Freyr - 01.10.1997, Page 9
Astand laxastofna í
Norður-Atlantshafi
- Afkoma og helstu áhrifaþættir
Stangaveiði á laxi he'r á landi er með því besta sem þekkist við norðanvert
Atlantshaf og talið að verðmœti laxveiðihlunninda séu allt að einum milljarði
króna. Ástand laxastofna hefur verið stöðugt þótt laxgengd sveiflist verulega
milli ára. (Ljósm. Rafii Hafnfjörð)
Árni ísaksson
veiðimála-
stjóri éMM
Sveiflur í laxveiði
Samkvæmt bráðabirgðayfirliti var
laxveiði á stöng hér á landi í ár um
29.000 laxar, sem er sambærilegt við
veiði ársins 1996. Þetta er um 18%
undir meðalveiði undanfarinna 20
ára (sbr. Veiðimálastofnun) en þó
mun betri veiði en var á rýrustu
veiðiárunum upp úr 1980.
Oft er spurt að því hvort laxgengd
hér á landi hafi dalað á undanförnum
áratug. Skoðun á þessu leiðir í ljós
að meðalstangaveiði áranna 1974-
84, samanborið við meðalstanga-
veiði áranna 1985-96, er sú sama
eða rétt rúmlega 35 þúsund laxar.
Hins vegar virðast sveiflur á milli
ára vera mun meiri hin síðari ár og
færri góð veiðiár í röð, eins og al-
geng voru á tímabilinu rétt fyrir
1980. Veiðimeti ársins 1978 verður
því seint hnekkt.
Laxveiðin á árinu 1996 kom
mönnum yfirleitt ekki í opna skjöldu,
þar sem ástand sjávar og til landsins
hafði verið fremur óhagstætt vorið
1995, einkum fyrir Norðurlandi.
Hins vegar bundu menn verulegar
vonir við að úr rættist sumarið 1997,
þar sem ástand sjávar hér við land
70.-72. '97 - FREYR - 385