Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1997, Side 29

Freyr - 01.10.1997, Side 29
svæðinu um 70 þúsund tonn frá hesthúsum, alifugla- loðdýra- svína- og eggjabúum. Annað eins magn fellur til af mómold sem grafin er upp við verklegar framkvæmdir. Lauslega áætluð verðmæti þessara efna eru 100-150 milljónir króna ár- lega. Bæði húsdýraáburður og mó- mold eru að miklu leyti urðuð og því engum til gagns eða þeim er veitt í sjó fram. Með því að nýta þessa nátt- úrulegu auðlind er verið að bjarga verðmætum sem ella geta valdið umhverfisspjöllum á lífrfki sjávar og jafnvel á grunnvatni, því að víðast hvar standa margra ára uppsafnaðir haugar af húsdýraáburði sem t.d. sökum legu á gljúpu hrauni geta blandast grunnvatni. Það hlýtur að vera óskynsamleg umhverfisstefna að nýta ekki til full- nustu auðlind sem eykur frjósemi jarðvegs og ýtir undir sjálfbæra gróðurþróun í landi sem er mesta eyðimerkursvæði álfunnar. Áburður og vinnuafl fyrir hendi Hlutverk húsdýraáburðar og mó- moldar er að auka frjósemi hins dauða örfoka jarðvegs. Eiginleikar þessara efna eru þó ekki eingöngu bundnir næringarefnunum. Saman- borið við tilbúinn áburð, þar sem yf- „Stjórnun og skipulag umhverfisins er eitt aðalumræðuefni dagsins í dag. Öll hljótum við þó að vera sammála um það að okkur beri skylda að rækta upp eyðimerkur og sár sem myndast hafa frá upphafi byggðar." ir helmingur niturs (N) skolast burt á fyrsta ári, tapast miklu minna af næringarefnum húsdýraáburðar. Líf- rænu efnunum má líkja við svamp sem viðheldur raka og öðrum æski- legum eiginleikum í jarðveginum. Þessi efni henta því sérstaklega vel til uppgræðslu því einungis ein ríf- leg áburðargjöf getur nægt til að koma sjálfbærri gróðurþróun á skrið. Gróður fyrir fólk í Landnámi Ing- ólfs hefur sett sér það markmið að dreifa allt að 30 tonnum lífrænna efna á hektara. Það magn inniheldur að jafnaði um 180 kg. niturs (N), 30 kg. fosfórs (P) og 150 kg. kalíums (K). Þrátt fyrir að kostnaður geti ver- ið allt að helmingi hærri á hektara en árleg áburðargjöf með tilbúnum áburði segir það sig sjálft að hin náttúrulega aðferð er fljót að borga sig þar sem endurtekinnar dreifíngar er að öllu jöfnu ekki þörf. Með þessari dreifingu er landið klætt þunnri jarðvegshulu sem ella gæti tekið náttúruna meira en 150 ár að endurheimta ef mannshanda nyti ekki við. Beitarálag í Landnámi ingólfs Líkt og í öðrum landshlutum hefur beitarálag í Landnámi Ingólfs minnk- að undanfarin ár. Um 12 þúsund fjár eru í Landnáminu, þ.e. 25 til 30 þús- und í sumarhögum þegar lömb eru meðtalin. Um 10 þúsund hross eru á svæðinu. Þrátt fyrir að meginþoni þeirra sé á beit innan girðingar er beitarálag mikið og víða ofbeit. Á Reykjanesskaga hefur náðst samkomulag sveitarfélaganna um beitarhólf en undantekning þar frá er Grindavíkurkaupstaður. Eftir margra ára þrotlausa baráttu hefur enn ekki tekist að ná samkomulagi um að tak- marka sauðfjárbeit í Grindvík við ákveðin svæði. Of stórum hluta fjár- ins er sleppt í lausagöngu í landi Krísuvíkur sem er einn verst fami hluti íslands. Nær 70% sauðfjáreig- enda í landi Grindavíkur hafa ekki lífsviðurværi sitt af sauðfjárhaldi eingöngu. Þessum einstaklingum fjölgar, meðan sauðfé í hefðbundn- um búskap fækkar. Þetta er óviðun- andi ástand meðan þessi mikla jarð- vegs- og gróðureyðing á sér stað. Fyrir utan Reykjanesskagann er nær allt fé í Landnáminu í lausa- göngu sem gerir uppgræðslu lands illmögulega. Fleiri búfjáreigendur mættu um- gangast náttúru landsins af meiri virðingu og viðurkenna þá staðreynd að við búum við mjög alvarleg jarð- vegsvandamál sem ekki verða leyst nema með þeirra samvinnu. „Almenn þátttaka íbúa landsins er öflugasta leiðin gegn eyðileggingaröflunum. Samtökin Cróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs leggur sitt af mörkum til að virkja einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og stjórnvöld til enn frekari þátttöku í baráttunni." Samtakamátturinn skilar árangri Afstaða íslendinga til ræktunar og landnýtingar er mismunandi. Stjóm- un og skipulag umhverfisins er eitt aðalumræðuefni dagsins í dag. Öll hljótum við þó að vera sammála um það að okkur beri skylda að rækta upp eyðimerkur og sár sem myndast hafa frá upphafi byggðar. Gróður- og jarðvegseyðing Is- lands er hluti hnattræns umhverfis- vanda sem aðeins verður leystur stað- bundinn, með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Almenn þátttaka íbúa landsins er öflugasta leiðin gegn eyðileggingar- öflunum. Samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs leggur sitt af mörkum til að virkja einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og stjómvöld til enn frekari þátttöku í baráttunni. Miðað við það mikla magn hús- dýraáburðar og mómoldar sem til fellur í Landnáminu og þá kosti sem slík áburðagjöf hefur í för með sér, er möguleiki á, að græða upp um 5.000 hektara, það er 50 ferkíló- metra á ári. Með þessari áburðargjöf og vinnufúsum höndum er hægt loka öllum aðgengilegum sárum á 15 til 20 ámm í Landnámi Ingólfs. 10.-12. '97 - FREYR - 405

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.