Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1997, Page 37

Freyr - 01.10.1997, Page 37
Heimsmarkaðsviðskipti með nautakjöt og lambakjöt Útdráttur úr erindi Owens Brooks, framkvæmdastjóra alþjóöa- markaðssviðs hjá Irish Food Board, flutt á MEAT '97 ráðstefnunni 16. októbersl. í London sem haldin vará vegum Agra Europe Itd. Nautakjöt Saga heimsviðskipta A fjórða áratugnum var Suður-Am- eríka allsráðandi í heimsviðskiptum með nautakjöt sem aðallega var flutt út til Evrópu og á þessum árum nam útflutningur Argentínu 70% af heims- viðskiptum. Eftir seinni heimsstyrj- öldina hófst mikill innflutningur til Norður-Ameríku, aðallega Banda- ríkjanna, frá Eyjaálfu og af því leiddi að Astralía varð stærst útflutn- ingsþjóða í nautakjöti. Það var svo ekki fyrr en á áttunda og níunda ára- tugunum, samfara örum vexti eftir- spumar í Mið-Austurlöndum eftir nautakjöti, að ESB-löndin hófu fyrst útflutning. A seinni hluta níunda áratugarins birtist Asía og þá sér- staklega Japan á sjónarsviðinu sem innflutningsþjóð. USA fór að láta að sér kveða sem útflutningsþjóð og Astralía styrkti stöðu sína enn frek- ar. Síðasti vaxtarskjálftinn, sem fór um nautakjötsmarkaðinn, var með hruni Sovétríkjanna þegar Rússland og Austur-Evrópa hófu innflutning. Síðustu öld og þá sérstaklega eft- ir seinni heimsstyrjöldina hefur þró- un viðskipta stöðugt verið undir áhrifum ýmissa markaðshindrana, allt frá tæknilegum viðskiptahindr- unum til hárra tolla. En síðan 1995 hefur WTO (Alþjóða viðskiptastofn- unin) stjómað heimsviðskiptum með nautakjöt en hún hefur það að markmiði að draga úr markaðshindr- unum og stuðla að auknu frelsi í viðskiptum milli landa. Það er umhugsunarvert að árið 1996 hefur sjúkdómur í nautgripum þ.e. kúariða, sem aðallega er bund- inn við eitt land, haft áhrif á neyslu nautakjöts um allan heim. Fyrir þessa atburði voru sjúkdómar málefni dýralækna og notaðir sem hluti af markaðsvernd þjóða. Heimsviðskipti með nautakjöt nema nú 3,7 milljónum tonna en búist er við að þetta magn verði komið upp í 4,5 milljón tonn árið 2001 og mun markaðurinn beinast í auknu mæli á næstu árum að lönd- unum kringum Miðjarðarhaf. 10.-12. '97 - FREYR -413

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.