Freyr - 01.06.2004, Síða 26
af. Það gæti skýrt hve vel stofninn
þolir skyldleikarækt í dag.30
Sex íslenskar geitur, tveir haffar
og Qórar huðnur, voru keyptar til
Skotlands haustið 1986 og notað-
ar í tilraun með þelrækt á kasmír-
geitum. Islensku geitumar vom
með sérstaklega fínt þel. Þær
komu vel út úr tilrauninni og varð
hlutur þeirra í lokastofninum ná-
lægt 20% af heildinni.
Erfðir á geitalitum vom rann-
sakaðar á efniviðnum i kasmír-til-
rauninni. í þeim stofni komu fyrir
11 mismunandi litamynstur.31 Lita-
mynstrin í íslensku geitunum vora
aðeins fimm, en þau vom hvítt (1),
golsótt (3), grátt (4), botnótt (6) og
svart (ekkert mynstur).
Nú á tímum em geitur eingöngu
haldnar vegna ánægjunnar og em
látnar ganga með kiðum sumar-
langt. Geitahald er styrkt með
ákveðnu fjárframlagi frá landbún-
aðarráðuneytinu til eigenda árlega.
Önnur húsdýr
Þær tegundir sem fjallað er um
hér á eftir em hundar, kettir, hæn-
sni og mýs. Þessar tegundir hafa
allar komið til Islands með mann-
inum. Upplýsingar um þessar teg-
undir eru teknar sem útdráttur úr
eldra og ítarlegra yfirliti um þær.32
Hundar
Uppruni
Hundar hafa ömgglega komið
með húsbændum sínum til Islands
um landnám. Má gera ráð fyrir því
að þar hafi hundar með upprétt
eym og hringaða rófu verið algeng-
ir, en hundar af þeirri gerð em vel
þekktir í nágrannalöndum okkar.
Eggert Olafsson og Bjami Páls-
son lýstu íslenskum íjárhundum
þannig að þeir væru loðnir, með
granna, stutta fætur, rófan hringuð
og trýnið stutt og mjótt. Þeir lýstu
líka dýrhundum sem væm stærri
en fjárhundar og notaðir til refa-
veiða. Þá lýstu þeir líka dverg-
hundum sem vom með þverstýft
skott, allt jafngilt og 2-3 þuml-
ungar á lengd.33 Dverghundar em
horfnir hér á landi en em til í Sví-
þjóð og Bretlandi.
Islenski hundurinn var kominn í
útrýmingarhættu um miðja síð-
ustu öld. Þá var tekið í taumana og
farið að vemda hann og hrein-
rækta. Frumkvæðið að þeirri
ræktun átti Islandsvinurinn Mark
Watson. Hann safnaði saman og
hreinræktaði hunda sem höfðu
ákveðin einkenni í byggingu og
litum sem vom talin líkust því
sem verið hafði áður fym Var lögð
mikil áhersla á það í hreinræktinni
að rækta upp hunda með hringaða
rófti og uppstæð eyra.34
Ymsar hundategundir á Norður-
löndum hafa einkenni sem minna
á íslenska hundinn. Norski bú-
hundurinn (buhund) er til dæmis
likur íslenska hundinum, með
upprétt eyra og hringaða rófu en
hann er nokkm háfættari en ís-
lenski hundurinn og með ljósari
gulan lit. Norski elghundurinn er
líka með upprétt eyru og hringaða
rófu en hann er stærri og kröftugri
en íslenski hundurinn og grár að
lit.
Vorið 1983 vom send blóðsýni
úr 56 íslenskum fjárhundum til
rannsóknar á arfgengum blóð-
gerðum. Útkoman úr rannsókn-
inni sýndi greinilegan skyldleika
milli íslenska hundsins og hunda-
kyns í Finnlandi sem kallað er
karelskur bjarnarhundur. Sá
skyldleiki bendir sterklega til að
islenski hundurinn eigi ættir að
rekja til Norðurlanda.35
Karelski bjarnarhundurinn er
ættaður frá Rússlandi og er af
einni ættkvísl svokallaðra Laiku-
hunda. Þekkt kvísl af því hunda-
kyni er vestur-síberisk Laika, sem
er nauðalík islenskum hundi í út-
liti. Laikan hefur uppstæð eym,
hringaða rófu og svipaða bygg-
ingu og íslenski hundurinn.36
Ábendingamar hér að framan
um uppruna íslenska hundsins
benda ákveðið til þess að hann sé
ættaður frá Noregi og hafi komið
til Noregs austan að, sennilega
sömu leið og kýmar, þ.e. fyrir
norðan Helsingjabotn.
Kettir
Uppruni
Kettir hafa vafalítið borist til ís-
lands um landnám. Samkvæmt
Jónsbók voru kattaskinn, sem áð-
ur vom kölluð kattbelgir, verðmæt
verslunarvara. Þá var eitt skinn af
fullorðnum ffessketti eins mikils
virði og þrjú haustlambaskinn.37
Þess vegna hafa kattaskinn verið
verðmæt á þeim tíma sem Jóns-
bók tók gildi, og eftir atvikum fyr-
ir þann tíma.
Kettir kunna einnig að hafa bor-
ist hingað til lands eftir landnám
með fannskipum sem fluttu við-
kvæman vaming, eins og til dæm-
is kornvöm. Samkvæmt alþjóða-
samningi, II Consolato del mare,
sem þýddur var á sænsku 1522,
bar skipstjóri á farmskipi ábyrgð á
tjóni á fanni sem rottur og mýs
ollu, ef ekki var köttur á skipinu.38
Margir litir prýða ketti og tíðni
kattalita er misjöfn milli landa.
Hægt er að kanna skyldleika tveg-
gja kattastofna eftir því hversu
mikið samræmi er milli þeirra í
litum. Þannig em íslenskir kettir
náskyldir köttum í Svíþjóð og
mikið skyldir köttum í Færeyjum,
Hjaltlandi og Orkneyjum, en lítið
skyldir köttum á írlandi og Suður-
Englandi. Upplýsingar vantar um
liti á norskum köttum.
I tengslum við rannsóknir á
uppmna islenska kattarins kom í
ljós að köttum í Boston og New
York svipar mjög til katta á Is-
landi. Þetta hefur verið túlkað
þannig að þessir bandarísku kettir
eigi rætur að rekja til landnámstil-
rauna norrænna manna í Norður-
Ameríku á dögum Leifs heppna.39
| 26 - Freyr 5/2004