Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 36
valdið nýrri umbyltingu á ásýnd
landsins? Ég nefni einkum tvennt.
Nú er fyrirhuguð, og raunar
sums staðar hafin, skipulögð
nytjaskógrækt í stórum stíl. Ef
áformin verða að veruleika munu
vaxa upp víðlendir skógar í öll-
um landshlutum. Þeir hefðu gíf-
urleg landslagsáhrif. Eitt af því
sem fylgir skógleysinu er óhindr-
að útsýni, og víðsýni er vissulega
eitt af aðalsmerkjum íslensks
landslags. Það að klæða heil hér-
uð hávöxnum nytjaskógum mun
ekki einungis breyta ásýnd þeirra
úr íjarska, heldur einnig loka að
mestu fyrir sjóndeildarhringinn
eins og hann er nú. Víðáttumiklir
nytjaskógar hafa stórfelld
líffræðileg áhrif. Barrviðarplant-
ekrur eru tegundafátæk og fá-
breytt vistkerfi með gisnum botn-
gróðri. Jafnvel þótt skógurinn
yrði felldur má búast við að
breyttir jarðvegseiginleikar hefðu
áhrif á landnám nýrra tegunda og
gróðurframvindu. Ef stórfelld
nytjaskógrækt verður að veru-
leika værum við í fyrsta sinn að
búa til ræktunarlandslag sem
svipar til þess evrópska að því
leyti til að það yrði líffræðilega
fábreytt. Þá þyrftum við jafnhliða
að huga að leiðum til að vemda
líffræðilega ljölbreytni á þeim
svæðum. Stórfelld nytjaskógrækt
gæti vissulega orðið þriðja um-
byltingin í íslensku búsetuland-
slagi. Samt stendur til að hrinda
þessum áformum í framkvæmd
án þess að fram hafí farið mat á
umhverfisáhrifum þeirra.
Annað, sem gæti breytt íslensku
landslagi, er ef innfluttar plöntute-
gundir taka að breiðast út í íslen-
skri náttúm, hér á ég þá við aðrar
tegundir en þær sem notaðar em
til nytjaskógræktar. Hingað til
lands hefúr verið fluttur aragrúi
erlendra plantna. Eyþór Einarsson
(1997) hefúr áætlað að hér vaxi nú
um 10.000 innfluttar tegundir
háplantna, liðlega 20 sinnum fleiri
tegundir en finnast í íslensku flór-
unni. Fyrirferðarmestar em garð-
plöntur (jurtir, mnnar og tré),
nokkrar hafa verið fluttar inn sem
fóðurplöntur, sem matjurtir eða til
landgræðslu. Aðeins örfáar hafa
tekið sér bólfestu í náttúrlegum
gróðurlendum. Ef skoðuð er út-
breiðsla tegunda sem breiðst hafa
út á nýliðnu árhundmði verður
augljóst að það em fyrst og síðast
erfið vaxtarskilyrði (loftslag) sem
takmarka landnám og útbreiðslu,
ekki samkeppni við innlendan
gróður sem líklega skiptir sköpum
fyrir afdrif innfluttra tegunda í
flestum öðmm löndum (Þóra Ellen
Þórhallsdóttir 1997). Sumir hafa
talið litla ástæðu til að hafa áhyg-
gjur af útbreiðslu innfluttra tegun-
da á Islandi, eða jafnvel talið hana
vera af hinu góða. Þess em þó
mörg dæmi erlendis frá, og eink-
um frá afskekktum eyjum, að slík-
ar tegundir hafi orðið að ill- eða
óviðráðanlegum plágum, útrýmt
innlendum tegundum og breytt
heilum vistkerfúm með mjög
óæskilegum afleiðingum (sjá t.d.
Sigurð Magnússon 1997). Áhyggj-
ur líffræðinga stafa ekki síst af því
að áhrif slikra ágengra tegunda
kunna að vera óafturkræf; reynsla
annarra þjóða sýnir að það er oft
ógerlegt að uppræta plöntutegund
sem orðin er útbreidd. Mistök í
landgræðslu geta því verið enn
dýrkeyptari en sú ofhotkun lands
sem leiddi af sér hina upphaflegu
gróðureyðingu sem menn vilja nú
bæta fyrir.
Eins og er, era það einkum
tveir hópar plantna sem líklegir
em til að breiðast út og hafa
veraleg áhrif á íslenska náttúru. I
öðmm er alaskalúpína (Lupinus
nootkatensis), en í hinum
víðitegundir (Salix tegundir).
Innflutningur víðitegunda er
nýlegri en sumar tegundir virðast
geta breiðst hratt út. Mér er ekki
kunnugt um að það hafi verið
rannsakað hvort þær geti kyn-
blandast við íslenskar víðiteg-
undir en víðitegundir em einmitt
vel þekktar fyrir greiða blöndun
milli tegunda. Slík blöndun gæti
haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir
íslenska víðistofna og á íslensk
gróðurlendi. Alaskalúpínan á sér
nú ríflega 50 ára sögu í landinu.
Lengi vel breiddist hún lítið út,
en útbreiðsluhraðinn er nú feikn-
arlega mikill, bæði vegna þess að
henni hefur verið markvisst
dreift og vegna minni beitar. Ég
þarf ekki að fara mörgum orðum
um það að alaskalúpína er
umdeild planta. Ekki er um það
deilt að hún er afkastamikil við
uppgræðslu, en margir grasa-
fræðingar hafa varað við líf-
fræðilegum áhrifum af útbreiðslu
hennar (Eyþór Einarsson 1997)
og hefur Hörður Kristinsson
(1997) orðað það svo að lúpína
sé “nærri jafn afkastamikil við
gróðureyðingu eins og við upp-
græðslu”. Sjálf hef ég líkt óheftri
dreifmgu lúpínu um landið við
vistfræðitilraun í risamælikvarða
þar sem fullkomin óvissa ríkir
um útkomuna. Næsta víst má
telja að lúpína á eftir að hafa
veruleg áhrif á ásýnd íslenskra
sveita, á íslenskan gróður og á
líffræðilega fjölbreytni. Um
landslagsáhrifin geta menn deilt,
þ.e. hvort umskiptin séu til feg-
urðarauka eða ekki en íslenskir
líffræðingar era margir uggandi
um áhrif hennar á íslensk vistk-
erfi og líffræðilega fjölbreytni.
.....tilheyrðu þessum kotrassi
heitar uppsprettur með vatns-
magni sem nœgja mundi til að
hita upp New York“.
Halldór Laxness,
Innansveitarkronika
Þama er Halldór Laxness að
lýsa “mesta örreytiskoti Mos-
fellshrepps, Hlaðgerðarkoti þar
EI3
| 36 - Freyr 6/2002