Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 6
Tækni við hreinsun túna
Mynd 1. Ruddasláttuvél af gerðinni Kellfri.
Mynd 2. Drifbúnaðurinn er afar einfaldur.
Mynd 3. Undir vélinni eru fjórir diskar með hnífum á. Hníf-
arnir eru mun verklegri en hnífar í venjulegri diskasláttuvél.
Diskarnir eru þannig staðsettir að hnifaferillinn skarast
nokkuð milli diska.
INNGANGUR
Sumarið 2003 var spretta túna
með allra mesta móti. Fyrir vikið
stóðu margir bændur frammi fyrir
því að vera kornnir með nægan
heyforða strax að loknum fyrri
slætti. Endurvöxtur túna varð
mikill og jafnvel dæmi um að
menn hafi þurft að slá sumar
spildur ijórum sinnum. Þessar að-
stæður hafa vakið menn til um-
hugsunar um það með hvaða hætti
sé vænlegast að hreinsa endurvöxt
túna í þeim tilfellum þegar fóður-
birgðir eru nægar
Mörgum þykir of mikill kostnað-
opin svæði. Nokkrar slíkar vélar
hafa verið fluttar til landsins, m.a.
til þess að hreinsa bithaga gripa en
jafnframt hafa menn prófað að
nota vélamar til að hreinsa upp-
skeru af túnum undir haustið.
Síðla sumars 2003 var keypt
ruddasláttuvél af gerðinni Kellfri
að tilraunabúinu á Stóra-Armóti.
Innflytjandi hennar er Búvélar-
Bújöfur. Hér á eftir verður íjall-
að nánar um uppbyggingu þessa
tækis, hvernig það hefur verið
notað til þess að hreinsa tún og
árangur af notkun þess. Að til-
lögu innflytjanda verður þetta
tæki kallað ruddasláttuvél þar til
annað og betra heiti finnst.
(Mynd l).
ur fólginn í því að slá túnin og hirða
af þeim með hefðbundnum hætti
bara til þess að henda uppskerunni.
Þessi leið hefur þó þann kost að
verið er að nýta þær vélar sem til
em á búinu og uppskeruna má nýta
til uppgræðslu eða til safnhauga-
gerðar og bera í flög seinna meir.
Ef tún fara mjög loðin undir
vetur er hætta á því að sinan komi
í fóðrið árið eftir og spilli þar með
verkun og lystuguleika. Hversu
stórt þetta vandamál er fer eftir
því hversu mikil uppskera verður
eftir á túninu, tilhögun við slátt og
heyverkun og ekki síst eftir þeim
búpeningi sem er
ætlað að nýta fóðrið.
Erlendis em not-
aðar sérstakar sláttu-
vélar til að hreinsa
beitilönd með það
að leiðarljósi að
jafna gæði beitar-
innar og þar með
auka uppskeru
landsins. Einnig em
slíkar sláttuvélar
notaðar til að slá
vegkanta og snyrta
eftir
Unnstein Snorra Snorrason,
Bútæknideild
RALA
| 6 - Freyr 5/2004