Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1997, Blaðsíða 17

Freyr - 01.10.1997, Blaðsíða 17
beðju. Hin fínhærðu eru oft gljáandi á skrokkinn og safna ekki hára- flekkjum eða flókum er þau ganga úr. Það er eins og vindurinn kembi þeim. Alltaf slétt og falleg í hárum, jafnvel þótt megrun hrjái. Þetta er mikill kostur og fegrunaratriði en telst ekki til þeirra atriða kynbóta- mats, sem skarðar í einkunnir, Blup- tölur. Ekki enn sem komið er, hvað sem síðar verður. Við dóma á liðinni tíð var hvergi gert ráð fyrir misjöfnum hárvexti, prúðleika hrossanna, í dómsskalan- um. Helst var reynt, einkum ef eitt- hvað sérstakt var, gott eða slæmt, að taka það með í samræmiseinkunn. Það vó þó ekki neina þekkta stærð eða hlutfall heldur var svona eins og lítill plús eða mínus á viðkomandi einkunn. Þetta var skilgreint þannig sem ábót eða niðurdrag eftir tilefn- inu, á tæpa einkunn eða einkunn í hærri kantinum. Það skemmtilega nýmæli er var tekið upp í vor, 1997, að skipta prúð- leika hrossanna í fimm flokka er áhugavert ræktunarsjónarmið. A undanfömum ámm höfðum við ráðunautar stundum rætt þessa hluti og er gott til að vita að því skuli nú hafa verið hrint í framkvæmd. Og ekki stendur á svömn því að þetta atriði er, þrátt fyrir svo skamma notkun, komið í arfgengisútreikning og verkar vel eða 0,37 sem er svipað og arfgengi fyrir höfuð og fótagerð. Að lokum langar mig að minnast orða hins þekkta hestamanns og rit- höfundar, Ásgeirs heitins frá Gott- orp, þar sem hann m.a. nefnir fætur og prúðleika þeirra. „Hesturinn á að hafa tiltölulega stuttan fótlegg við aðra hæð, frekar stuttar en beygjanlegar kjúkur, falleg og áberandi hófskegg“. Af sauðfjárrækt á Mýja-Sjálandi Framhald afbls. 393. Flutningur á sláturgripum er í höndum fyrirtækja ótengdum afurða- stöðvunum og er því engin niður- greiðsla á flutningi. Flutningstækin em í flestum tilfellum vömbílar með aftanívagna sem samanlagt geta flutt um 650 lömb í ferð. Flutningskostn- aður Kevins er 75 kr. á grip. Vetur Beitilandið er grænt allt árið og því ganga æmar nær sjálfala. Til að bæta þeim upp grasbeitina er ánum rand- beitt á næpumar og ef vorar illa eða gerir löng kuldaköst er ánum gefið hey. Ekki er óalgengt að snjói yfir háveturinn en sá snjór stendur yfir- leitt stutt. Á fengitímanum er hrútunum sleppt út í beitarhólfm til ánna. Kev- in er með um 30 hrúta sem flestir eru af Romney kyni. Síðastliðinn vetur Þar er auðsætt að hann á skoð- anabróður í mér, hvað þetta varðar. Nóvember 1997 Heimildir: Líffæri búfjárins og störf þeirra. Eftir Þóri Guð- mundsson. Útg. 1929, Búnaðarfélag ís- lands. Hestar. EftirTheódór Ambjömsson. Útg. 1975, Búnaðarfélag fslands. breytti hann þó til og notaði blend- ingshrúta Romney-Texel (kjötmeiri) á um 900 ær. Hrútamir em keyptir frá fjárræktarbúum. Um 20% út- skipting er á hrútum árlega. Lokaorð Þrátt fyrir að íslenskar aðstæður séu mjög frábrugðnar aðstæðum á Nýja Sjálandi geta íslenskir sauðfjár- bændur engu að síður margt af þeim lært, ekki sýst hvað varðar beitar- stjórn og beit á ræktuðu landi. En nýsjálenskar tilraunir hafa m. a. sýnt fram á að vaxtarhraði dilka á rækt- uðu landi getur hæglega orðið þre- faldur samanborið við beit á úthaga. Einnig getur forysta íslenskra bænda nýtt sér þá reynslu sem Ný- sjálendingar hafa aflað sér í afnámi vemdar og styrkja, við þær breyting- ar í frjálsræðisátt sem virðast óum- flýjanlegar innan íslensks landbún- aðar á næstu árum. Með því mætti draga mjög úr þeim sársauka og vandamálum sem slíkum breyting- um munu ætíð fylgja. Molar Hungur í heiminum minnkar ekki Matvælaframleiðsla í heiminum jókst aðeins um 1,1% árið 1997 frá fyrra ári en það ár jókst hún um 3,6% frá árinu á undan. 1995. Mat- vælaaðstoð dróst einnig saman á árinu 1997, þannig að fleiri bjuggu við matarskort en áður. Áætlað er að 800 milljón íbúa jarðar, þar af 200 milljón böm yngri en fimm ára, þjáist af matar- skorti. Árið 1996 var haldinn fund- ur æðstu manna heims, á vegum FAO, þar sem það markmið var sett að stórauka matvælaframleiðslu þannig að sveltandi fólki fækkaði um helming fyrir árið 2015. Þróunin síðan hefur verið í öfuga átt. Þannig nam matvælaaðstoð á árinu 4,5 milljón tonnum, og hefur ekki verið minni síðan á 6. áratug aldarinnar. Þessi þróun eykur mun á ríkum þjóðum og fátækum, segir Jaques Diouf, yfirmaður FAO, og bendir jafnframt á að þróunarlönd ráði ekki við að standa undir erlendum skuldum sínum, þannig að hagur margra þeirra fer versnandi. FAO hélt í nóvember síðastliðn- um 29. ráðstefnu sína um stöðu matvælaframleiðslu í heiminum. Ráðstefnan fór fram í Rómaborg þar sem FAO hefur höfuðstöðvar sínar. Landbúnaðarráðherrar frá 175 löndum, sem eiga aðild að samtökunum, sóttu ráðstefnuna. Samþykkt var að umsvif FAO yrðu með óbreyttum hætti á næsta ári og hljóðar fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 1998 upp á 47 milljarða króna. Að sögn framkvæmdastjóra FAO samsvarar það tveggja daga tóbaksútgjöldum í USA. (Norges Vel/Norcoop 2/1997) 10.-12. '97 - FREYR - 393

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.