Freyr - 01.10.1997, Page 41
sem er athyglivert þar sem nauta-
kjötið, sem hefur haft yfirburði á
þessum markaði, er að láta undan
síga fyrir kjúklingakjöti.
I Evrópusambandinu er framleitt
18% af heimsframleiðslunni eða um
15 milljónir tonna árið 1995. A tíu
ára tímabili, frá árinu 1985 til ársins
1995, jókst framleiðslan innan ESB
um 1% á ári en neyslan aftur á móti
ekki nema um ???% eða samhliða
fólksfjölgun. Þessi þróun hefur leitt
til þess að ESB framleiðir nú um
4,5% umfram eigin þarfir af svína-
kjöti.
Alifuglamarkaðurinn
Alifuglamarkaðurinn hefur að flestu
leyti lotið sömu lögmálum og svína-
kjötið. í Asíu hafa framleiðsla og
neysla aukist umtalsvert, tvöfaldast
á síðustu tíu árum í löndum svo sem
Taflandi, Indónesíu og Malasíu en
fimmfaldast í Kína, úr 2,5 milljón-
um tonna í nærri 12 milljón tonn.
Suður-Ameríka er einnig svæði þar
sem aukning á sér stað, en fram-
leiðsla hefur dregist saman í fyrrum
lýðveldum Sovétríkjanna.
Það sem gerir alifuglamarkaðinn
ólíkan svínakjötsmarkaðinum er að
alifuglakjöt er líka í mikilli sókn á
mörkuðum eins og ESB og USA þar
sem aukningin í svínakjöti er mun
minni. Framleiðsla á fuglakjöti hef-
ur t.d. aukist um 50% í USA og á
sama tímabili um 30% innan ESB.
Þeir þættir sem ráðið hafa mestu þar
um eru bætt framleiðsluafköst sem
leitt hafa til lægra verðs, bætt ímynd
fuglakjöts sem tengist heilsuvakn-
ingu almennings og litlu fituinnhaldi
kjötsins og aukin tækni í matvæla-
vinnslu.
Heimsmarkaðsviðskipti með
svína- og alifuglakjöt eru hlutfalls-
lega lítil miðað við heildarfram-
leiðslu, t.d. eru viðskipti með svína-
kjöt 5% af heildarframleiðslu heims-
ins en viðskipti með alifuglakjöt 9%
og vaxa stöðugt.
Útflutningur svína- og
alifuglakjöts frá ESB
Árið 1996 voru flutt út frá ESB
940.000 tonn af svínakjöti, þar af
var frosið kjöt í meirihluta en næst á
eftir komu unnar vörur úr svínakjöti,
þ.m.t. pylsur. Af öllum ESB-löndun-
um var mest flutt út frá Danmörku.
Utflutningur á alifuglakjöti frá
ESB var um 900.000 tonn árið 1996
en einungis Bandaríkjamenn fluttu
út meira magn. Meirihluti viðskipt-
anna er í kjúklingum og holdahæn-
um en hlutur kalkúnákjöts er að
verða umtalsverður. Af ESB-lönd-
unum eru það Frakkland og Holland
sem flytja mest út af alifuglakjöti.
Nokkrir lykilþættir munu hafa
áhrif á heimsmarkaðsviðskipti
með svína- og alifuglalkjöt á kom-
andi árum:
Neytendur
Áframhaldandi fólksfjölgun í heim-
inum mun leiða til aukinnar eftir-
spumar eftir svína- og alifuglakjöti
og þá sérstaklega í Asíu þar sem
svínakjöt er mikilvægur hluti af
fæðu manna. Samkvæmt spám FAO
mun draga úr fólksfjölgun í heimin-
um í framtíðinni vegna minni frjó-
semi. Samt sem áður er gert ráð fyrir
að mannkyninu muni fjölga um 90
milljónir manns á ári næstu 5-10 ár-
in. Samfara þessu bendir allt til
áframhaldandi hagvaxtar í Asíu sem
mun ýta undir aukningu á neyslu á
mann. Austur-Evrópa er svæði sem
hefur alla burði til aukins hagvaxtar.
Þar var svínakjötsneysla ríkur þáttur
í neyslu en kröfur voru e.t.v. ekki
sambærilegar við kröfur neytenda í
Vestur-Evrópu. Án efa mun ný kyn-
slóð neytenda í Austur-Evrópu gera
sömu kröfur til gæða vörunnar, ör-
yggis hennar sem fæðu, þæginda í
meðhöndlun, velferð dýra o.þ.h. eins
og neytendur Vestur-Evrópu gera nú.
Öflun fóöurs
Framboð og kostnaður fóðurs eru
mikilvægir þættir í framleiðslu
svína- og alifuglakjöts. Fóðurmark-
aðurinn (jurtaprótein og fóðurkom)
er eins og gefur að skilja háður veð-
urfari en fyrir utan það eru líkur til
þess að þessi markaður muni halda
áfram að vera „órólegur" næstu ár.
Eftirspum eftir fóðri hefur aukist en
þrátt fyrir að framleiðslan hafi einn-
ig aukist er birgðasöfnun í heimin-
um í sögulegu lágmarki og litlar
birgðir leiða til hærra verðs. Aftur á
móti mun hátt verð stuðla að aukinni
framleiðslu til langs tíma litið bæði í
iðnríkjum og þróunarlöndum. Þessi
þróun ætti að leiða aftur til jafnvæg-
is á markaðinum.
Lagalegar hömlur
Óumflýjanlega mun athyglin beinast
í auknu mæli að því hvemig svína-
og alifuglakjöt er framleitt og þá
hvemig staðið er að málum eins og
velferð dýra og umhverfisvemd. í
Bandaríkjunum hafa þegar verið sett-
ar lagalegar takmarkanir á verk-
smiðjubúskap, strangar umhverfís-
reglugerðir og í sumum ríkjum hefur
verið sett bann við frekari þróun í átt
til fjöldaframleiðslu í svínarækt. í
ESB hefur reglugerðanetið verið að
þéttast og mun án efa þéttast enn,
skemmst er að minnast svínapestar-
innar sem gert hefur töluverðan usla
að undanfömu og vakið spumingar
um aðbúnað dýranna m.t.t. rýmis á
grip o.þ.h.
Samkeppni
Aðalega stendur samkeppnin á milli
ESB og USA á þessum mörkuðum
og mun svo verða næstu ár. USA
hefur getað boðið lægri verð vegna
greiðari aðgangs að ódým fóðri sem
og meiri afkastagetu í framleiðslu.
Lönd eins og Kína og Brasilía hafa
að undanfömu mjög sótt í sig veðrið
sem útflutningslönd sem mun leiða
til aukinnar samkeppni.
Sóknarfæri
Stærsti innflutningsmarkaður fyrir
svínakjöt er Japan en þessi markaður
missti nýlega sinn aðal birgi. Taiwan
sem fram til þess sá Japan fyrir 40%
af innflutningsþörfinni hefur þurft
að hætta öllum útflutning þangað
vegna gin- og klaufaveiki faraldurs
Framhald á bls. 384
10.-12. '97 - FREYR -417