Freyr - 01.06.2004, Page 5
„Til þess, að vatn geti ekki
staðið á sléttunum, þurfa þær að
vera í ávölum teigum, með renn-
um eður ræsum á milli. Teigamir
skulu vera því hærri og mjórri,
sem jörðin er raklendari og liggur
lægra, og eptir því, sem héraðið
er rigníngasamara. Fyrir endun-
um á teigunum skulu og vera
rennur, eins og á milli þeirra.
Bæði þessar rennur og þær, sem
era á milli teiganna, eru til þess
að taka á móti vatninu, sem kem-
ur ofan af sjálfum teigunum, og
því, er að þeim kann að koma
annarstaðar frá. Meðal-teigs-
breidd mundi vera 4-5 faðmar, að
lengd 15-20 faðmar, en hæð 'A - 1
alin, það er að segja: teigurinn
skal vera þetta hærri í miðjunni
en í rennunum, sem eru í kríngum
hana. Rennumar skulu vera ával-
ar, eins og teigarnir, en ekki snar-
brattir, lítur þá öll sléttan út eins
og ávalar öldur í röð. Svo sem
þegar var sagt, verður stærð og
hæð teiganna að fara eptir lands-
lagi og veðráttufari. Sé jörðin
blautlend, og vatn renni af henni,
þá þarf að leggja lokræsi í renn-
umar milli teiganna”...
Rök Guðmundar fyrir aðferð-
inni vom þau að losna við yfír-
borðsvatnið af ræktunarlandinu.
„Vatnið er aðal-orsökin til þess,
að jörðin þýfíst eður verður ójöfn.
Menn sjá, að þar sem vatnið náir
að standa annaðhvort á eður í
jörðinni, þar kemur laut”, skrifar
hann, og ennfremur „Það þarf
nefnilega að slétta svo, að ekkert
vatn geti staðnæmzt á sléttunni ...
Sléttur þurfa því að hafa þá lögun,
að vatn geti hvorki staðið í þeim
né á”. Guðmundur bendir á að
þessi sléttunaraðferð sé seinvirk
með þeim verkfæmm og aðferð-
um sem þá tíðkuðust. Til sléttun-
arinnar þurfí hver bóndi að eiga
áhöld sem hann tilgreinir og lýsir:
„plógur, ristuspaði, ak-reka, pöm-
plógur, aurbrjótur og valti”.
Til þess að móta hinar ávölu
öldur, beðin, var nauðsynlegt að
flytja jarðveginn nokkuð til. Að
vissu marki mátti gera það með
plógnum eftir að grasrótin hafði
verið rist ofan af landinu með því
að „plægja það síðan um í teiga”.
Guðmundur mælti með tvíplæg-
ingu hið minnsta og skrifaði í
grein sinni: ...,,því optar, sem hver
teigur er plægður þannig, því
hærri og brattari verður hann, eins
og gefur að skilja ... Ein plægíng
nægir ekki til að gjöra teigana
nógu háfa og aflenda, eða til að
gefa þeim þá lögun, er þeir eiga að
hafa”. Að nokkurri vinnslu lok-
inni mátti síðan færa jarðveginn
til með ak-rekunni, áhaldi sem
síðar var þekkt undir nafninu
hestareka. Breidd beðanna virðist
hafa verið nokkuð mismunandi en
4 faðmar (um 7,5 m) sýnist hafa
verið algeng breidd.
Teigplæging sú sem Guðmund-
ur á Fitjum lýsti leiðir okkur að
skyldleika beðasléttnanna við
aldagamlar erlendar verkhefðir
við akuryrkju. Þannig hafa í Dan-
mörku fundist leifar akurbeða
(lang-agre) frá miðöldum sem
m.a. voru ætluð til þess að tryggja
afræslu yfirborðsvatns. Lang-akr-
amir vom 10-20 m breiðir og allt
að 500-600 m langir; þar í landi
hafa einnig fúndist dæmi akur-
kerfa með mun mjórri akurbeðum
(u.þ.b. 1 m). Hliðstæð dæmi em
frá fleiri Evrópulöndum, t.d. Sví-
þjóð og Englandi. Álitið er að
framanvert á miðöldum hafí það
að plægja akra upp í hryggi (8-12
m breið beð) verið útbreitt verk-
lag. Beðaform akranna varð til við
árlega plægingu þannig að með
plógnum var jarðveginum velt frá
hvorri hlið inn að miðju beðsins
(5) - í fljótu bragði séð með sama
hætti og Guðmundur Ólafsson
lýsti beðasléttugerðinni í grein
sinni.
Verkleg kennsla búnaðarskól-
anna íslensku snerist fyrstu árin
(1880-1905) ekki síst um jarð-
rækt. Þar mun nemendum m.a.
hafa verið kennt að búa til beða-
sléttur, og á skólajörðunum, t.d.
Hvanneyri, má enn sjá allglöggar
minjar um þær. Síðan beittu hinir
brautskráðu búfræðingar kunnátt-
unni heima í sínum sveitum og
verklagið breiddist út.
Hver sá sem slegið hefur gamla
beðasléttu með nútíma sláttuvél
kannast við að það er ekki
skemmtilegt verk: ýmist ristir
sláttuvélin í svörð niður eða skil-
ur eftir óslegna mön, að ógleymd-
um veltingi dráttarvélarinnar.
Skrifarann grunar að tilkoma
hestasláttuvéla hafí á sínum tíma
dregið úr vinsældum beðasléttn-
anna - að ekki hafí þótt eftirsókn-
arvert að slá beðasléttumar með
þeim heldur. Fór enda svo að
beðasléttugerðin lagðist að mestu
af á fyrstu tveimur áratugum 20.
aldarinnar.
Ef þú, ágæti lesandi, ræður yfír
landi þar sem enn má sjá leifar
gamalla beðasléttna skaltu halda
yfír þeim hlífískildi. Þær eru angi
af menningarlandslagi fyrri tiðar,
dæmi um nýja verkmenningu
sem kynnt var til þess að efla og
auðvelda fóðurframleiðslu bú-
anna sem var lífsnauðsyn til þess
að efla matbjörg þjóðarinnar
þannig að hún gæti losað um
vinnuafl til annarra starfa í verka-
skiptu samfélagi - brotist fram til
sjálfstæðis.
Hcimildir:
1. íslensk orðabók, 2002, bls. 101.
2. Þorvaldur Thoroddsen: Lýsing ís-
lands. III. 1919, bls. 106.
3. Fussell, G.E.,: The Farmers Tools.
1985, Bls. 66-67.
4. Guðmundur Ólafsson: Andvari, 1.
1874. Bls. 139-164.
5. Bjom, Cl., ofl.:, Det danske land-
brags historie. I. 1988. Bls. 280-
284.
Freyr 5/2004 - 5 |