Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Síða 33

Freyr - 01.06.2004, Síða 33
Brotthvarf Grænlendinga Sturla Friðriksson fór til Madeira árið 1989. Þar tók hamt eftirjjölda Ijóshœrðra og bláeygra barna og gat sér þess til að sá sem fann eyjarnar snemma á 15. öld, Portúgalinn Joao Goncalves Zorco, liefði einnig komist til Grcenlands um líkt leyti. A Grœnlandi hefði hann boðið biskupnum og liði hans að flytja til suðrœnni og hlýrri staðar, en lífsskilyrði á Grœn- landi liöfðu versnað mjög um það leyti eftir að veðrátta hafói kólnað mjög á norðurslóðum. Þessar hugmyndir sínar felldi Sturla síðan þannig í bundió mál: Harður er heimur orðinn, hafis á öllum fiörðum. Horfinn er heyjaforðinn heimilisins í Görðum. lllt er bœndum að byggja býlin með þrotna haga. Isþök við landið liggja langt fram á sumardaga. Fénaði hefur fœkkað, fellir á hverjum vetri, þar með lifsgœðin lœkkað líka á biskupssetri. Járn allt skortir til skipa, skeifa er varla barin, ekki nœgt gras til gripa, gróður er allur farinn. Sést dag einn segl úr landi. Svipað ei gamlir mundu. Leysist nú landsins vandi loksins á þeirri stundu. Brátt fer að bœnum snekkja. Biskup við sjómenn talar. A málfari þykist þekkja að þarfari Portúgalar. Lenti þar Baska bátur biskupi hjá einn daginn. Býður hann kampakátur kapteini inn í bæinn. Bátsverji bráðvel kunni biskup á ýmsu frœða. Lá þeim léttast í munni latínuskotin rœða. Skipstjórinn fólkið frœddi. Fýsti það margt að heyra. Söguþráðinn hann þræddi, þegar hann fann Madeira. Lýsti hann för á fieyjum. Féll þá biskup í stafi, er sagt varfrá sœlueyjum sunnar I Atlantshafi. Áleit hann illt að sitja útkjálka norðurstranda. Tjáði sig fúsan fiytja fólkið til sólarlanda. Klerki fannst viturt vera valið á sínum gerðum, alla bændur að bera burtu í nokkrum ferðum. Því varfærður af fjöllum Jjárstofn með ám og hrútum, ásamt landsmönnum öllum œtlað varfar með skútum. Grœnland var geymt í minni, gengin síðustu skrefin, horft á í hinsta sinni heimilin yfirgefin. Þaðan var stýrt firá ströndum, stefnt út úr Eiríksfirói. Sóknin að sólarlöndum síðarmeir rómuð yrði. Veður tók vel að hlýna, veðrahamurinn skánar. Bændur með búslóð sína berast að ströndum Spánar. Sunnar þó liggur leiðin, lent er í eyjavari. Þarfyrst er skorðuð skeiðin. Skipað úr Grænlandsfari. Gróðri þar var allt vafið, viður til húsagerðar. Landnám var loksins hafið, lokastig suðurferðar. Biskup með söfnuð sínum sólarstundanna nýtur, mjög því af messuvínum Madeira yfirfiýtur Drjúgt efidist eyjavörnin íslenskum landnámsmönnum. Þroskuðust biskupsbörnin brátt í eyjanna rönnum. Biskupssonur um síðir seildist til yfirráða. Hvöttu þá lenskir lýðir landstjóra sinn til dáða. Systir hans sveipuð plusi, sagt er að lofuð væri Kristófer Kölumbusi, kunnugu fyrirbœri. Sögð voru sagnardœmi síðla kvölds og um morgna, að Vínland í vestri nœmi víkingur einn til forna. Frh. á næstu síðu Freyr 5/2004 - 33 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.