Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2002, Page 32

Freyr - 01.07.2002, Page 32
(Haukadalur í Dýrafirði 1858: Byggingar úr torfi og grjóti sem líta út eins og hólaþyrping og verða úr fjarlaegð vart greindar frá landinu í kring. (Houzé de' Aulnoit. Þjóðminjasafn Islands). flutningsvara íslendinga á fyrstu 3-4 öldum Islandsbyggðar og sauðfé lilýtur að hafa verið margt. Þá er einnig talið að naut- gripir hafí verið mun fleiri en síðar varð (sjá t.d. Gunnar Karls- son 1975, Jón Jóhannesson 1956). Tilraunir með friðun lands á síðustu áratugum sýna, svo ekki verður um villst, hversu mikil áhrif beit liefur á tijágróður og ásýnd lands. Má m.a. nefna beit- artilraunir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Auðkúluheiði og gróðurbreytingar sem orðið hafa með friðun lands í þjóðgörð- unum í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli. Við fyrstu sýn kann mönnum að þykja skorta augljóst orsaka- samhengi milli eyðingar skóga annars vegar og uppblásturs og jarðvegseyðingar hins vegar. Bent hefur verið á að Island er eitt vindasamasta byggt ból á jarðríki, hinn íslenski eldfjalla- jarðvegur er sérlega auðrofínn og hefur lítið mótstöðuafl gegn vindi og vatni þegar hann er óvarinn af gróðri (Ólafur Arnalds 1989). Um upphaf uppblástursins tel ég að hafí skipt sköpum að gjósku- fall hefur allt aðrar og miklu af- drifaríkari afleiðingar fyrir skóg- laust en kjarri eða skógi vaxið land. Það graslendi eða mólendi, sem víðast hvar kom í stað skóg- lendis, er myndað af plöntum sem hafa vaxtarbrodda neðan- jarðar eða i jarðvegsyfírborði (grös og tvíkímblaða jurtir) eða skammt ofan yfírborðs (smárunn- ar s.s. bláberjalyng og kræki- lyng). Tíu eða tuttugu sentimetra gjóskufall getur kæft gróður á graslendi og þar sem beit eða sláttur hefur tekið ofan af plönt- um, náð að drepa allar plöntur, sem hafa sína vaxtarbrodda neð- anjarðar, í sverði eða rétt ofan við yfirborð. Þá hindrar ekkert frek- ara fok á gjóskunni og að auki er allur upphaflegi jarðvegurinn nú óvarinn og keðjuverkandi upp- blástur getur hafíst. Jafnþykkt gjóskulag kann að hafa lítil áhrif þar sem tré og runnar standa upp úr. Botngróður deyr en hávaxnari gróður lifir, kemur í veg fyrir að gjóskan fjúki, og getur skapað skilyrði fyrir uppvöxt botngróð- urs á nýjan leik. Fram eftir öldum lagðist allt á eitt: stórskaðleg áhrif gjóskufalls á skóglausu landi, viðkvæmari og auðrofnari jarðvegur, kólnandi loftslag og lakari vaxtarskilyrði gróðurs sem jafnframt var lengur að ná sér eftir áföll, stækkandi skriðjöklar og vatnsmeiri jökulár með meiri rofmætti og auknum framburði. Eyðingin hefur þó ekki þokast jafnt og þétt, afkasta- mestar voru svæðisbundnar upp- blásturshrinur, sem gátu staðið stutt, en fylgdu oft í kjölfar eld- gosa (Hannes Finnsson 1796). Verstu uppblástursskeiðin voru ekkert annað en náttúruhamfarir, t.d. það sem reið yfír Landsveit í lok 19. og á fyrstu áratugum 20. aldar (Amór Sigurjónsson 1958). Hin gagngeru líffræðilegu um- skipti, sem verða þegar grónu landi með jarðvegi sem þróast hefur um þúsundir ára er, breytt í líflitla eyðimörk með hverfandi frumframleiðni, verða seint of- metin. Búsetunni fylgdu hins veg- ar ýmsar fleiri breytingar á gróðri (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1997). Tún, valllendi og mólendi eru manngerð vistkerfi orðin til á áð- ur skógi eða kjarri vöxnu landi. Skógaeyðing og búfjárbeit höfðu áhrif á útbreiðslu margra teg- unda lífvera. Sumum plöntuteg- undum fjölgaði, einkum þeim sem einkenna berangur eða þola vel beit, en þeim fækkaði sem treystu á skóginn eða voru sérlega lostætar beitaijurtir (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1997). Ekki er þó vitað til þess að plöntutegundir hafí dáið hér út eftir landnám. Að gróðureyðingunni undan- skilinni, hefur búfjárbeit haft mest áhrif á lífríki. Landið er nær j 32 - Freyr 6/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.