Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.2002, Side 8

Freyr - 01.07.2002, Side 8
Kirkjubæjarklaustur II, t.v. íbúðarhús Sólrúnar og Lárusar, ásamt véla- geymslu, t. h. fjárhús þeirra. (Ljósm. S.Ó.). áður en þessir hreppar sameinuð- ust. Þaö hefur orðið mikil fœkkun sláturhúsa í landinu, en þið hafið haldið ykkar húsi. Já, Sláturfélag Suðurlands rek- ur hús sem er í hlaðinu hjá okkur og það gefúr töluverða atvinnu og er að mestu leyti mannað af heimafólki. Þetta er vant fólk og duglegt og húsið gengur ótrúlega vel þó að þetta sé ekki nýtísku sláturhús. Hér er eingöngu slátr- að sauðfé og sláturtíðin stendur í um sex vikur á haustin. Sl. haust var reyndar slátrað hér með mesta móti, því að flest allt fé úr Öræfúm var flutt hingað þegar Goði hætti slátrun á Höfn. Þið eruð ánœgð með samskipt- in við SS ? Já, það er ómetanlegt fyrir bónda, sem fer með afúrðir sínar í vinnslustöð, hvort sem það er sláturhús eða t.d. mjólkursamlag að eiga það víst að fá þær greidd- ar skilvíslega, en við förum óhrædd með lömbin í sláturhús því að við eigum víst að fá greitt þá daga sem okkur er lofað greiðslum. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, hefúr staðið sig með mikilli prýði, en hann tók við rekstrinum þegar félagið stóð mjög illa fjárhagslega. Þessir menn, sem hafa verið að reyna að reka sláturhús víða um land með misjöfnum árangri, gætu margt af honum lært. Þessu svœði tengist líka griðar- mikil saga. Já, og þar ber hæst Skaftáreld- ana frá árinu 1783 og ummerki þeirra. Ég tel beinlinis að Skaft- áreldamir og Móðuharðindin sem fylgdu í kjölfarið hafi sett svip á okkur Skaftfellinga. Þá þurfti mikla seiglu til að lifa af og ég held að við búum að þessari seiglu enn og þrjóskumst því við að búa hér áfram. Það fór náttúr- lega geysimikið af góðu búskap- arlandi, graslendi, þá undir hraun og það varð mikill fellir á búfé; nautgripum, sauðfé og hrossum, og t.d. var aðeins einn hestur lif- andi á þessu svæði eftir Eld, auk þess sem margt fólk hmndi niður eða fór á vergang. Það er svo Jón Steingrimsson, eldklerkur, sem gerði garðinn firœgan. Já, hann upplifir Skaftáreldana og lýsir þeim ítarlega í ævisögu sinni, þar á meðal messunni ffægu þegar hraunrennslið stopp- aði meðan á henni stóð. Eld- messutanginn er héma rétt vestan við Systrastapa. Það var litið á þetta sem bænheyrslu Guðs og ég vil ekki gera litið úr því, en þama hafði stíflast vatnsrennsli Ijalla- lækja uns þeir að lokum flæddu yfir glóandi hraunið og kældu það niður. Það er trúlega þekkt- asta vatnskæling á hrauni sem vitað er um. Til minningar um sr. Jón Stein- grímsson var reist kapella á Klaustri sem vígð var árið 1974. Hún er töluvert notuð við minni kirkjuathafnir, en auk þess koma mjög margir ferðamenn og skoða hana. Kapellan var mestmegnis byggð fyrir gjafafé og það í orðs- ins fyllstu merkingu því að bændur í nærsveitum hétu því að gefa eitt lamb til byggingar henn- ar á hausti í sex ár og það var mjög almenn þátttaka í því. Þetta var grunnurinn að fjáröfluninni þó að fé kæmi víðar að. Kirkjubœjarstofa ? Kirkjubæjarstofa er rannsókna- og fræðasetur um náttúm, menn- ingu og sögu sveitanna milli sanda, þ.e. núverandi Skaftár- hrepps. Hún er til húsa í Gamla hótelinu á Klaustri. Það er tveggja hæða hús og á efri hæð- inni vom rifin öll herbergin og sett upp skrifstofú- og sýningar- aðstaða. Sl. sumar var neðri hæðin líka tekin i gegn. Þama hafa verið settar upp sýningar, m.a. um Skaftárelda. I húsinu fer fram margs konar starfsemi og vinna þar alls sjö konur. Búnaðarsamband Suður- lands hefúr aðstöðu fyrir ráðu- naut, og konu sem vinnur í bók- haldi og skattffamtölum, Land- græðslan er með aðstöðu fyrir landgræðslufulltrúa sinn, og I | 8 - Freyr 6/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.