Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Síða 38

Freyr - 01.06.2004, Síða 38
Mynd 4. Taka blóðsýna úr ám. Myndin 2004 (Ljósmynd: Óttar Kjartansson). miklu leyti háð þéttni selens í blóð- inu. Sveiflur i þéttni selens í blóði frá hausti til vors gera enn ffemur að verkum, að mjög nauðsynlegt er að skilgreina nákvæmlega ástand ánna (lembdar, ólembdar eða annað), þegar meta á notagildi mælinga á var tekin i Biskupstungum i febrúar GPO virkni (sjá síðar). Þetta á að sjálfsögðu jafiit við rannsóknir á riðu og aðrar rannsóknir. Umræða Niðurstöður þessara rannsókna sýna, að notagildi GPO virkni til skimunar á riðu í sauðfé er minna en við töldum í fyrri ritgerð okkar í Frey 2002. Kemur hér fyrst og fremst til útbreiddur selenskortur að því er virðist um land allt. Elstu dýralæknar og gamlir fjár- bændur segja okkur, að stíuskjög- ur (eitt helsta einkenni selenskorts í lömbum) hafi verið mjög fátítt fyrir 1960. Telja þeir, að selen- skorts hafí fyrst orðið vart að marki eftir að beitarbúskapur lagðist almennt af og féð fór að vera á húsi mánuðum saman fram að sauðburði, enda var þessi sjúk- dómur í lömbum ýmist nefndur stíuskjögur eða innistöðuskjögur. Þetta er í samræmi við þá vitn- eskju, er áður greinir, að sein- sprottið gras á útjörð virðist inni- halda mun meira selen en fljót- sprottið og snemmslegið gras á ræktuðu landi. í jarðvegi og grasi (heyi) er tutt- ugufalt meira af mangan en kopar. I blóði sauðfjár (og væntanlega fleiri húsdýra) snýst þetta hlutfall við. I blóðinu er því tuttugu sinn- um meira af kopar en mangan. Hvað liggur hér að baki er ekki vitað. Ef mikið ntagn mangans í heyi getur dregið úr líkum á upp- komu riðu, eins og rannsóknir okkar benda til, er að öðru jöfnu líklegt að varandi verkun mang- ans sé bundin við frumur í slím- húð í meltingarvegi. Líkur benda til þess, að mangan bindi príon- prótein, bæði sjúklegt og eðlilegt (sbr. fyrri grein í Frey 2002), við yfirborð frumna og seinki því, að þau komist inn í frumur, en kopar gæti haft gagnstæð áhrif. Eftir því sem best er vitað smitast riða oft- ast um meltingarveg og berst það- an eftir taugabrautum til heila, fyrst og fremst til heilastofns, þar sem brautir þessar enda. Fyllri rannsókn á gildi mangans til þess að vama uppkomu riðu er því áhugavert verkefni. Selenþéttni í blóði minnkar Mynd 5. Myndin sýnir meðaiþéttni mangans (Mn) (mg/kg þurrefni ± staðal- frávik) í heyi frá öllum riðulausum bæjum (flokkar 1 og 2) („scrapie free”), fjárskiptabæjum (fiokkur 3) („scrapie prone") og riðusýktum bæjum (fiokkur 4) („scrapie afflicted”). * merkir, aó þéttni mangans i heyi frá fjárskiptabæj- um og riðusýktum bæjum var marktækt minni (P < 0,05) en var í heyi frá riðulausum bæjum (myndin er einnig ætluð til birtingar i grein i Islenskum landbúnaðarrannsóknum). 138 - Freyr 5/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.