Freyr - 01.10.1997, Blaðsíða 35
munur á áti milli hópa í Tilraun I
minni en fyrr um veturinn, og munur
á þungabreytingum ekki marktækur.
Ahrif fóðrunar ánna á fæðingar-
þunga lamba eru mest á þessu tíma-
skeiði, og því þarf ekki að koma á
óvart að þegar upp var staðið reynd-
ist ekki marktækur munur á fæðing-
arþunga lamba milli hópa. Þess má
og geta að ekki fundust nein mark-
tæk áhrif tilraunameðferða á vöxt
lamba frá vori til hausts.
I Tilraun II var það garðahópur-
inn (II-1) sem át mest (2. tafla) og
þyngdist mest (3.tafla), þó segja
megi að öllum hópunum hafi farið
býsna vel fram á meðan tilraunin
stóð yfir. Minnkun á jötuplássi úr 11
cm (Hópur II-2) í 9 cm (Hópur II-3)
leiddi til þess að úr dró bæði áti og
þungaaukningu. Því má gera ráð fyr-
ir að 9 cm jötupláss á kind sé of lítið
á seinni hluta meðgöngu þó að fyrir
liggi hágæða heyfóður (orkugildi
þess var að meðaltali um 0.71
f.fe/kg þe.) allan sólarhringinn, og
11 cm raunar einnig fulllítið, sé tekið
mið af því að garðahópurinn þreifst
betur en báðir hinir hópamir. I Til-
raun I kom raunar í ljós að á seinni
hluta meðgöngu var meiri breytileiki
í þrifum ánna innan gjafagrindahóp-
anna heldur en garðahópsins. Það
gæti bent til þess að þá hafi æmar
þurft að keppa um plássið við jötuna
í það miklum mæli að þær ær sem
lengur voru að éta fengu minna í
sinn hlut og drógust aftur úr í þrif-
um.
I 2. töflu má sjá að slæðingur var
nánast enginn hjá garðahópunum (I-
1 og II-1), 4-5% af gjöfinni hjá
hópunum við einfaldari gerðina (B)
af gjafagrindunum, en aðeins rúmt
1 % við þá gerð (C) sem notuð var í
Tilraun II. Gera má því ráð fyrir að
gjafagrind C sé áhugaverðari kostur
en gjafagrind B í húsum með grinda-
og þó einkum stálrista- gólfum,
nema menn hafi yndi af heysópun
og skrtmokstri. I taðhúsum þarf
slæðingur ekki að vera vandamál
vinnulega séð, þannig að gjafagrind
B er e.t.v. ekki síðri kostur þar held-
ur en gjafagrind C. Að vísu er slæð-
ingurinn sem tapast ákveðið verð-
mæti en á móti kemur (sjá hér á eft-
ir) að vinnan við gjafir er enn minni
þegar fóðrað er í gjafagrind B heldur
en gjafagrind C.
Lauslegar vinnumælingar voru
gerðar í tengslum við þessar tilraun-
ir. Dagsvinnan við fóðrun hverra
100 áa var 5-7 mann-mínútur við
fóðrun í gjafagrind B og 8-10 mann-
mínútur við fóðrun í gjafagrind C,
hvorttveggja miðað við að notaður
væri annað hvort hlaupaköttur í lofti
eða hjólatjakkur til að flytja rúllum-
ar að gjafagrindunum. Við fóðmn á
garða þar sem rúllumar voru „afrúll-
aðar“ upp í gjafavagn, og heyið flutt
með vagninum inn á garðann, var
dagsvinnan á hverjar 100 ær um 15-
20 mínútur, en um 25-30 mínútur
væm handverkfæri notuð í stað af-
rúllara til að losa heyið úr rúllunni
og koma því upp á vagninn. í fyrri
rannsóknum á vegum Bútæknideild-
ar Rala á vinnu í fjárhúsum (1)
reyndist daglegt vinnumagn við hey-
gjafir miðað við 100 kindur vera um
18 mín. á dag er gefnir voru þurr-
heysbaggar, um 28 mín. við vot-
heysgjafir og um 33 mín. við gjöf á
lausu þurrheyi. I öllum þessum til-
vikum voru einungis notuð hand-
verkfæri og vagnar. Það skal undir-
strikað að þær mælingar sem gerðar
voru á vinnunni við fóðrun í gjafa-
grindumar vom fáar, og til að meta
fóðrunaraðferðimar betur m.t.t.
vinnumagns þyrfti að gera fleiri mæl-
ingar og við fjölbreyttari aðstæður.
