Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2004, Qupperneq 31

Freyr - 01.06.2004, Qupperneq 31
saman um 2,6% á ári, og var þá heildartúnstærð landsins við alda- mótum 100.000 hektarar. Upplýs- ingar um kalskemmdir eru úr ýmsum rituðum heimildum (sjá heimildaskrá), og er kalárunum skipt í mikil og lítil kalár, aðallega í samræmi við eldri aðferðir (1). Ekki er gerður greinarmunur á því hvar á landinu hefur kalið, en það er auðvitað breytilegt á milli ára. Viðbúið er að kerfísbundnar skekkjur séu enn í þessum gögn- um Vetrarhitinn er afgerandi Ymsir ytri þættir, aðrir en kal- skemmdir, hafa áhrif á uppsker- una á síðustu öld, þættir sem valda því að erfítt er að bera sam- an áhrif kalskemmda á heyfeng í upphafi og við lok aldarinnar. Til dæmis hefur áburðargjöf aukist og breyst verulega. Einnig hefur sumarveðráttan mikil áhrif á sprettu og uppskeru. I fyrri rann- sókn var reynt að leiðrétta fyrir þessa tvo þætti til að fá saman- burð á beinni uppskerurýrnun vegna kalskemmda fram undir 1970. Kom þá í ljós að heyfengur hafði á landsvísu rýmað um 20- 30% af völdum kalskemmda á ár- unum 1918 og 1968-1970 (1). Þetta þýðir að uppskeran þessi ár var einungis 70-80% af meðal- uppskeru. Vegna óöryggis við leiðréttingu fyrir áburð og sumar- hita verða þessir tveir þættir hins vegar ekki teknir með í útreikn- ingana nú, en gerð er athugun á því hvort óleiðréttur heyfengur tengist árshitanum (nóvember- október), vetrarhitanum (nóvem- ber-apríl) eða sumarhitanum (maí-október). Reyndin var sú að samband heyfengs við árshita var 0,42**, vetrarhita 0,52*** en sumarhita einungis 0,25*. Með öðmm orðum sýna þessi ófull- komnu gögn að vetrarhitinn hefúr mest áhrif á heyfenginn svo sem áður hefiir verið sýnt (10,12). Á mynd 1 er sýnd heyuppskeran ásamt vetrarhitanum, þeim veður- farsþætti sem mestu virðist ráða um sprettuna og þar af leiðandi heyfenginn. Má í fyrsta lagi sjá að meðalhitinn er hár á ámnum 1920-1960, en einnig kemur greinilega fram að oft þegar vetr- arhitinn lækkar dregur úr heyfeng. Mest var rýmunin árið 1918, upp- skeran það ár var einungis 57% af meðaluppskem og árið 1970 var hún 66% af meðaluppskem aldar- innar. Á myndinni sést að sum kalár eru yfír meðallagi, sem bendir til þess að mikil spretta geti bætt upp uppskerubrest vegna staðbundinna kalskemmda. Sýnt hefúr verið fram á það að sveiflan er meiri í heyfeng ein- stakra hreppa en á landsvísu, en á minni svæðum verða einnig áhrif skekkju í túnstærð og heyforða meira áberandi (1). Mest hefur uppskemfallið orðið á kalárunum kringum 1970 og einnig 1918. Þannig var reiknað út að heyfeng- ur í Svalbarðshreppi í Norður- Þingeyjarsýslu hefði einungis ver- ið 38% af meðallagi árið 1970 og í Kaldrananeshreppi á Ströndum 40% (1) . Það vakti þó athygli að oft er uppskeran ótrúlega mikil starx árið eftir mikið kalár. Varnaraðgerðir Á uppgangstímum landbúnaðar- ins á síðustu öld vom menn afar illa settir þegar kalskemmdir leiddu til grasleysis. Túnstærðin var takmarkandi og bændur þurftu þá í kalárum að framfleyta búpen- ingi meira á kjamfóðri eða leita viðbótamppskem í úthaga. Nú á seinni ámm, þegar samdráttur hef- ur orðið í búskap, em bjargráðin miklu einfaldari. Menn geta leitað til annarra bænda vegna þess að nóg framboð er á heyi eða menn nýta aflögð tún eyðibýla sem em dreifð víðsvegar um landið. Til að verjast kalskemmdum í túnum kunna að vera ýmsar fyrir- byggjandi leiðir. Má þar nefna að- gerðir til að draga úr álagi á grös- in með því að hafa góðan vatns- halla á túnunum, þannig að ekki myndist svell. Þá skiptir máli að rækta heilbrigðar jurtir, bjóða þeim eðlileg vaxtarskilyrði hvað varðar jarðveg og áburð og of- bjóða þeim ekki í slætti og beit. Við nýræktun ber að sá svellþoln- ustu tegundum og stofnum, sem em á markaðnum, enda þótt ekki sé þar um margt að velja. Þegar tún hefur hins vegar kalið standa menn frammi íyrir því að vinna túnið upp og sá grasi í það aftur, en meðal annars vegna þess að sáðgresi hefur lifað illa, hafa margir bændur gefíst upp á endur- ræktun. Reynt hefur verið að sá grasffæi beint í óunninn svörð, en það hefur einungis tekist vel á ný- ræktum, 1-3 ára (5). Ofangreindar ábendingar geta allar skilað okkur einhver fet áleiðis að því marki að eyða kal- skemmdum, en engin þeirra hefur þó skipt sköpum. Líklega verðum við sem búum hér á norðurmörk- um ræktunarsvæðis vallarfox- grassins að búa áfram við hættuna á að kalskemmdir geri usla í gras- rækt, miðað við óbreyttar aðstæð- ur. Hér verða þó nefndir þrír þætt- ir sem hugsanlega gætu komið til hjálpar í framtíðinni (6). í fyrsta lagi þarf að stórauka jarðvegsrannsóknir hér á landi. Það er ótrúlegt hve lítið við vitum um áhrif íslensks jarðvegs á plönt- ur. Það er alls ekki útilokað að einhverjir þættir í nýtingu okkar á þessum sérstæða lífræna eldfjalla- jarðvegi valdi því að grasplöntur standist vetrarálagið óvenju illa. Þetta gæti líka tengst vandamálum við endurræktun og ísáningu sem hér hafa verið nefnd (3, 5). í öðru lagi er hugsanlegt að hægt verði að auka svellþol grasa með nýjum Freyr 5/2004 - 31 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.