Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 30

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 30
1. mynd. Meáaluppskera é landinu öllu é siðustu öld (súlur) var 41 hkg/ha og meðalskekkja 6. Svartar súlur merkja mikil kalér, gréar súlur lítil kalér. Vetrarhiti (lina) er meðalhiti ménaðanna nóvember-april. og endurræktunar kalinna túna, var árlegur kostnaður á Islandi vegna kals talinn um 380 milljón- ir króna að meðaltali á verðlagi 1988, eða 970 milljónir króna að núvirði. Standist þetta er ljóst að tjónið er mikið, sérstaklega fyrir bóndann, þar sem Bjargráðasjóð- ur bætir ekki nema hluta af þessu tjóni. Augljóst má vera að kal- skemmdir hafa átt sinn þátt í erfíðleikum við búskap og stuðlað að fólksflutningum úr sveitum og jafnvel eru dæmi þess að heilu byggðimar hafi lagst i auðn vegna þessa vágests. Það er því líka ljóst að til nokkurs er að vinna að lág- marka þetta tjón. Búskapur er áhættuatvinnuveg- ur og tjón af völdum kalskemmda er einn áhættuþátturinn, reyndar mismikill eftir landssvæðum. Kal- skemmdir geta flokkast sem nátt- úmhamfarir og er þetta eitt þeirra tjóna sem Bjargráðasjóður hefur bætt. Það er þó ekki fyrr en á seinni ámm sem sjóðurinn hefur komið vemlega að þessum mál- um, og er þá byggt á mati ráðu- nauta á skemmdum, samanburði við uppskem fyrri ára og einnig á áburðar- og fóðurkaupum bænda, sem tengjast uppskembrestinum. Þegar sjóðurinn hleypur undir bagga er reiknað með að bændur beri eigin áhættu sem nemur 25% af tjónamati. Þetta undirstrikar að búskapur er áhættustarf. Greiðslur úr Bjargráðasjóði vegna kaltjóns vom um 46 milljónir kr. 1993, 61 milljón kr. 1995, 29 milljónir kr. 1997 og 39 milljónir árið 1999. Ótraust gögn Til þess að gera sér nokkra grein fyrir tíðni og áhrifum kal- skemmda á heyfeng á síðustu öld var reiknuð út meðaluppskera á landinu öllu á ámnum 1900 - 1999. Til þess þarf upplýsingar um heildar heyfeng og túnstærð. Útreikningar þessir byggja á opin- bemm tölum um heyfeng og tún- stærð, aðallega úr Hagskýrslum Islands, og má segja að gögn um heyfeng séu nokkuð trúverðug. Votheyi er breytt í þurrhey þannig að reiknað er með að um venju- legt vothey sé að ræða allt til árs- ins 1988 og á ámnum 1988-1993 blanda af venjulegu votheyi og rúlluheyi en síðan að mestu leyti rúlluhey. Upplýsingar um tún- stærðir em hins vegar afar ótraust- ar og þurfti að gera þar talsverðar leiðréttingar. Notuð er uppgefin túnstærð á ámnum 1900-1912, en síðan var nýrækt mæld allt til árs- ins 1988 er því var hætt. Það gagnar hins vegar ekki að bæta nýræktinni sífellt við túnstærðina, og var því byggt á túnstærðum sem mældust árin 1930 og 1968 og á þeim byggt ásamt túnstærð 1988. Misræmi á þessum stærðum og samanlagðri nýrækt var síðan deilt á öll árin á milli þeirra. Eftir 1988 var túnstærð látin dragast | 30 - Freyr 5/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.