Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1997, Síða 42

Freyr - 01.10.1997, Síða 42
Kyoto-ráðstefnan, skref á langri leið Framhcild afbls. 380 Það sem hér hefur verið rakið vekur margvísleg- ar hugrenningar. Fyrst má nefna að Kyoto-ráðstefn- an er hin þriðja af ráðstefnum SÞ um umhverfis- mál. Hin fyrsta var haldin í Stokkhólmi árið 1972. Fáar ef nokkrar aðgerðir komu í kjölfar hennar. Önnur var í Ríó de Janeiro árið 1992. Þar voru und- irritaðir tveir sáttmálar og tvær yfirlýsingar, (sjá Frey 15.-16. tbl. 1992, bls. 566-567). Ýmislegt fylgdi í kjölfar þeirrar ráðstefnu svo sem Verkefna- áætlun fyrir 21. öldina, Agenda 21, sem hrint hefur verið í framkvæmd í ýmsum löndum, einkum með staðbundnum aðgerðum, svokölluðum Lokal Ag- enda 21, og eru sum Norðurlandanna þar hvað fremst í flokki. Annar sáttmálanna frá Río-ráðstefnunni, um vemdun andrúmsloftsins, sem kvað á um að koma losun gróðurhúsalofttegunda niður á það sem hún var árið 1990, náði ekki fram að ganga, þannig að á Kyoto-ráðstefnunni var meginverkefnið að bæta þar úr og í raun samþykkja nýjan sáttmála sama efnis og frá Río. Hvort betur tekst til að þessu sinni er enn óljóst. Hins vegar er ljóst að árið 1997 var heitasta ár á jörðinni síðan skipulegar hitamælingar hófust, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Bretlands. Það sem hér hefur verið greint frá má túlka á ýmsa vegu. Það má taka þeim þannig að óþarfi sé að æðrast. Þekking okkar sé í molum og ekki gmndvöllur fyrir því að mála skrattann á vegginn. Fram hefur komið að kalsíum, sem berst með efna- veðmn til sjávar, bindi þar koltvísýring og myndi kalkstein, sem verði að seti á sjávarbotni. Þá er vitað að í náttúrunni hafa síðustu ármilljónina skipst á löng kuldaskeið og tiltölulega stutt hlýviðr- isskeið og að nú gæti farið að styttast í náttúrulegar veðurfarsbreytingar, þar sem yfirstandandi hlýviðr- isskeið tæki enda. A hinn bóginn halda fræðimenn um veðurfar því æ ákveðnar fram að maðurinn hafi með athöfnum sínum haft áhrif á veðurkerfi jarðar, einkum síðustu hálfa öld, og að áhrifin séu til hins verra. Hlýindi vegna gróðurhúsaáhrifa auki andstæður í veðurfari, úrkomu og flóð annars vegar og þurrka hins vegar, sem spilli fæðuöflun og þar með lífsskilyrðum jarð- arbúa. Þá megi vænta hækkaðrar sjávarstöðu og jafnvel að á norðanverðu Atlantshafi breyti Golf- straumurinn um stefnu og nái ekki til íslands og Noregs. Gegn þessu verður að vinna og því láti Sameinuðu þjóðimar málið til sín taka. Fylgi við þessar skoðanir fer vaxandi, en jafnframt er hverri þjóð ljóst að hún tapar efnahagslega á því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sinna (a.m.k. til skamms tíma) og vill því ógjaman taka á sig meiri kvaðir en aðrar þjóðir. Jafnframt em engin viðurlög enn sem komið er við því að óhlýðnast sáttmála í þessum efnum. Enn skal ítrekað að ótvíræðar niðurstöður liggja ekki fyrir um að lífsskilyrði á jörðinni séu á hraðri niðurleið. Hins vegar kemur upp í hugann hve ólikum augum hver einstaklingur lítur á persónu- lega hagsmuni sína og sinna nánustu, annars vegar, og hagsmuni sína sem aðili að stærra samfélagi, hins vegar. Sem einstaklingar leggja flestir sig fram um að tryggja hagsmuni sína og sinna til framtíðar, t.d. með kaupum á margs konar frjálsum trygging- um, auk skyldutrygginga sem þykja sjálfsagðar. Það þykir virðingarvert að búa í haginn fyrir fram- tíð sína og sinna. Þegar hins vegar kemur að hinum sameiginlega grundvelli undir tryggri framtíð sér fólk furðu lítið út fyrir skammtímahagsmuni sína, þá er lifað meira fyrir líðandi stund. A þessu eru ýmsar skýringar, m.a. sú að mikil hvatning er innibyggð í hagkerfi það, sem rikir í hinum vestræna heimi, að viðhalda og helst auka hvers kyns neyslu. Óskrifað kjörorð samtímans er að framleiða og nota. Fomar dyggðir að fara vel með og aga líf sitt á ekki upp á pallborð hjá fólki og það er fólkið sem velur sér leiðtoga sína og leggur þeim lífsreglumar. Það þarf ekki að kafa djúpt til að átta sig á að gróðurhúsaáhrif í lofthjúpnum em bein afleiðing af neyslukapphlaupinu og fæstum þykir nokkuð athugavert við það. Þó heyrast veikburða raddir, t.d. þegar jólaundirbúningurinn er í hámarki, að jólaboðskapurinn hverfi í kauptíðinni. Hætt er við að hvers kyns alþjóðlegir sáttmálar um að draga úr gróðurhúsaáhrifum megi sín lítils, meðan fólk er á valdi hagvaxtar- og neyslukapp- hlaupsins og gefur fomum dyggðum um hógværð og temprun langt nef og samfélagsleg hvatning til þess er vart merkjanleg. M.E. 418-FREYR- 10.-12. ‘97

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.