Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Síða 10

Freyr - 01.06.2004, Síða 10
1. Jarövegur - 2. Jarövegur - 3. Jarövegur ■ 4. Jarðvegur ■ 5. Jarövegur ■ lifverur jarðvegs, plöntur- yfirborösvatn, sigvatn — -dýr maöur andrúmsloft dýr og menn jarðvegur grunnvatn—►drykkjarvatn plöntur, dýr og menn vatn, plöntur dýr og menn Leiöir skaölegra efna frá jarðvegi aö plöntum, dýrum og mannfólki eru margar: • Skaðleg efni hafa áhrif á jarðvegslif, plöntur taka þau upp og þau berast með uppskeru i dýr og með fæðu í menn. • Skaöleg efni jarðvegs geta bæði skolast í gegn og i grunnvatn eða borist með yfirborösvatni í drykkjarvatn. • Sum efni geta gufað upp eða borist með ryki i lifrikið. • Nokkuð af jarðvegi berst meö óhreinindum í fóður en getur einnig borist beint i mannfólkiö. • Þar sem mengaður jarðvegur er færður til mengar hann nýtt svæði. 2. mynd. Leið skaðlegra efna úr jarðvegi í plöntur, dýr og menn (6). kadmíum í blöðum en í stönglum, ávöxtum og komi. Það er einnig að jafnaði lítið kadmíum í káli og kartöflum en meira t.d. í selleríi og salati og meira í hveitikomi en í byggi (6). Skaðleg efni geta skolast í gegnum jarðveginn og borist í gmnnvatn og síðan í drykkjar- vatn. Það á sérstaklega við um mjög auðleyst efni eins og nítrat. Stór hluti hinna skaðlegu efna binst hins vegar fast í jarðvegi og þá gjaman við yfirborð. Þá er meiri hætta á að þau berist með gmggugu yfirborðsvatni í skurði eða læki og síðan í ár og vötn. Rokgjöm lífræn efni, eins og bensín, olíur og ýmis hreinsiefni, gufa upp en torleyst efni geta einnig borist í andrúmsloftið í ryki og með því í öndunarfæri og í næringarkeðjur. Skaðleg efni geta borist beint með jarðvegi í menn og skepnur. I fóður, sérstaklega í hey, berst eilít- ið af jarðvegi og það síðan í skepnumar. Ef skaðlegt efni hefur safnast fyrir á eða við yfírborð getur þetta skipt vemlegu máli. Á leikvöllum berst jarðvegur beint í böm sem þar era að leik, heilbrigð böm láta jarðveg og sand upp í sig, og því þurfa mjög strangar reglur að gilda um leikvelli og íþróttasvæði bama og unglinga. Mengaður jarðvegur, sem færð- ur er til, mengar með því nýtt landsvæði og því ber er að jafnaði að forðast slíkt. Forvarnir Þar sem erfitt er að eiga við mengaðan jarðveg og mengunin getur takmarkað nýtingu til mjög langs tima er afar mikilvægt að forðast hana, einkum mengun af þungum málmum og þrávirkum líífænum efnum. Þungir málmar eru livarvetna til í umhverfmu. Áhrif á vistkerfí og hvernig málmar berast í fæðukeðjur eru margbreytileg og það er ekki auð- velt að setja ákveðin mörk til við- miðunar. Það hefur þó verð gert í mörgum löndum og lög og reglu- gerðir settar til að fylgja þeim eft- ir. Oft eru tvö eða þrjú mörk sett. Lægstu mörkin era svokölluð for- vamargildi sem stefnt er að að ekki sé farið yfir. Síðan koma að- gerðagildi en fari magn í jarðvegi yfir þau er sérstakra aðgerða kraf- ist. Hér verða forvarnargildi þýsku jarðvegsvemdarlaganna notuð, en svipaðar nálganir era einnig í gildi t.d. í Hollandi og Sviss. Umræða um aðgerðagildi og aðgerðir bíða betri tíma. Þungir málmar Þungir málmar era alls staðar til í náttúrunni í litlu magni. Við sér- stakar jarðmyndanir geta þeir safnast upp og myndað námur sem hægt er að vinna þá úr. Yms- ir þungir málmar hafa verið not- aðir í aldaraðir og mengun og sjúkdómar af þeirra völdum, t.d. af blýi, er ekki nýtt fyrirbæri. Mengun er mest í kringum námu- svæði og iðnaðarsvæði en jafn- framt víða þar sem úrgangi hefur verið dreift. Á landbúnaðarland berast þungir málmar eftir ýmsum leiðum. Sem aukaefni, eins og kadmíum í fosfóráburði, vegna sérstakra nota eins og blý í raf- geymum eða í skotum, þeim er bætt í fóður, eins og kopar í svína- fóður, og erlendis hafa sambönd með þungum málmum (kopar) verið notuð sem plöntulyf og kop- arinn safnast upp í jarðvegi. Blý (Pb) Meðalmagn blýs í baslalti er gefið upp sem 4 mg/kg (6) eða innan við 5 mg/kg á Islandi (5). Þetta er lágt miðað við meðaltal í jarðskorpunni sem er I5 mg/kg og margar bergtegundir era með 20 - 30 mg Pb/kg. Blýmagn í íslenskum jarðvegi er lítið þekkt en virðist vera held- ur hærri en í berginu (3. tafla og heimild 4). Þetta er eðlilegt þar sem blý binst mjög fast í jarðvegi og því getur hlutfallsleg aukning orðið við það að önnur efni skolist í burtu. Forvamargildin era mun hærri en magn í íslenskum jarðvegi og 110 - Freyr 5/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.