Freyr - 01.10.1997, Blaðsíða 39
næstu þijú til fimm árin vegna þess að:
• Eftirspum í Asíu eykst stöðugt.
• Ástralir eru í þeirri stöðu að geta
flutt nautgripi á fæti til landa sem
hindra aðgang nautakjöts.
• Útflutningur ESB-landanna til
Rússlands og Miðausturlanda fer
minnkandi.
Aðalhindmn Ástralíu verður auk-
in samkeppni frá Suður-Ameríku á
hefðbundnum mörkuðum, sterkur
gjaldmiðill, óhagstætt veðurfar og
samkeppni frá öðram kjöttegundum.
Geta Ástrala til framleiðsluaukning-
ar er gífurleg. Það er álitið að hægt
sé að bæta við 8-10 milljón gripum á
svæðum þar sem haglendi er gott og
hentar til nautgriparæktar.
Nýja-Sjáland mun einnig hagnast
á aukinni eftirspum á Asíumörkuð-
um. Nautakjötsframleiðsla Nýsjá-
lendinga er háð tveimur megin þátt-
um, framboði á kálfum frá mjólkur-
framleiðslu og arðsemi nautkjöts-
framleiðslu í samanburði við lamba-
kjötsframleiðslu. Eins og er hafa
Nýsjálendingar fullnýtt framleiðslu-
getu sína í nautgriparækt og aukning
getur aðeins orðið á kostnað lamba-
kjötsframleiðslunnar.
Asía
Nautakjötsmarkaðurinn hefur verið
og mun halda áfram að vaxa næsta
áratuginn. Spár gera ráð fyrir að inn-
flutningur aukist um 500.000 tonn
fram til ársins 2001 (OECD spá).
Ástralía, USA og Suður-Ameríka
munu hagnast á þessu en ESB-löndin
ekki, vegna gamalla viðskiptasamn-
inga og útflutningskvóta. Á seinni
hluta níunda áratugarins fluttu Japan-
ar inn um 100.000 tonn af nautakjöti
en áætlað er að þetta magn verði kom-
ið yfir eina milljón tonn árið 2000.
Ástæðumar fyrir þessum vexti í
Asíu era eftirfarandi:
• Aukin eftirspum vegna hagvaxtar.
• Framleiðslutakmarkanir og verri
samkepnisstaða innanlendra fram-
leiðenda.
• Sókndjörf markaðssetning inn-
flytjenda, sérstaklega USA.
• Aukið framboð nautakjöts á
heimsmarkaði.
• Rýmra aðgengi á mörkuðum Asíu.
Samfara þessu mun samkeppnin
á Asíumörkuðum aukast vegna
lægra verðs á öðra kjöti og baráttu
innflutningslanda um stöðu á þess-
um mörkuðum.
í Kína er bæði framleiðsla og
neysla í öram vexti og Kínverjar
flytja ennþá út eitthvað af umfram-
framleiðslu, aðallega niðursoðið
kjöt en líka eitthvað á fæti. Stóra
spumingin er hver þróunin í nauta-
kjötsviðskiptum Kína verður næstu
árin. Sennilegast er að litlar breyt-
ingar verði næstu fimm ár en að
þeim liðnum er því spáð að neyslu-
aukningin fari fram úr framleiðslu-
þróuninni. Þá mun innflutningur
hefjast og er eftir nokkru að slæðast
því að Kína er markaður sem á sér
enga hliðstæðu hvað stærð varðar.
Kindakjöt
Talið er að heimsviðskipti með
kindakjöt séu um 700.000 tonn ári,
fé á fæti þar með talið. Almennt séð
er neysla á kindakjöti ekki mikil í
samanburði við aðrar kjöttegundir
nema á ákveðnum svæðum eins og
Mið-Austurlöndum þar sem það er
aðal kjöttegundin í fæðu manna.
Yfir 70% af innflutningi fara til
ESB, Mið-Austurlanda eða Norður-
Afríku. U.þ.b. 80% af öllum útflutn-
ing kemur frá Ástralíu og Nýja-Sjá-
landi, þar af 45% frá þeim síðar-
nefndu. Nýsjálendingar flytja ein-
göngu út lambakjöt en Ástralir kjöt
af veturgömlu fé og fé á fæti en hlut-
deild lifandi útflutnings er yfir 25%
af heildarviðskiptunum.
Undanfarinn áratug hafa Nýsjá-
lendingar lagt minna upp úr mörk-
uðum í Mið-Austurlöndum og fært
sig til hagstæðari markaða, innan
ESB og Asíu. Þetta tókst með góðri
markaðssetningu og nýrri stefnu-
mótun í útflutningsmálum.
ESB er stærsti innflutningsmark-
aðurinn fyrir kindakjöt, með um
300.000 tonna hlutdeild. Markaður-
inn er mjög „stýrður" og Nýsjálend-
ingar lang stærstir á honum með
70% hlutdeild. Gert er ráð fyrir tölu-
verðri aukningu á innflutningi af
kældu nautakjöti á kostnað frosins
lambakjöts.
Markaðurinn í Mið-Austurlönd-
um verður stöðugur á næstu áram
nema til komi offramboð af gemsa-
keti frá Ástralíu vegna óvænts hrans
á ullarverði, þar sem kjötframleiðsla
Ástrala en aðallega aukaafurð við
ullarframleiðslu þeirra.
Asíumarkaðurinn mun vaxa
áfram en hann er enn of smár til að
valda einhverjum straumhvörfum.
Framleiðsla kindakjöts í Austur-
Evrópu mun að líkindum ná fyrri
stöðu en þó ekki hafa nein áhrif á
heimsviðskiptin. Hvað Kína varðar
er það sama uppi á teningnum með
kindakjöt og með nautakjöt, neysla
og framleiðsla er í örum vexti vegna
stuðnings frá stjómvöldum. Samt er
ekki hægt að gera ráð fyrir að Kín-
verjar geti farið að setja mark sitt á
heimsmarkaðsviðskipti með kinda-
kjöt fyrr en eftir 3-5 ár.
Samantekt
Á næstu 3-4 árum munu heimsvið-
skipti með nautakjöt halda áfram að
vaxa, einkum vegna hagvaxtar í
Asíu. Samkeppnin á markaði mun
fara harðnandi þegar Suður-Amer-
íka blandar sér í leikinn og USA og
Ástralía auka útflutningsframboð
sitt. ESB-löndin munu draga sig út
af mörkuðum í Rússlandi og Mið-
Austurlöndum með lækkuðum út-
flutningsbótum. Afleiðingin verður
sú að verð mun hækka í átt að eðli-
legu heimsmarkaðsverði sem svo
aftur slær á eftirspumina.
Á kindakjötsmarkaðinum verða
engar stórbreytingar, einhver aukn-
ing í nýsjálensku lambakjöti á Evr-
ópumarkaði er sennileg, en það fer
eftir þróuninni á nautakjötsmarkaði.
Kína verður áfram óvissuþáttur í
heimsviðskiptum með kinda- og
nautakjöt en þó era líkur á að þessi
risi fari að láta á sér kræla innan
fimm ára.
Þýðing: Olafnr Hjalti Erlingsson, mark-
aðsfulltrúi hjá Framleiðsluráði land-
búnaðarins.
10.-12. '97 - FREYR -415