Freyr - 01.10.1997, Side 34
Grind B. Ærnar stíga upp á brík á grindinni til að ná
heyinu. Myndin er tekin á Hesti.
Grind B. Grindin gengur saman þegar heyið minnkar í
henni.
3. tafla. Þyngdarbreytingar áa (kg), fædd lömb eftir á
og fæðingarþungi tvílembinga í Tilraunum I og II
Tilraun I Tilraun II
Þyngdarbreytingar áa Burður
Með- ferðar- hópur Fengi- tíð Fyrri hluti meðg. Seinni hluti meðg. Öll til- raunin Fædd lömb eftir á Fæð.- þungi tvíl. Með- ferðar- hópur Þyngdar- breyt- ingar áa Fæð,- þungi tvíl.
i-i 1.2“ 8.6“ 0.2 9.9 1.81 3.40 n-i 13.1“ 3.93
1-2 1.1' V.4b 0.1 8.6 1.76 3.35 11-2 11.5ab 3.96
1-3 2.4b 6.8b 0.4 9.7 1.73 3.56 11-3 9.6b 3.94
a’b tölfræðilega marktækur munur (P<0.05) er á þeim meðaltölum innan dálks sem hafa
mismunandi bókstafsmerkingar.
tímabil. Tímabilið sem þarna er kall-
að fengitíð er raunar rúmlega svo,
því það nær frá 2. desember til 24.
janúar, en æmar voru samstilltar og
fengu flestar kringum 20. desember.
Næsta tímabil, eða fyrri hluti með-
göngu, nær frá 25. janúar til 25
mars. Þá tekur við síðasta tímabilið,
eða síðari hluti meðgöngu, og nær til
2. maí, er tilrauninni lauk. Orkugildi
heyja í Tilraun I reyndist eftirfar-
andi; fengitíð 0.74 f.fe/kg þe, fyrri
hl. meðgöngu 0.72 f.fe/kg þe, seinni
hl. meðgöngu 0.58 f.fe/kg þe.
Tölumar um át ánna í Tilraun I
(2. tafla) sýna, að hópar 1-2 og 1-3
átu, í sömu röð, um 10 og 20% meira
en hópur 1-1, þ.e. garðaærnar, sé litið
yfir veturinn í heild. Ekki reyndist
þó marktækur munur milli hópa á
þyngdarbreytingum ánna yfir vetur-
inn í heild (3. tafla). Nokkur munur
er á þyngingu milli hópa á fengitíð,
sem kemur þó ekki fram í frjósemis-
mun. Þar ber að hafa í huga að rúllu-
heyið var tiltölulega próteinríkt (um
16% hráprótein), og var þess utan
bætt upp með sfld, orkan sem fóðrið
gaf var um og yfir 1 f.fe/kind/dag
hjá öllum hópum, og holdafar ánna
hafði verið prýðilegt fyrir fengitíð.
Hjá öllum hópum voru því helstu
skilyrði fyrir því að eðlislæg frjó-
semi ánna nýttist uppfyllt (5), og því
vart að vænta mismunar í frjósemi
milli hópa.
Það er érfitt að skýra hvers vegna
sá hópur í Tilraun I, þ.e. garðahópur-
inn (I-1) sem étur minnst á fyrri
hluta meðgöngu þyngist mest. Þetta
vekur upp spumingar um hvort fóðr-
unaraðferðin hafi einhver áhrif á
nýtingu fóðursins til viðhalds og
fitusöfnunar. Til þess að svara þeirri
spumingu þyrfti trúlega að gera mun
flóknari og dýrari tilraunir þar sem
át væri mælt hjá hverjum einstakling
og nákvæmari mælikvarðar heldur
en lífþungabreytingar væru notaðir
til að meta ástand ánna. Mögulegt er
að einhver hluti af skýringunni hér
felist í að slæðingur við gjafagrind-
umar (hópar 1-2 og 1-3) hafi verið
vanmetinn, og át þar með ofmetið,
vegna hugsanlegs taps á heyi niður
um oólfgrindur.
A seinni hluta meðgöngunnar var
2. tafla. Meðalát á rúlluheyi (kg þurrefnis á kind á dag),
slæðingur og moð (% af heildargjöf) í Tilraunum I og II.
Með- ferðar- hópur Tilraun I Tilraun II
Át Leifar % Með- ferðar- hópur Át- öll til- raunin Leifar %
Fengi- tíð Fyrri hluti meðg. Seinni hluti meðg. Öll til- raunin Moð Slæð- ingur Moð Slæð- ingur
1-1 1.23 1.36 1.23 1.28 11.3 0.1 n-i 1.51 10.4 0.1
1-2 1.35 1.50 1.34 1.41 4.1 3.8 II-2 1.45 7.9 1.3
í-3 j 1.57 1.63 1.37 1.54 5.0 5.0 II-3 1.39 6.7 1.2
Dagar 54 61 38 153 71
1 Fjöldi daga innan tímabils.
410-FREYR- 10.-12. ‘97