Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 15

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 15
Sérstaða y. Samandregið yfirlit Islenskir nautgripir eru komnir frá Noregi. Sam- kvæmt skyldleika íslenskra og norskra kúa komu þær hing- að um 890. Ársnytin var áætluð 1100 kg frá 1150 til 1550, 1000 kg 1650, rúm 2000 kg um 1900 og 5000 kg árið 2000. Mjólkin er holl og góð í vinnslu. Islensk- ar kýr eru marglitar. Islenskir hestar komu frá Noregi. Þeir eru mikið skyldir norðurnorsk- um hestum og Hjaltlandshest- um og allnokkuð skyldir mong- ólskum hestum sem hafa bæði skeið og tölt. Þeir hafa flmm gangtegundir og 15 aðalliti. Is- lenskt sauðfé er komið frá Nor- egi. Kleifafé er komið út af inn- fluttu Cheviot fé á 18. og 19. öld. Innfluttir sjúkdómar hafa oft valdið stórtjóni. Tvö stór- virk gen auka frjósemi í sauðfé. Lömb undan hrútnum Stramma á Hesti sýndu mjög há frávik í fituþykkt á síðu (-14,6%) og flatarmáli bak- vöðva (+13,2%). Þetta gæti staf- að af einum stórvirkum erfða- vísi. Forystufé leiðir fjárhóp þangað sem hann á að fara. Það er óþekkt í heiminum nema hér. íslenskar geitur koma frá Nor- egi. Þær hafa alltaf verið fáar í landi. Þær mjólkuðu allvel áð- ur, en ganga nú með kið. Þær hafa mikið og fínt þel í feldin- um. íslenskir hundar voru áður af fleiri en einni gerð. Fjár- hundar fyrrum voru líklega með upprétt eyru og hringaða rófu. Þeir eru skyldir norræn- um hundum samkvæmt blóð- tlokkum og líklega komnir frá Noregi um landnám. Rófulaus- ir dverghundar á 18. öld dóu út. íslenskir kettir hafa komið íslenskra hingað um landnám. Þeir eru vafalítið komnir frá Noregi. Kettir í Boston og New York eru mjög líkir íslenskum kött- um í litatíðni. Þeir munu hafa komið frá íslandi til Vínlands við landnám þar og lagst út þegar landnáminu Iauk, en haldið völdum á svæðinu við komu Evrópubúa um 1500. Is- lensk hœnsni hafa komið hing- að um landnám. Vefjaflokkar úr gömlum íslenskum hænsna- stofni sýna nokkur líkindi með gömlum hænsnastofni í Nor- egi. Islenskar hagamýs hafa komið hingað um landnám. Þær lifa úti í náttúrunni á sumrin en lifðu að verulegu leyti í híbýlum manna á vet- urna áður fyrr. Þær hafa kom- ið til landsins frá Noregi, eftir einkennum á höfuðkúpum að dæma. Búfé Nautgripir Uppruni Nautgripir komu hingað til lands um landnám. Þeir hafa frá öndverðu komið austan frá Rúss- landi norðanverðu og flust þaðan til norðurhéraða Finnlands, Sví- húsdýra eftir dr. Stefán Aðalsteinsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Norræna genabankans fyrir búfé þjóðar og Noregs, fyrir norðan Helsingjabotn. íslenskar kýr í dag eru skyldastar norskum kúastofni sem heitir hryggjóttar Þrænda- og Norðurlandskýr.1 Skyldleikinn er það mikill að reiknað er með að árið 1995 séu aðeins liðnir 221 ættliðir frá því að íslenskar kýr skildust frá Þrændakúm. Einn ætt- liður eða eitt ættliðabil mælir ald- ur foreldra þegar þau afkvæmi fæðast sem eiga að taka við af for- eldrunum. Ef við miðum nútímann við árið 1995 og reiknum með að ættliða- bil nautgripa ffá landnámi og ffam á nútíma hafi að meðaltali verið 5 ár, þá ættu norskar Þrændakýr að hafa komið til Islands nálægt árinu 890. Landnám er talið hefjast á ís- landi árið 870 og að því hafi verið lokið árið 930.2 1. mynd. Ættliðafjarlægð íslenskra kúa frá norrænum (Hver ættliður er áætlaður um það bil 5 ár) Freyr 5/2004 - 15 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.