Freyr - 01.06.2004, Qupperneq 24
Komi kollóttur erfðavísir fyrir í
ferhymdri kind verður höfuðlagið
á henni óeðlilegt. Afturhlutinn á
höfuðkúpunni hækkar og lengist
aftur á við. Oft er skarð í augna-
loki á ferhymdu fé.
Ferhymt fé tekur mikið pláss á
garða, og ferhymt hrútlömb eiga
erfitt með að ná til sin rnjólk þeg-
ar líður á sumar, því homin á
lambinu rekast upp í kviðinn á
móðurinni áður en lambið er búið
að ná spenanum.
3. Kollótt fé af Kleifastofni
Til em tvær gerðir af kollóttu fé.
I annarri gerðinni era gimbrar að
hausti nauðakollóttar eða band-
kollóttar eins og stundum er sagt.
Þá fínnast engin merki um örður á
hornastæðunum. Þessari gerð í
gimbrum fylgir að hrútlömb að
hausti eru yfirleitt örðótt. Þá fínn-
ast örður í homastæðunum, stund-
um rótfastar á beini, en oft aðeins
með festu í skinni á haustlömbum.
Þessi tegund af kollóttu mun stafa
frá Cheviot fé sem kom til Breiða-
Ijarðar á 18. og 19. öld og dreifð-
ist síðan um Vestfirði. Ut af því fé
kom stofninn sem kenndur var
við Kleifar í Gilsfirði.
4. Kollótt fé af eldri stofni
I annarri og eldri gerð af koll-
óttu er um að ræða fé sem er í dag-
legu tali nefnt kollótt, en er í raun
hnýflótt. I þessari gerð eru gimbr-
ar oftast smáhnýflóttar lambs-
haustið, en lambhrútar geta þá
verið smáhnýflóttir, stórhnýflóttir
eða sívalhyrndir.
Ær með þessa gerð af homum
era oft með langa en granna hnýfla
en stundum svo svera að hægt er
að brennimerkja á þá. A hrútum
með hliðstæða hnýflagerð eru
hnýflarnir misstórir. Stundum era
hrútamir þá sagðir stórhnýflóttir,
en við stærstu gerð verða þeir sí-
valhyrndir. Þessi homagerð er
eldri en hjá Cheviot fénu og er lík-
lega komin til Islands um landnám
Þokugemd og Lóugenið
I íslensku fé er til sérstakur
erfðavísir fyrir óvenjulegri frjó-
semi sem kallast Þokugenið. Ær
með þennan erfðavísi eru oft þrí-
lembdar og geta eignast allt að því
sex lömb í einum burði.
Erfðavísis þessa varð fyrst vart í
Austur-Skaftafellssýslu og var
hægt að rekja hann til formóður
sem var grá að lit og hét Þoka.
Erfðavísi þessum hefur verið
dreift allvíða um landið með sæð-
ingum. Hann hefur aukið meðal-
frjósemi áa verulega þar sem hann
hefur komið inn í fjárstofna þar
sem hann var ekki til áður.22
Nú er komið fram nýtt frjósem-
isgen sem veldur svipaðri auka-
frjósemi og Þokugenið. Þetta gen
hefúr verið kallað Lóugenið eftir
ánni sem lengst er hægt að rekja
þetta gen til, en hún hét Lóa.23
Vöðvi og fita í lambaskrokkum
á Hesti haustið 1984
Hrúturinn Strammi á Hesti gaf
lömb með óvenju mikinn vöðva
og óvenju litla fítu á skrokk, eins
og sést i 2. töflu.24
Afkvæmi Stramma bera af af-
kvæmum annarra hrúta. Þau eru
með áberandi meiri vöðva í
skrokknum og tilsvarandi minni
fitu. Hugsanlega veldur einn stór-
virkur erfðavísir þessum áhrifiim.
Annað hvert afkvæmi Stramma hef-
ur þá fengið hann í sig. Þá má búast
við tvöföldum áhrifum i afkvæma-
hópi undan aríhreinum hrút. Þau
áhrif sjást í aftasta dálki töflunnar.
Forystufé
I íslensku fé er til sérstakur
stofn af kindum sem hafa það eðli
að fara á undan tjárhóp og velja
[ 24 - Freyr 5/2004