Þrátt fyrir þetta virðist óhætt að
álykta að víða mætti minnka vinnu
við vetrarfóðmn um a.m.k. helming,
og í mörgum tilvikum talsvert meira,
með því að nota gjafagrindur og til-
heyrandi tækni í stað hefðbundinna
fóðmnaraðferða.
Allt frá landnámstíð hefur innra
skipulag íslenskra fjárhúsa miðast
við að allt féð skyldi komast að jöt-
unni í einu. A meðan heyfóður var af
skomum skammti, var þetta fyrir-
komulag að sjálfsögðu nauðsynlegt
til að tryggja sem jafnasta fóðmn.
Framfarir í jarðrækt og fóðuröflun á
síðustu áratugum hafa hins vegar
gert bændum kleift að fóðra sauðfé
til fullra afurða nánast eingöngu á
gróffóðri, oft eftir átlyst. Menn hafa
gjaman velt því fyrir sér hvort við
þessar breyttu aðstæður væri lag fyr-
ir breytta fóðmnartækni, einhvers
konar sjálffóðrun. Er nauðsynlegt að
allt féð komist að jötunni í einu?
Þarf að gefa tvisvar á dag? Eða er
e.t.v. nóg að henda rúllu í skjáturnar
á 2-3 daga fresti og láta þær sjálfar
um að ákveða hvenær þeim hentar
að fá sér í svanginn? Nokkrar athug-
anir slíkum spumingum tengdar
voru raunar gerðar á vegum Bú-
tæknideildar Rala síðla á sjöunda
áratugnum (4). Þá vom helstu niður-
stöður þessar: a) að ótakmarkaður
aðgangur að heyi leiddi til ofáts sem
engu skilaði í afurðum umfram
„léttari" fóðrun, og b) að ef fjögurra
daga fóðurskammtur var gefinn í
einu lagi íjórða hvem dag var þunga-
aukning áa minni og þar að auki
breytilegri milli einstaklinga heldur
en ef gefið var daglega. Þær forsend-
ur sem gengið var út frá nú vom hins
vegar töluvert aðrar en fyrir þrjátíu
ámm:
• Rúlluhey og vothey ést hægar en
þurrhey (3), sem væntanlega
minnkar líkur á ofáti.
• Með öflugri heyverkunartækni er
hægt að stjóma í meira mæli
sláttutíma og þar með fóðrunar-
virði (=át x fóðurgildi) gróffóð-
urs. Sé þessi gæðastjómun í
þokkalegu lagi má gera ráð fyrir ■
að fóðrun fjárins megi að mestu
stýra með fóðurgæðum frekar en
magni þannig að alltaf sé fóðrað
því sem næst eftir átlyst, en besta
heyið sé notað á síðustu vikum
meðgöngu og sauðburði, það lak-
asta yfir miðjan veturinn, og ríf-
lega meðalhey um og fyrir fengi-
tíð.
• Dugi heygæðastjómunin ekki til
að stýra fóðruninni nægilega vel,
er samkvæmt þeim niðurstöðum
sem hér hafa verið kynntar, hægt
að beita tvenns konar aðgerðum:
a) að minnka eða auka jötupláss á
kind (fjölga eða fækka kindunum
við hverja gjafagrind) eða b) að
breyta fóðmnartíðninni, eða með
öðmm orðum því hversu vel féð
er látið éta upp. I báðum þessum
10.-12. '97 - FREYR -411