Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2002, Page 10

Freyr - 01.07.2002, Page 10
Afkvæmarannsóknir á sauðfé á Kirkjubæjarklaustri haustið 2001, f.v. Fanney Ólöf Lárusdóttir, ráðun., Guðbrandur Magnússon, bóndi, Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir, Þröstur Aðalbjarnarson, ráðun., Jón Viðar Jónmundsson, ráðun., og Stefania Nindel, ráðun. (Ljósm. S.Ó.). fundi fram undir kvöldmat og kem ekkert svo seint heim. A síðari árum eru það einkum brýmar á Kúðafljóti og á Markar- fljóti sem hafa stytt ferðatímann og svo er orðið bundið slitlag alla leið. Er eitthvað um að Mýrdals- sandurinn lokist? Já, það gerist alltaf annað slag- ið, fyrir sandfok. Landgræðslan er samt búin að græða þar mikið upp og það hefúr hjálpað mikið, en mikið verk er þar enn fram- undan. Finnst þér að það valdi fólki á þessu svœói einhverjum ónotum að vita af þessum miklu eldstöðv- um í kringykkur? Nei, það held ég ekki. Þó að ég aki oft um Mýrdalssand þá lít ég ekkert frekar til Kötlu né læt aðr- ar ógnir trufla mig. Og maður heyrir það aldrei orðað á þessum slóðum. Við tökum bara því sem að höndum ber. En við búum á eldíjallasvæði og verðum því að bera virðingu fyrir náttúmnni og náttúruöflunum, jafnt ógnum þeirra og kostum. Lífsbaráttan á þessum slóðum var lengi hörð. Já, það var ótrúlegt hvaða lífs- kjör fólk bjó hér við. Hér áður vom samgöngur afar erfiðar, þ.e. að sækja alla aðdrætti yfir vötnin eins og þau vom. Hér um slóðir áttu menn um það að velja að fara austur á Papós, austan við Höfn í Homafirði, eða vestur á Eyrarbakka og menn völdu frekar Eyrarbakka héma utan til í hreppnum. Þetta vom tveggja vikna ferðir og yfir hvert vatns- fallið eftir annað að fara og oft í misjöfnu tíðarfari. Þá þurfti líka að flytja innlegg búsins þessa leið, sem var þá einkum ullin. Um tíma var fé rekið til slátmnar til Reykjavíkur, en eftir að slátur- hús kemur í Vík í Mýrdal var fé rekið þangað, en það var snemma á síðustu öld. Það vom líka slarkferðir, sem fóm illa með féð og tók nokkra daga. Síðan er byggt sláturhús fyrst í Hólmi og síðan á Kirkjubæjarklaustri, en það var byggt árið 1942. Þegar stofnaðar em verslanir í Vík og uppskipun hefst þar þá gjörbreytist öll aðstaða Vestur- Skaftfellinga. Sama má segja um það þegar farið er að skipa upp vömm við Skaftárós. Þar var notað skipið Skaftfellingur sem nýlega var flutt frá Vestmanna- eyjum til Víkur í Mýrdal þar sem á að gera það upp. Svo fara brýmar að koma ein af annari og þá koma bílamir og allt létti þetta fólki lífsbaráttuna. Þetta er allt fyrir mitt minni en maður hefur lesið um þetta og allar þær hrakningar sem fólk lenti í á þessum ferðum, líka t.d. þegar menn vom að fara á vertíð gangandi alla þessa leið og óðu flest vötnin. Eg sé ekki fyrir mér nútímafólk búa við þetta. Menn lifðu af því sem landið gaf. Þeir sem bjuggu nálægt sjó höfðu ýmislegt sjávargagn, t.d. selveiði og fisk, sem rak á fjör- umar, auk þess sem rekavið og ýmislegt annað rak á þær. Ur kaupstað sóttu menn svo kommat og efni í klæði, einkum betri fot, og svo áhöld, svo sem ljái og fleira til búsins. A einum mannsaldri verður svo bylting. Eg segi stundum, þegar ég vil þykjast vera roskin og reynd, að með því að vera fædd fyrir miðja síðustu öld þá sé ég búinn að sjá alveg ótrúle- gar breytingar í lifnaðarháttum fólks, hvað þá þeir sem fæddir eru hálfri öld á undan mér. Frá lifnaðarháttum þeirra og aftur í aldir var aftur ekki svo mikill rnunur. Svo eru það skipsströndin. Já, þar gerðist oft mikil saga, bæði við að bjarga mönnum og flytja þá suður og að bjarga verð- mætum. Það hjálpaði fólki auð- vitað að lifa af í lágsveitunum. Oftast vom þetta fiskiskip sem annað hvort vom full af vistum, ef þau vom nýkomin á miðin, eða af fiski ef túmum var að ljúka, fyrir svo utan allt sem hægt var að losa úr skips- 10 - Freyr 6/2002^ . _______,___ CYAN | MAGENTA | ; BLACK FREYR JULI , Plate : 4

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.