Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 9
Mengun jarðvegs og for-
varnir
Þungir málmar
Inngangur
Islendingar búa enn við þau for-
réttindi að efnamengun í umhverf-
inu er lítil þegar á heildina er litið.
Þetta á einnig við um jarðveg og
það er gott að búa við skilyrði þar
sem ekki þarf að hafa áhyggjur af
að mengandi efiri berist í fóður og
matvæli eða að menguð mold eða
ryk berist beint í líkamann. Á þessu
kunna þó að vera undantekningar.
Fyrirbyggjandi jarðvegsvemd,
sem er ríkjandi hugsunarháttur
víða um hinn vestræna heim, hef-
ur áður verið kynnt og sýnt fram á
að setja má mörk um gæði jarð-
vegs til að stuðla að varðveislu
besta ræktunarlandsins og einnig
mörk til að vinna eftir varðandi
forvamir í sambandi við þjöppun
og rof ræktunarlands (7 og 8). I
þessari grein verður haldið áfram
og rætt um mörk sem miða má
við í sambandi við þunga málma.
Hér á landi hefúr verið könnuð
mengun vegna sýkla og nítrats í
jarðvegi, sem hvom tveggja getur
borist í drykkjarvatn og verið
skaðlegt heilsu manna og dýra
(7). I jarðvegi em þungir málmar
og þrávirk lífræn efni ekki síður
varasöm enda má segja að ekki sé
hægt að bæta úr þeim skaða sem
þessir efnaflokkar geta valdið.
Hér verður þó eingöngu fjallað
um þunga málma.
Hvað er skaðlegt efni?
Efni em skaðleg þegar þau hafa
neikvæð áhrif á lífríki, vöxt,
þroska eða þrif og heilsu gróðurs,
manna og dýra. Lífverur þola
mjög mikið svigrúm í magni aðal
næringarefnanna en kjörmagn
snefilefna er á mjög þröngu bili.
Ef of lítið er af þeim kemur fram
skortur en þar sem of mikið er af
þeim fara þau að hafa eitrandi
áhrif (1. mynd).
Mörg fmmefni og efnasambönd
hafa ekkert þekkt líffræðilegt
gildi. Þessi efni eru skaðlaus í litlu
magni en að því kemur að þau
hafa skaðleg áhrif. Margir þungir
málmar falla undir þennan flokk.
Leiðir skaðlegra
EFNI ÚR JARÐVEGI
Skaðleg efni geta borist eftir
mörgum mismunandi leiðum í
gróður, dýr og í mannfólkið (2.
mynd). Þess vegna er erfitt að
setja reglur um einföld mörk til að
vinna eftir.
Oft koma fyrstu áhrifin fram á
lífverurnar í jarðveginum sjálfum.
Breytingar á jarðvegslífi má því
að vissu marki nota til að vakta
gæði jarðvegsins. Plöntur taka hin
skaðlegu efni upp og þá er mis-
jafnt hvort þau dreifíst jafnt í
plöntunni eða hvort þau safnist
fyrir í rót, stöngli, fræi eða ávexti.
Þannig er t.d. að jafnaði meira
Snefil Aðal Skaðleg
Magn efnis í jarðvegi
• Aðal næringarefni (t.d. köfnunarefni, fosfór og kalí) í jarövegi hafa jákvæö áhrif
aö einhverju hámarki sem helst lengi þó viö sé bætt. Aukist magn þeirra um of
fara þau aö hafa neikvæö áhrif.
• Snefilefni (t.d. kopar, sínk) eru þess eölis aö lítiö eöa mjög lítið magn þarf. Magn
þeirra er i hámarki á mjóu bili en fer síöan aö hafa neikvæð áhrif, verða skaðleg.
• Skaðleg efni (t.d. þungu málmarnir blý, kadmium og kvikasilfur) eru þau sem
hafa ekkert þekkt líffræðilegt gildi. Upp aö ákveönu marki eru þau skaðlaus en
fari magn þeirra þar yfir þá fara þau að hafa neikvæö áhrif
1. mynd. Áhrif vaxandi magns næringarefna og skaðlegra efna í jarðvegi (6).
Freyr 5/2004 - 9 |