Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2004, Page 14

Freyr - 01.06.2004, Page 14
séu 2000 - 2500 tonn jarðvegs á hektara. I tilrauninni á Skriðuklaustri (4) voru hins vegar aðeins um 600 tonn/ha í efstu 10 cm jarðvegsins og um 250 tonn/ha í efstu 5 cm jarð- vegsins. En því minna magn af jarðvegi, sem tekur við ákveð- inni efnagjöf, þeim mun meiri er hlutfallsleg aukning. * Ef t.d. 360 g kopar berast á hektara árlega (hámark sam- kvæmt þýskum reglugerðum) þá mundi Cu aukast um 0,18 mg/kg í 2000 tonnum jarðvegs (evrópst akurlendi); 0,6 mg/kg aukning í 600 tonnum jarðvegs (efstu 10 cm jarðvegs tilraunar á Skriðuklaustri) og 1,4 mg/kg aukning í efstu 5 cm jarðvegs tilraunarinnar á Skriðuklaustri en það er meðalþétt tún. Af þessu sést að einfalt svar við því hvemig beri að túlka eða yfir- færa viðmiðanir frá Evrópulönd- um er vart til. Það fer eftir aðstæð- um og nýtingu, eftir efni og eftir því hvaða leið hið skaðlega efni berst eða getur borist í lífríki eða fæðukeðjur. Umræður Island er menningar- og iðnað- arland eins og nágrannaþjóðir okkar, efni berast í umhverfi með áburði, ryki, vatni og þar sem úr- gangi er komið fyrir og okkur ber að vera á varðbergi ekki síður en þær. Hér em kynnt þýsk forvamar- gildi fyrir nokkra þunga málma og þau notuð til að meta íslenskan jarðveg. Hvort þessi gildi eigi við á Islandi er ekki hægt að svara að sinni, til þess liggja ekki fyrir nægar upplýsingar. Það er hins vegar hægt að hafa þessi gildi til hliðsjónar og forðast að fara yfir þau þar til aðrar niðurstöður sýna að þess sé e.t.v. ekki þörf eða að strangari reglur séu æskilegar. Engar athuganir hafa verið gerðar á auðleystum skaðlegum efnum í íslenskum jarðvegi og sambandi auðleystra efna og upp- töku. Slíkar athuganir mundu vera gmnnur fyrir nákvæmari grein- ingu og til að segja til um aðgerð- ir. Slíkra greininga er í seinasta lagi þörf þegar magn einhverra þungra málma er komið vel yfir forvamargildi og orðið vemlega hærri en magnið er frá náttúmnn- ar hendi. Akveðin mörk, eins og hér eru kynnt, eru nauðsynleg til að hlut- aðeigandi hafi viðmið og geti metið niðurstöður. Slík viðmið eru einnig mikilvæg í gæðastýr- ingu, umhverfisvöktun og stefnu- mótum um sjálfbæra landnýt- ingu. Það, sem landnotendur geta haft til hliðsjónar og ættu ætíð að stefna að, er að forðast að dreifa skaðlegum efnum á landið hvort sem það er með lífrænum eða til- búnum áburði, með áveitum eða á einhvem annan hátt. Heimildir Bjami Helgason 2001. Kadmíum í jarðvegi á Islandi. Ráðunautafundur 2001,299-302. Bjöm Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson 1980. Þungmálmar í ís- lensku grasi. Isl. landbúnaðarrann- sóknir 12,1, 3-10. Ewa Panek and Beata Kepinska 2002. Trace metal (Cd, Cu, Pb, Zn) and sulphur content in soils and selected plant species of Iceland. A pi- lot study. Búvísindi 15, 3-9. Guðni Þorvaldsson, Hólmgeir Bjömsson og Þorsteinn Guðmunds- son 2003. Langtímaáhrif mismunandi nituráburðar á uppskem og jarðveg. Tilraun 19-54 á Skriðuklaustri. Fjölrit Rala nr. 212, 80 bls. Kristján Geirsson 1994. Náttúm- legar viðmiðanir á styrk þungra málma í íslensku umhverfi. Skýrsla fyrir Siglingamálastofhun og Reykja- víkurhöfn. 25 bls. Schefffer/Schachtschabel 2002. Le- hrbuch der Bodenkunde. 15. Auflage. Spektrum Akademischer Verlag GmbH, Berlin. 593 bls. Starfshópur um meðferð úrgangs frá landbúnaði 2002. Starfsreglur um góða búskaparhætti. Heimasíða Um- hverfisstofnunar skoðuð í mars 2004 http://www.ust.is/media/fraedslu- efni/buskaparhaettir.pdf Þorsteinn Guðmundsson 2003. Flokkun jarðvegs með tilliti til land- notkunar. Ráðunautafúndur 2003, 17- 23. Þorsteinn Guðmundsson 2003. Náttúmauðlindin jarðvegur. 1. Hlut- verk jarðvegs og jarðvegsvemd og II Ræktunarlandið. Freyr 99-8 bls 14- 21. Þorsteinn Þorsteinsson og Friðrik Pálmason 1984. Kadmíum í íslensku umhverfi. Isl. landbúnaðarrannsóknir 16,1-2, 16-20. Molar Notkun hormóna í SVÍNARÆKT í BANDA- RÍKJUNUM GAGNRÝND Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður í Bandaríkjun- um, hefur lagt fram tillögu í þing- inu um að banna notkun hor- móna og annarra vaxtaraukandi efna í bandarískri svínarækt. Skýrsla frá bandarískri eftirlits- stofnun, U. S. General Account- ing Office, leggst á sömu sveif en niðurstaða hennar er á þá leið að útbreidd notkun á hor- mónum í bandarískum landbún- aði skapi “óviðunandi” áhættu fyrir heilbrigði bandarísku þjóð- arinnar. (Landbrugsavisen nr. 23/2004). 114 - Freyr 5/2004

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.