Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1997, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.1997, Blaðsíða 18
Sláttur á Hörgárbökkum sumarið 1993. (Mynd: Þóroddur Sveinsson) Búreksturinn á Möðru- völlum í Hörgárdal Möðruvellir II í Hörgárdal eru ríkisjörð í umsjá Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Þar er unnið að hagnýtun rannsóknum í fóðuröflun og nautgriparækt en einnig þjónusturannsóknum sem tengjast sáðvöru og fræeftirliti og grunnrannsóknum á vetrarþoli plantna og dýralífi í jarðvegi svo að það helsta sé nefnt. Búið á Möðruvöllum skapar góða aðstöðu fyrir rannsóknir í jarðrækt og búfjárrækt og vegna þess að skráning og skýrsluhald er þar meira en gengur og gerist á venjulegu búi er hægt að nýta upplýsingar frá bú- rekstrinum til lærdóms fyrir bændur. Því er full ástæða til að kynna fyrir lesendum Freys niðurstöður úr skýrsluhaldi búsins. Fyrst verður þó Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum lýst skipulagi, aðstöðu og helstu framkvæmdum sem unnið hefur verið að á allra síðustu árum. Um- fjöllun um það helsta sem áunnist hefur í tilraunastarfinu bíður betri tíma. Svipað yfirlit hefur áður birst í Frey 1992 bls. 874-878 og 1994 bls. 874-880. Skipulag búrekstrar Skipulag búrekstrarins hefur verið óbreytt síðan 1992 en þá tók RALA við búrekstri tilraunastöðvarinnar sem áður var á ábyrgð Ræktunarfé- lags Norðurlands. Búreksturinn er með sjálfstæðan efnahag og er búið rekið sem hvert annað kúabú sem á að standa undir sér fjárhagslega. Bú- stjóri sér um og ber ábyrgð á dag- legum rekstri búsins. Hann er ráðinn sem verktaki og miðast laun hans við laun kúabónda samkvæmt verð- lagsgrundvelli fyrir kúabú og sem veginn er að greiðslumarki búsins. Aðstaðan Byggingar: Ibúðarhús á tveimur hæðum, byggt 1938, er bústaður bú- 394 - FREYR - 10.-12. '97

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.