Freyr - 01.06.2004, Side 29
Heyfengur og kalskemmdir í
túnum á Islandi á síðustu öld
Kalskemmdir hafa valdið
þungum búsifjum ann-
að slagið frá upphafi
landnáms á Islandi, en mjög
mismikið eftir tímabilum og
svæðum. Þessu valda auðvitað
sveiflur í veðurfari, sem í harð-
ærum leiða til minni heyfengs.
Minni heyfengur hefur síðan
haft í för með sér fækkun bú-
fjár sem gat leitt til mannfellis
eða fólksflótta af landinu (15).
Heimildir eru mismiklar um
grasleysisár á sögulegum tíma á Is-
landi og auðvitað eru þær nákvæm-
ari eftir því sem nær dregur nútím-
anum. Af hundrað árum hverrar
aldar eru á 18. öld talin 37 léleg
grasár, 25 grasleysisár á 19. öld
(14) og á 20 öld eru talin 21 mikil
kalár og auk þess 21 minni kalár
eða samtals 42 kalár (6). Þess ber
að geta að þau ár sem talin eru kal-
ár er stundum aðeins kal á afmörk-
uðum svæðum. Vera kann að ná-
kvæmari upplýsingar á síðustu öld
valdi því að þá flokkist allt að 42 ár
sem kalár, en einnig getur verið að
kalskemmdir hafi í raun verið al-
gengari á síðustu öld en áður. Kann
þar að koma til að með aukinni
ræktun verða túnin viðkvæmari.
Þau standast verr álag, vegna þess
að þau em vaxin grasi af erlendum
uppmna, sem er knúið til uppskem
með miklum áburði og túnin em
síðan slegin oftar en einu sinni með
stórvirkum tækjum og stundum
beitt. Einnig er þess að geta að á
síðari hluta síðustu aldar fóm
skurðgröfúr víða um land og ræstu
ffam mýrar en ræktað mýrlendi
hefúr reynst afar kalsækið (14). Allt
hefúr þetta eflaust leitt til aukinnar
tíðni kalskemmda.
Kalskemmdir eru
MARGVÍSLEGAR
Plöntur verða fyrir margs konar
álagi að vetri sem valda kal-
skemmdum. Má þar nefna frost
og svell, en einnig geta smásæjar
lífvemr ráðist á plöntumar undir
snjónum og drepið þær eða dregið
úr viðnámsþrótti þeirra gegn álag-
inu. Þá kemur fýrir, einkum í ný-
ræktartúnum, að nýgræðingur
þomar á vorin eða að holklaki
lyftir plöntunum upp úr jarðvegin-
um. Má því segja að meginástæð-
ur fyrir kalskemmdum i túnum á
íslandi séu svellkal, frostkal,
rotkal, þurrkal og klakakal (4).
Rannsóknir sýna að svell em lang
algengasta orsök kalskemmda í ís-
lenskum túnum (2), en trjágróður
skemmist hins vegar oftast af
völdum frosta (7, 16). Svellkal má
aðallega rekja til hlákukafla um
miðbik eða fyrrihluta vetrar, er
leysingarvatn frýs í svell sem
liggja síðan fram á vor.
Heyfengur er breytilegur
Á MILLI ÁRA
Heyfengur á Islandi hefúr verið
afar sveiflukenndur á milli ára (9).
Auðvitað er veðurfarið aðal
áhrifavaldurinn á uppskemmagn-
ið. Einkum em hitafar og úrkoma
að sumri áhrifamikil og víða er-
lendis em þetta einu veðurfars-
legu áhrifaþættimir (8). Það er því
nokkuð merkilegt að á íslandi
virðist vetrarveðráttan hafa engu
minni eða jafnvel meiri áhrif á
uppskeruna en sumarveðráttan
(10). Kaldir vetur leiða til minni
uppskem (2, 12). Vetrarkuldinn
getur dregið úr heyfeng á marga
vegu. Kaldir vetur leiða til mikils
eftir
Bjarna E. Guðleifsson,
RALA,
Möðruvöllum
jarðklaka, sem veldur því að jarð-
vegur verður kaldur fram á sumar
og spretta verður hæg og lítil,
bæði vegna lágs hitastigs til
sprettu og einnig vegna lítillar los-
unar næringarefna úr moldinni.
Ennfremur geta kaldir vetur vald-
ið skemmdum á plöntum og jafn-
vel leitt til dauða grasplantnanna.
Slíkar skemmdir geta bæði verið
lítt sýnilegar eða ósýnilegar
mannsauganu eða birst sem afger-
andi og greinilegar kalskemmdir.
Enginn vafi er að kalskemmdir,
sýnilegar eða ósýnilegar, em aðal-
orsök þeirra miklu sveiflna sem
fram koma í heyfeng á Islandi og
leiða til þess að vetrarhitinn og
heyfengurinn em í takt (12). Það
eru hins vegar aðrir þættir veður-
farsins sem tengjast enn betur kal-
inu en vetrarhitinn. Legutími
svella og vatnsmagn í vetrarhlák-
um eru enn betur tengd kal-
skemmdum og þá væntanlega
heyfengnum (2).
Tjónið er mikið
Reynt hefur verið að slá mati á
það hve miklir fjármunir tapast ár-
lega að meðaltali vegna kal-
skemmda (13). Samkvæmt þess-
um útreikningum, þar sem tekinn
er inn kostnaður vegna fóðurtaps
Freyr 5/2004 - 291