Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1997, Page 11

Freyr - 01.10.1997, Page 11
Laxeldisstöðvar hér á landi eru flestar staðsettar á landi og eru því minni ógnun við náttúrulega laxastofna heldur en kvíastöðvar í sjó, sem algengast- ar eru i nágrannalöndunum. (Ljósm. Rafn Hafnfjörð) tjömum, sem honum er sleppt úr, sem þéttir torfurnar í tengslum við stangaveiði. Líklega má þróa svip- aðan rekstur í ýmsum ám hér á landi, þar sem náttúruleg framleiðslugeta á laxi er takmörkuð. Þó er sennilegt að Rangámar hafi hér ákveðna sér- stöðu, þar sem þær eru að uppruna lindár og fara því vel með seiði og fisk að vetrarlagi. Það vekur nokkra athygli að Rangárnar hafa áður komið upp í veiði, þegar laxveiði dalaði í öðmm ám, t.d. árið 1990, en þá var veiði í Rangánum um 1600 laxar úr tiltölu- lega hófsömum sleppingum. Þetta vekur upp spumingar um það hvort suðurströnd landsins hafi einhverja sérstöðu varðandi sjávarskilyrði og æti í uppvexti laxins. Staðan í öðrum löndum í september á þessu ári héldu samtök stangaveiðimanna beggja vegna Atl- antshafsins ráðstefnu í Galway á Ir- landi. Þar var fjallað um stöðu laxa- stofna í löndunum við Atlantshafið og fram komu áhyggjur vegna lang- varandi lægðar í laxgengd í mörgum löndum. Helstu laxasérfræðingar beggja vegna Atlantshafsins héldu þar erindi um ástand laxastofnanna og hugsanlegar orsakir. I skýrslu göngufiskanefndar Haf- rannsóknaráðsins (ICES) hefur ver- ið tekin saman árleg skýrsla um ástand laxastofnanna. Nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að laxa- stofnar beggja vegna Atlantshafsins séu í verulegri lægð, einkum þeir stofnar sem dvelja tvö ár í sjó og hafa staðið undir laxveiði við Græn- land, Færeyjar og víða við strendur heimalandanna. Astandið er þó talið sýnu verra við norðvestanvert Atlantshaf, þar sem skortur hefur verið á hrygning- arfiski í ýmsum kanadískum ám og stangaveiði því mjög takmörkuð eða jafnvel bönnuð. Ástandið lýsir sér best í því að laxveiði við Vestur- Grænland á árinu 1996 var aðeins um 90 lestir þrátt fyrir mikið veiði- álag, þar sem ekki hafði náðst sam- komulag um kvóta á svæðinu. Á ár- inu 1997 samþykktu Grænlendingar 57 lesta kvóta á fundi Laxaverndar- stofnunarinnar (NASCO) og litu þá með raunsæi á það magn af laxi sem fyrir hendi var. Skömmu fyrir 1990 var veiði og samþykktur kvóti á þessu svæði hins vegar tæplega 1.000 lestir, sem sýnir hversu mikið hefur sigið á ógæfuhliðina. Ástandið í norðvestur Atlantshafi þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Hrun þorskstofnsins bæði við Ný- fundnaland og Vestur-Grænland er vel þekkt og telja má víst að sam- hengi sé á milli fisktegunda á þessu hafssvæði. Göngufiskanefndin telur að beitarsvæði laxins í norðvestur Atlantshafi hafi minnkað verulega á undanfömum árum. Það tengir hún við lækkun sjávarhita á svæðinu, eins og hann hefur verið mældur úr gervitunglum. Þar kemur til mikið innstreymi af svalsjó úr Baffinsflóa um Davissund vestan Grænlands inn í Labradorhafið. Af þessu er óhætt að draga þá ályktun að ástand þeirra stofna sem dvelja tvö ár í sjó sé mjög bágborið beggja vegna Atlantshafsins. Vís- bendingar um þetta hafa raunar ver- ið fyrir hendi hér á landi, þar sem hefðbundið hlutfall milli smálaxa og stórlaxa í ám á Norðurlandi hefur ítrekað brugðist og rannsóknir í til- raunastöðinni í Kollafirði hafa gefið til kynna að afföll á öðru ári í sjó væru hærri heldur en ýmsir erlendir sérfræðingar höfðu talið. Staða íslenska laxins Menn varpa eðlilega fram þeimi spumingu hvemig íslenskir laxa- stofnar standi gagnvart þessum sviptingum í lífríki hafsins. Menn gera því oft skóna að lítið sé vitað um vem iaxins okkar í hafinu. Að sumu leyti er þetta rétt og stafar mest af því að laxveiði í sjó hefur verið bönnuð hér við land. Hins vegar hafa fengist verulegar upplýsingar um tilvist ís- lenskra laxa í veiðum annarra þjóða á undanfömum 10 árum. Á ámnum 1987-94 vom örmerktar 1,3 milljónir gönguseiða hér á landi, aðallega í tengslum við hafbeitartilraunir en einnig náttúmleg seiði í laxveiðiám í ýmsum landshlutum. Mestur hluti þessara seiða gekk til sjávar á vestan- verðu landinu. Heildarheimta úr þessum merk- ingum hefur verið um 30.000 laxar, 10.-12. '97 - FREYR - 387

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.