Bænda-
samtökin hlusti ekki nógu vel á okk-
ur fjárbændur, eins og afkoman er.
Hvað hefðu þau átt að gera?
Ég tel t.d. að samdrætti í sauðljárrækt
hefði átt að haga öðmvísi, þ.e. að
draga meira saman á uppblásturs-
svæðunum. Ég veit ekki betur en að
382 - FREYR - 10.-12. '97