Freyr - 01.07.2002, Page 17
* própíonsýra takmarkar gerjun
byggsins og dregur úr efnatapi
við verkun
* mikilvægt er að vanda svo
sem unnt er blöndun sýrunnar
í byggið
* gæta þarf mikils hreinlætis við
verkun byggsins
* æskilegt er að bygg, sem á að
súrsa, hafi meira en 60% þurr-
efni
* bygg blandað própíonsýru má
geyma í opinni en yfírbreiddri
stæðu þótt þurrefni þess sé allt
niður undir 45%, þá virðist
mega komast af með allt niður
undir 12 1/tonn enda sé vand-
lega staðið að íblöndun sýr-
unnar.
* bygg með lága þurrefnispró-
sentu, sýrt með própíonsýru,
Molar
Samkeppni á mjólkur-
MARKAÐI í NOREGI
Um langan aldur hafa hags-
munasamtök norskra mjólkur-
framleiðanda, Norske Melke-
produsenters Landsforbund,
staðið sem einn maður um
rekstur mjólkuriðnaðarins í
Noregi og rekið fyrirtækið TINE,
Norske Meierier BA. Það
fyrirtæki hefur borið ábyrgð á
skipulagningu mjólkuriðnaðar-
ins, vöruþróun, leiðbeininga-
starfsemi fyrir mjólkursamlög,
markaðsfærslu mjóikurafurða og
útflutning þeirra. Sem félagsska-
pur í samvinnurekstri hefur Tine
greitt sama verð fyrir mjólk til til
framleiðenda um allt land. Ný-
lega ákváðu norsk stjórnvöld að
hverjir sem er mættu stofna og
reka mjólkurbú og í kjölfar þess
var stofnaö fyrirtæki um rekstur
mjólkurbúa sem nefnist Q-
meieriene. Fyrsta mjólkurbú
Forsláttur og múg-
þroskun byggs...
Framhald af bls. 20
sem þoma hratt og vel sé haust-
golan hagstæð. Mjög vel reynd-
ist að binda úr þessum múgum
með rúllubindivél.
Framhald og
FREKARIATHUGANIR
Enn er of lítil reynsla fengin
til þess að leggja megi heildar-
mat á aðferðina. Skagfírðingar
klessist síður og er auðveldara
í völsun en bygg sýrt á nátt-
úrulegan hátt.
Tilraunum þessum og þróunar-
starfi verður haldið áfram í leit
munu nota hina tvískiptu upp-
skeruaðferð áfram nú í haust. Þá
safnast frekari reynsla.
Mikilvægt er að sjá hvemig hún
fellur að mismunandi sprettu-
og veðurskilyrðum. Nauðsynlegt
er að fá sem gleggstar upplýsin-
gar um hagkvæmni og fýsileika
aðferðarinnar þegar öllum þát-
tum byggskurðar og geymslu er
til haga haldið. Ræktun byggs
ber ekki mikinn kostnað - og
þeim kostnaði, sem henni fylgir,
verður að deila á sem allra flest
kíló af fóðranlegu byggi.
að hagkvæmustu aðferðum til
þess að verka byggkomið, geyma
það og fóðra á því'1.
Framleiðnisjóður landbúnaðar-
ins hefur styrkt viðfangsefnið.
þeirra er þegar tekið til starfa á
Jaðrinum á Rogalandi, blóm-
legasta mjólkurframleiðslusvæði
í Noregi um langan aldur. Mjólk-
urbúið nefnist Jæren gards-
meieri. Það býður bændum 0,20
nkr. eða um tveimur íkr. meira
fyrir mjólkurlítrann en Tine og
mörg hundruð bændur hafa
þegar beint viðskiptum sínum til
nýja mjólkurbúsins. Búið hyggur
þó á enn frekari fjölgun innlegg-
janda. Takist það er það mikið
áfall fyrir rekstur Tine á Jaðrin-
um og um allt land.
Tine hefur komi á fót vinnuhópi
til að gera tillögur um gagnað-
gerðir. Ljóst er að hjá samtök-
unum þarf að taka á grundvallar-
sjónarmiðum. Vitað er að uppi
eru hugmyndir um breytilegt út-
borgunarverð eftir landshlutum
sem og að bændum í landshlut-
um, þar sem annað fyrirtæki rek-
ur mjólkurbú, verði greidd þókn-
un fyrir að halda tryggð við Tine.
Það rekst hins vegar á við sam-
vinnuhugsjónina.
(Norsk Landbruk nr. 11/12-
2002).
Álag á mjaðmir mikið
HJÁ BÆNDUM
Sænskar rannskóknir hafa
sýnt að tífalt meiri líkur eru á að
bændur verði fyrir skaða á mjöð-
mum en aðrar atvinnustéttir. Það
stafa m.a. af því að bændur lyfta
mörgum þungu sem og að þeir
þurfa oft að klifra út og inn í háar
dráttarvélar. Einn þáttur, sem
hefur hér áhrif, er hversu menn
sitja djúpt í sæti í dráttarvél. Lágt
sæti veldur miklu álagi á
mjaðmir.
Tölvustýrt hermilíkan hefur
reiknað út álag á líkamann við
ýmis störf. Eitt af því sem sýndi
hvað mest álag var að hoppa
niður úr dráttarvél.
(Norsk Landbruk nr. 11/12- 2002).
Freyr 6/2002-17 |