Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1997, Side 12

Freyr - 01.10.1997, Side 12
Ætisslóðir íslenskra laxa samkvæmt niðurstöðum merkinga Örmerkingar á gönguseiðum hafa sýnt að laxinn af Vesturlandi virðist leita á œtisslóðir vestur aflandinu, en lax af Norðaustur- og Austurlandi finnst fremur milli Islands og Noregs. (Teikn. S. Óskarsson) að mestu hér á landi, en þó hafa 49 örmerki endurheimst úr sjávarveiði við Færeyjar (27) og Vestur-Græn- land (22). Án þess að hér sé farið út í smáatriði hafa endurheimtur sýnt að lax sem gengur í sjó á Suður- og Vesturlandi kemur að mestu fram við Grænland (19/22). Lax af Norð- ur- og Austurlandi kemur hins vegar mest fram í veiðum við Færeyjar (22/27). Samkvæmt þessu eru laxar á Suður- og Vesturlandi að mestu háðir sveiflum í umhverfisþáttum í norðvestanverðu Atlantshafi en sveiflur umhverfisþátta milli íslands og Noregs hafa áhrif á laxinn á Norðaustur- og Austurlandi. Þar sem um og yfir 80% af laxgengd hér á landi er á Suður- og Vesturlandi er ljóst að sveiflur í umhverfi hafsins vestur af landinu hafa veruleg áhrif á heidarlaxgengd hér á landi og þar með laxveiðina. Helstu áhrifaþættir sem ráða laxgengd Margir þættir hafa áhrif á afkomu laxins í náttúrunni. Líkja má lífs- hlaupi laxins við hindrunarhlaup þar sem hver fyrirstaðan tekur við af annarri. Margir áhrifaþættir bæði í ferskvatni og sjó verða laxinum að aldurtila. Það eru aðeins duglegustu og heppnustu einstaklingamir sem komast klakklaust í gegnum lífsfer- ilinn frá hrogni til kynþroska ein- staklings og viðhalda stofninum. Talið er að meðallaxahrygna gjóti um það bil 4000 hrognum. Af þess- um fjölda telst viðunandi ef 4 laxar (l%o) ná að ganga í ána og fullnægj- andi er að 2 þeirra nái að hrygna ef kynjahlutfall er jafnt. Heildarafföll eru því gífurleg, að mestum hluta á hrogna- og seiðastigi í fersku vatni. Afföll í sjó eru einnig veruleg (80- 98%) og mjög breytileg á milli ára og landsvæða. Hér á undan var rætt all ítarlega um áhrif umhverfisþátta í sjó á laxa- stofna. En hér á eftir er gerð grein fyrir öðrum þáttum sem áhrif geta haft á afkomu laxastofna. Ferskvatnsþættir Þar sem laxinn tímgast og dvelur 2-5 ár í fersku vatni sem ungviði er ljóst að neikvæð þróun í ferskvatns- umhverfi og umhverfisþáttum hefur veruleg áhrif á afkomu stofnsins. Hér getur verið um eðlileg skammtíma 388 - FREYR - 10.-12. ‘97

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.