Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2004, Page 8

Freyr - 01.06.2004, Page 8
Mynd 8. Óslegið tún hreinsað í ágúst. Hér verður talsvert mikið eftir af heyrudda. ■ ■ ■■: ■ ■:> v?- i? ■* < ■ xM -M r s.'vaT ’ ,,y ■--^ ■ */r 'í í ' •' ■fc = - ■ ■ i nf’.’ýtÁ,:. M V i ■ 1 ríalifí&.’ftz-' 1* v.V- ■v.A ■ r • • Mynd 9. Hér má sjá tún sem var ekki slegið og hreinsað um miðjan ágúst. Myndin er tekin mánuði eftir hreinsun. Tals- vert mikið er af heyrudda i sverði. vinnslubreidd sé 3,3 m. Við eðli- legar aðstæður er ökuhraði um 4 km/klst. Afköst tækisins eru því um 1,3 ha/klst. Tækið kostar 290.000 kr. og má gera ráð fyrir að árlegur kostnaður sé um 20% af nývirði tækisins eða 58.000 kr. Sé gert ráð fyrir því að tækið sé notað til að hreinsa um 30 ha, þá er árleg notkun um 23 klst. í notkun kostar tækið því 2.521 kr./klst eða 3.277 kr./ha. Ef við gefum okkur að túnið sem er hreinsað gefi af sér 15 rúll- ur/ha í fyrri slætti árið eftir að það er hreinsað, þarf kostnaður við hreinsun árið undan að reiknast inn í kostnað við iieyöflun og er þá í þessu tilviki 218 kr./rúllu. Niðurstaða Það er ljóst að bændur ættu ekki að kaupa þetta tæki gagngert með það í huga að hreinsa tún sem á að slá árið eftir. Sé upp- skera af seinni slætti vandamál er frekar spurning um það að menn endurskipuleggi gróffóðuröflun á búi sínu betur, leggi túnum sem ekki þarf að nota eða endurrækti tíðar. Hreinsun túna er ekki vandamál sem menn glima við á hverju ári og því ekki hægt að gera ráð fyrir að menn kaupi sér sérstakt tæki einungis til þess. Hins vegar er ruddasláttuvélin hentugt tæki til að hreinsa beitarland og því hægt að réttlæta kaupin með þvi að tækið hafí ákveðna notkun á hver- ju ári og að við bætist hreinsun túna þegar þörf er á. Þrátt fyrir það að tækið sjálft sé ekki dýrt er ekki verið að tala um mikla notkun á meðalbúi. Tækið hentar hins vegar afar vel i sam- eign, það er einfalt í notkun og notkun er lítið háð veðurfari. Reyndar er verra að slá í mikilli rigningu vegna þess að til þess þarf meira afl. Ekki er annað að sjá en að það tæki sem skoðað var sé sterklega byggt. Tækið er einfalt að upp- byggingu og því er daglegt við- hald auðvelt. Tækið hentar vel til þess að hreinsa lágvaxið og lítt trénað gras en siður gróft gras á túnum sem ætlunin er að verði slegin eða beitt siðar. Molar Danmörk laðar að SÉR ERLENT VINNUAFL Vaxandi fjöldi Pólverja og fólks frá Eystrasaltslöndunum streym- ir nú til Danmerku í atvinnuleit. Flestir leita fyrir sér um vinnu I dönskum landbúnaði, þ.m.t. garðyrkju. Flestir þeirra fá vinnu timabundið á annatímum í bú- skapnum, svo sem við upp- skerustörf. Formaður Samtaka danskra bænda, Peter Gæ- melke, telur eðlilegt að þetta gerist í kjölfar fjölgunar aðildar- rikja ESB. (Bondebladet nr. 24/2004). Sláturhús á hjólum Sláturhús á hjólum eiga að auka hagkvæmni í hreindýrabú- skap í Finnmörk í Noregi. Ákveðið er að veita 5 millj. n.kr, (rúmlega 50 millj. ísl. kr.) til að koma á fót sláturaðstöðu sem unnt er að flytja á milli staða. Að sögn Johans Ingvalds Hætta aðstoðar hreindýraeftir- litsmanns hefur aðstaða til slátrunar hreindýra verið ófull- nægjandi I fylkinu og því á að koma upp tveimur slíkum slát- urhúsum á hjólum. (Bondebladet nr. 24/2004). | 8 - Freyr 5/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.