Freyr - 01.10.1997, Side 32
Beitarþunginn er vi'ða mikill, en grasvöxtur er góður.
heyinu, settar á lakara landið og beitt
u.þ.b. ellefu ær á ha.
Tvævetlumar eru ekki sónar-
skoðaðar en dreift á skjólbetri slétt-
urnar. Veturgömlu ánum er haldið
geldum þar sem of mikið vesen fylg-
ir sauðburði hjá þeim, þær eru síðan
settar á rýrasta landið ásamt full-
orðna gelda fénu.
Sauðburður hefst í byrjun októ-
ber sem er nokkuð seint á nýsjá-
lenskan mælikvarða en býli Kevins
stendur hátt (500m y.s.) og þar vorar
því seint. Um 80% sauðburðarins er
lokið innan 20 daga. Litið er eftir án-
um einu sinni á dag. Kevin reynir að
gera sér gæsluna eins auðvelda og
hægt er. Dæmi um þetta er að allar
ær sem eiga í fæðingarerfiðleikum
eru merktar og slátrað að hausti.
Talsverð afföll eru á lömbum við
burð og fyrstu vikuna á eftir en Kev-
in áætlar þessi afföll um 15% af
fæddum lömbum. Frjósemi ánna er
jafnframt lægri en á Islandi en hæsta
frjósemi sem Kevin hefur náð er
1,28 lömb á ásetta á, vorið 1996 var
frjósemin 1,15 lömb.
Þrem til sex vikum eftir sauðburð
er smalað og lömbin mörkuð, bólu-
sett, gelt og halaskorin.
Jarðvinnsla
Eftir sauðburðinn hefst jarðvinnslan
en árlega eru unnar á bilinu 80-90
ekrur lands. Landið er unnið þrjú ár í
röð. Fyrstu tvö árin er sáð næpum í
flögin en síðasta árið er flögunum
lokað með rýgresi og hvítsmára.
Áburðardreifing fylgir í kjölfarið
en hún samanstendur af um 70 tonn-
um af superfosfati (9% fosfór) og
um 40 tonnum af kalsíum. Áburðin-
um er dreift af verktaka með vöru-
bflum.
Sumar
Sumarið fer að miklu leyti í viðhald
á byggingum og girðingum, ásamt
eftirliti með sauðfénu. Um 20 ha
lands eru friðaðir allt sumarið og þar
er verkað hey í rúllubagga, nánast
öll vinna kringum heyskapinn er
unnin af verktaka. Jafnframt er gras
slegið í beitarhólfunum ef grasvöxt-
ur verður of mikill til að gefa ungu
grasi og smára betra pláss, þetta gras
er látið liggja óhreyft.
Fráfærur
I janúar eru lömbin vanin undan og
gefið ormalyf, jafnframt eru sláturær
teknar frá og settar sér en um 25% af
ánum er slátrað eða farast árlega.
Eftir fráfærumar er lömbunum að
jafnaði gefið ormalyf einu sinni í
rnánuði fram að slátrun.
Haust
Lömbunum er slátrað frá janúarlok-
um og fram í júní. Kflóverðið sem
bændumir fá greitt fyrir lömb er um
115 kr. en þar að auki er greitt 400
kr. á grip fyrir skinn og ull. Að vetr-
inum eru greiddar yfirborganir fyrir
sláturlömb til að tryggja sláturgripi
allt árið.
Framhald á bls. 393
408 - FREYR - 70.-72. '97