Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1997, Page 25

Freyr - 01.10.1997, Page 25
Kg mælimjólk/árskú 6. mynd. Hlutfall 1. kálfskvígna afkúastofiiinum semfall af\ ársnyt (kg) eftir árskúna á Möðruyöllum. Hverkross tákn- ar meðaltal eins fóðurtímabils sem erfrá 1.7.-30.6. árið eftir. Línan er aðhvarfslína með aðhvarfsstuðulinn 0,95. 0 12 3 4 Mjaltaskeið 6.7. mynd. Lífþungi mjólkurkúnna á Möðruvöllum sem fall af mjaltaskeiðum. Samtals 58 kýr og 407 niœlingar. Kýrn- ar voru á ýmsum tímum mjaltaskeiðsins þegar þœr voru vigtaðai: 900 800 700 .3 600 | 500 | ■o 400 c nj 300 3T oi 200 * 100 0 Ar 5. mynd. Meðalársnyt og kjarnfóðurgjöf á Möðruvöllum 1987-1996. Frá 1.1.-31.12. hvert ár og samtals 10 ár. hægt að reikna út hina fræðilegu notkun út frá fóðurþörfum gripanna og efnainnihaldi fóðursins sem er til ráðstöfunar, hverju sinni og hins vegar út frá birgðahaldi (forðagæslu) sem er hin raunverulega notkun. Frávikið frá fræðilegri notkun að raunverlegri notkun lýsir því hversu vel við nýtum fóðrið. Fóðumýtingin á Möðruvöllum 1992-1997 var þann- ig 94% sem er 6% frávik. Þetta frá- vik er á engan hátt óeðlilegt og bend- ir til þess að fóðurnýtingin sé mjög góð á búinu. I sambærilegu uppgjöri sem gert hefur verið árum saman á völdum kúabúum í Danmörku er meðalfóðumýtingin 87%. töflu hefur verið reiknað með- aldagsát árskýrinnar á þessu tímabili. Mismunur í dagsáti milli tímabila endurspeglar einfaldlega samsetningu kúastofnsins og mis- munandi ársnyt sem fjallað verður nánar um hér á eftir. Að jafnaði var 18% (+/-4%) fóðureininganna í kjarnfóðri og 19% (+1-2%) af beit. I 7. töflu hefur verið reiknaður meðalkostnaðurinn á fóðureining- una hjá mismunandi ársgripum og heildarfóðurkostnaðurinn á ársgrip. Á 4. mynd er sýndur fóðurkostnaður á kg framleiddrar mjólkur sem fall af kg mjólk/árskú á fimm fóðurtíma- bilum. Fóðurkostnaðurinn hefur ver- ið nokkuð stöðugur þessi ár að einu tímabili undanskildu. Fóðurkostnað- urinn við að ala kvígu til mjólkur- framleiðslu er um 43.000 kr. (kostn- aður á árskvígu x 2,2) og fóður- kostnaðurinn í nautaeldinu til kjöt- framleiðslu var um 45.000 kr. (mið- að við tveggja ára gripi og 220 kg fall). Fóðurkostnaðurinn á árskúna var 58.000-68.000 lxr. og er það fyrst og fremst hlutdeild kjamfóðurs af heildarfóðrinu sem veldur muninum á milli tímabila. Það er hins vegar áhugaverðara að skoða fóðurkostn- aðinn á hvert framleitt kíló af mjólk (4. mynd). Þar kemur fram að hann er lægstur þegar nyt eftir árskúna er hæst. Það tímabil sem víkur veru- lega frá aðhvarfslínunni er 1995- 1996 en þá þurfti að takmarka heyát vegna uppskerubrests og tilraunar sem þá var í gangi. I staðinn fengu kýmar meira kjarnfóður sem hækkar fóðurkostnaðinn umtalsvert það tímabil. Úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar Á 5. mynd er dregin upp nyt og kjamfóðurgjöf eftir árskúna frá ár- inu 1987-1996. Meðalafurðimar hafa lítið breyst og lítið samband er á milli kjamfóðurgjafar og ársnytar, þrátt fyrir að fullyrða megi að hey- gæðin hafi verið nokkuð svipuð öll áriri. Á fóðurtímabilunum sem hér 10.-12. '97 - FREYR - 401

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.