Freyr - 01.06.2004, Qupperneq 18
til beta- og kappa-kaseíngerða í
mjólk.
Eins og fram kemur í töflunni
hér að ofan bera íslensku kýrnar
af, að því er varðar hagstæða sam-
setningu mjólkur. Erfðavísar, sem
framleiða ákveðin eftirsótt prótín í
mjólk, eru miklu algengari í ís-
lenskum kúm en í erlendum. Þetta
heíúr áhrif á hvort tveggja, betri
mjólk vegna heilbrigðis og betri
mjólk vegna ostagerðar.5
Séu teknar arfgerðimar betaka-
seín A1A2 og A2A2 og kappaka-
seín AB og BB þar sem þær koma
tyrir saman (feitletrað í töflu) þá
em 84% af íslenskum kúm með
þessar arfgerðir. Til samanburðar
eru fmnskar Ayrshire kýr, rauðar
sænskar og amerískar Holstein kýr
með minna en 20% af þessum arf-
gerðum að meðaltali.
Kúalitir
Litir á íslenskum kúm era ijöl-
breyttari en í flestum öðram kúa-
kynjum. Veldur þar mestu að Is-
lendingar hafa aldrei aðhyllst þá
stefnu í bútjárrækt að rækta kúa-
kyn sín öll með einum eða fáum
litum. Hér hafa menn haft auga
fyrir fjölbreyttum litum og kálfar
af sérstæðum litum hafa oft feng-
ið að lifa litarins vegna.
I íslenskum nautgripum era til
sex aðallitir. Þeir era svart, kolótt,
rautt, bröndótt, sægrátt og grátt. í
þessum gripum era tvö grannlitar-
efni, annað svart en hitt rautt. Allir
litir eru afleiðing þessara litarefna,
ýmist sem hreinir litir, samsetning
lita eða myndbreyting þeirra.
Svartur litur í nautgripum getur
verið ýmist ríkjandi eða víkjandi.
Sé hann ríkjandi, ríkir hann yfir
bæði kolóttu og bröndóttu. Þegar
hann er víkjandi leyfir hann kol-
óttum lit að koma fram og brön-
dótti erfðavísirinn fær þá að sýna
sig, ef hann er fyrir hendi, og
breytir kolóttu í bröndótt.6
I nautgripum era til tvær gerðir
af litamynstrum, annað kolótt en
hitt svart (ekkert mynstur). Þessi
litamynstur koma eingöngu fyrir í
víkjandi svörtum kúm.
I íslenskum kúm era auk þess til
tvær gerðir af tvílit. Önnur gerðin
er blanda af lit og hvítum skellum
á skrokk. LFndir þessa gerð fellur
skjöldótt, sem er víkjandi fyrir
einlitu.
I hinum tvílitnum eru þrjár
gerðir, allar ríkjandi yfir einlitu.
Fyrsta gerðin er með hvítan lit á
haus (húfótt, hjálmótt), önnur
gerðin með hvítt eftir hrygg og
niður á síður (hryggjótt), og sú
þriðja með hvítan skrokk en dökk
eyru og granir (grönótt).7
Nautgripir, sem hvorki eru með
víkjandi eða ríkjandi tvílit, era
með erfðavísi fyrir einlitu sem
ríkir yfir skjöldóttu en víkur fyrir
húfóttu/hjálmóttu, hryggjóttu og
grönóttu.
Islenskar kýr era fremur smá-
vaxnar miðað við helstu mjólkur-
kúakyn heimsins. Þær mjólka þó
vel miðað við stærð og mjólk
þeirra hefur góða samsetningu,
bæði að því er varðar vinnslueig-
inleika og hollustu eins og að
framan er getið.
Hestar
Uppruni
Hesturinn kom hingað frá Noregi
með landnámsmönnum um 870.
Hann er rnikið skyldur Hjaltlands-
hestinum og Nordland/Lyngen
hestinum í Norður-Noregi. Auk
þess er hann allmikið skyldur
mongólska hestinum. I þeinr hesti
finnst skeið, sem á mongólsku er
kallað dshoroo (frb. dsjoró) og
ákveðin gerð af tölti (saivar á
mongólsku).8 Islenski hesturinn er
síðan einnig nokkuð skyldur norsk-
um Fjarðahesti, norskum brokkara
og Dalahesti. Hann er hins vegar
lítið skyldur bresku kynjunum
Thoroughbred (enska veðhlaupa-
hestinum) og Standardbred.9
Það er þekkt að Norðmenn
lögðu Hjaltlandseyjar undir sig ná-
lægt árinu 800 og fluttu þangað
með sér bæði hross og sauðfé. Þeir
Hestalitir
118 - Freyr 5/2004