Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 35

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 35
Sauðfjárríða - kopar, mangan, selen og GPO r fyrri grein (Freyr 8/2 2002) var fjallað um hugsanleg tengsl sauðfjárriðu (riðu, riðuveiki) við kopar, mangan og oxavarnarensím (cerúló- plasmín, súperoxíðdismútasa (SOD), glútatíonperoxídasa (GPO)). í greininni var bent á, að ef til vill mætti nota ákvörð- un á GPO eða jafnvel á SOD til þess að skima fyrir riðu. Ekk- ert benti til þess, að uppkoma riðu tengdist koparskorti, en óvíst væri, hvort breytilegt magn mangans skipti máli. Ensímið GPO inniheldur selen og virkni þess í blóði sauðfjár er að öðru jöfnu mælikvarði á magn selens í blóðinu. Með til- Iiti til þessa þótti rétt í nýrri rannsókn að ákvarða samtímis bæði virkni GPO og þéttni se- lens í blóði fjárins. Rannsóknir þær, sem hér segir frá og eru framhald fyrri rann- sókna, stóðu frá hausti 2002 og fram í mars 2004. Þær taka ann- ars vegar til kopars og mangans í heysýnum af uppskeru sumranna 2001, 2002 og 2003 og hins vegar til rannsókna árin 2002 til 2003 á selen og virkni GPO í blóði áa og á selen í heyi, sem æmar voru fóðraðar á. 1. Rannsóknir á mangan OG KOPAR í HEYSÝNUM Heysýnum (langoftast úr nillu- böggum, en í fáeinum tilfellum af þurrheyi) var safnað á 47 bæjum. Sýnin vom samtals 172 af uppskeru áranna 2001,2002 og 2003, á ellefu svæðum á Suður-, Vestur- og Norð- urlandi. Lega svæðanna er sýnd á mynd 2. Á myndinni er einnig gerð grein fyrir útbreiðslu riðu á landinu. Á mynd 3 er sýnd algeng aðferð við töku heysýna úr rúlluböggum, og taka blóðsýna á mynd 4. Bæjum var skipt í ijóra flokka: Flokkur 1: Osýktir bæir á ósýkt- um svæðum (9 bæir, 28 sýni; svæði nr. 1, 9, og 10 á mynd 2). Flokkur2: Riðulausir bæir á riðu- svæðum (svæðum, þar sem riða hefur verið greind) (17 bæir, 68 sýni; svæði nr. 2-8 og 11 á mynd 2). Flokkur 3: Fjárskiptabæir. Riða greind eftir 1980 og nýr íjár- stofn fenginn eftir forgun á fénu og sótthreinsun (12 bæir, 40 sýni; svæði nr. 2-8 og 11 á mynd 2). Flokkur 4: Riðubæir; riðuveiki í gangi (9 bæir, 36 sýni; svæði nr. 3-6, 8, 11 á mynd 2). Riðulausir bæir í flokki 2 em sérlega áhugaverðir vegna nálægð- ar við riðusýkta bæi í lengri eða skemmri tíma. Þessir bæir em margir á þekktum riðusvæðum í Hmnamannahreppi, Biskupstung- um, Víðidal, Vatnsdal og Svarfað- ardal (sjá mynd 2). Þess skal jafn- framt getið, að á sumum bæjum í flokki 3 hefúr hjörðum tvívegis verið fargað eftir 1980 og keyptur að nýr heilbrigður fjárstofn. Flest- ir bæir í flokki 4 vom enn fjárlaus- ir í lok rannsóknartímabilsins. Niðurstöðutölur sýna, að enginn munur var á þéttni kopars (mg/kg) í heysýnum frá bæjum í fyrr- greindum fjómm flokkum. Kop- armagnið í heyinu var í öllum til- vikum innan þess ramma, sem tal- ið er eðlilegt í plöntum samkvæmt erlendum heimildum. Fyrri full- yrðing okkar í Frey (2002) þess eftir Þorkel Jóhannesson og Jakob Kristinsson, Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, Kristínu Björgu Guðmundsdóttur og Sigurð Sigurðarson, Rannsóknadeild yfírdýralæknis í dýrasjúkdómum, Keldum og Tryggva Eiríksson Rannsóknastofnun landbúnaðarins efnis, að ekkert bendi til þess að uppkoma riðu tengist koparskorti, er því væntanlega rétt. Þéttni mangans (mg/kg) í hey- sýnum frá bæjum á ósýktum svæð- um (flokkur 1) var marktækt meiri en í heysýnum frá bæjum í flokkum 2, 3 eða 4. Þéttni mangans í hey- sýnum frá bæjum í flokki 2 (riðu- lausir bæir á riðusvæðum) var einn- ig marktækt meiri en í sýnum frá bæjum í flokki 4 (riðubæir), en ekki samanborið við sýni frá bæjum í flokki 3 (fjárskiptabæir). Ef niður- stöðutölur úr heysýnum í flokkum 1 og 2 (allir riðulausir bæir), eru bomar saman við niðurstöðutölur úr heysýnum frá bæjum í flokkum 3 eða 4, kemur í ljós marktækur munur (mynd 5). Niðurstöðutölur þessar benda þannig í heild til þess, að mikil þétmi mangans geti vam- að uppkomu riðu. í þessu sam- bandi er sérstaklega athyglisvert, að þessi verkun sést einnig að marki í sýnum frá bæjum í flokki 2. í fyrri grein í Frey (2002) sögð- Freyr 5/2004 - 35 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.