Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2004, Page 12

Freyr - 01.06.2004, Page 12
3. tafla. Kadmíum (Cd) í efstu 10 cm jarðvegs túna á Suðurlandi, á Norðurlandi og úrtilraunum með vaxandi skammta af fosfór á Sámsstöðum og á Geitasandi. (1). Staður Cd mg/kg 0 -10 cm dýpt Tún sunnanlands lægstu gildi 0,25 hæstu gildi 0,46 Tún norðanlands lægstu gildi 0,12 hæstu gildi 0,28 Tilraunir með fosfóráburð mýrartún 0 P 0,30 mýrartún 39,3 kg P/ha 0,62 sandtún 0 P 0,23 sandtún 39,3 kg P/ha 0,41 sér, þ.e. er með minni rúmþyngd, og þar af leiðandi þarf minna til að hækka magn hlutfallslega séð. Einnig er mögulegt að það sé fastar bundið í mýrinni og minna tekið upp en á sandjarðvegi eins og greiningar á grasi benda til (2). Tún víða um land eru flest á bili sem benda ekki til mikillar hækk- unar. Niðurstöður á greiningum úr tilraun 19-54 á Skriðuklaustri (4) (4. tafla) sýna að í jarðvegi með hátt sýrustig safnast Cd fyrir í efstu sentimetrum jarðvegsins en þar sem jarðvegurinn er súr hefur það færst neðar. Þetta sýnir jafnframt að kadmíum er ekki mjög fast bundið og kemur í lausn þegar jarðvegurinn verður súrari (pH lækkar). Þá er það hreyfanlegt og einnig tekið upp af gróðri. Magn kadmíums í ábom- um reitum er rétt um eða aðeins yfir þýskum forvarnargildum, einnig yfir öðrum evrópskum for- vamargildum. Það ber því að ráð- leggja að forðast áburð með Cd á þessa reiti. í þessu sambandi er rétt að benda á úr hvaða dýpt sýnin voru tekin. Bjami Helgason tók sýnin úr 0-10 cm dýpt en á Skriðu- klaustri vom þau tekin úr 0 - 5 og 5 - 10 cm dýpt en meðaltal efstu 10 sentimetranna mundi gefa sambærilega stærðir og Bjarni fékk úr túnum og tilraunareitum. Þetta sýnir hversu miklu sýnatak- an skiptir og vekur spumingu um hvemig beri að túlka niðurstöður. A túni, sem ekki eða mjög sjaldan er í endurrækt, em efstu 5 cm e.t.v. skynsamleg dýpt bæði hvað varðar áhrif á jarðvegslíf, upptöku gróðurs og moldarmengunar í fóðrinu. A akurlendi er sýnataka úr efstu 10 cm jarðvegsins hins vegar skynsamlegri. Kadmíum í fosfóráburði skilar sér í uppskem (10) en mismun- andi eftir því á hvemig landi er um að ræða. A mýrartúnum er aukning í upptöku með auknum fosfóráburði minni en á sandi. A sandinum varð hún allt að fjómm sinnum meiri þar sem mikill fos- fór var borinn á heldur en á reitum án fosfóráburðar. Greiningar á jarðvegi vom ekki gerðar en ætla má að í mýrarjarðveginum hafí kadmíum bundist fast við lífræn efni og við jám- og mangansam- bönd. í sandjarðvegi er lítið bæði af lífrænum efnum, leir og jám- og mangansamböndum og bind- ing því minni og meiri upptaka. Kopar Cu I basalti er meðalmagn kopars 90 mg/kg (6), í íslensku bergi ívið hærra eða 100 - 115 mg/kg (5). Basalt er því koparríkt en meðal- magn í jarðskorpunni er 35 mg/kg. Gera má ráð fyrir að all- mikið af kopamum sé fast bund- inn í steinefnahluta jarðvegsins en annars binst hann fast í lífrænum efnum en einnig í jám- og mang- ansamböndum. I plöntum ætti Cu magn ekki að vera innan við 1,5 mg/kg í komi en 2 - 5 mg/kg í öðrum plöntum. Skaðleg áhif á plöntur, blettir á blöðum, fara að koma fram fari koparinn yfir ca 20 - 35 mg/kg. I íslensku grasi hefur Cu magn mælst um 4 mg/kg að meðaltal- i en minnst 1,3- 1,5 mg/kg þann- ig að svo virðist sem að það skor- ti frekar kopar en að of mikið sé af honum. Kopar er notaður í rafleiðslur og í ýmsur málmblöndur. Mengun er því yfírleitt staðbundin, en skólp og seyra geta einnig verið með mikið af kopar. I landbúnaði berst kopar i jarðveg með plöntu- lyfjum og með svínaskít þar sem kopar hefur verið bætt í fóður. Þar getur kopareitrun komið fram í gróðri. Sauðfé er viðkvæmt gagn- vart of miklum kopar á sama tima og kopareitrun í mannfólki mun vera sjaldgæf (6). Þar sem íslenskt berg er kopar- ríkt er koparmagn í íslenskum jarðvegi yfir forvamargildum ná- grannaþjóða okkar. Þessi mikli kopar skilar sér ekki í gróður (2) og því er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af hinum náttúrlega kop- ar. Það er hins vegar ástæða til að fylgjast vel með öllum viðbótum því að þar sem mikið er fyrir get- ur viðbót hugsanlega skilað sér vel áfram með auknu magni í 112 - Freyr 5/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.