Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 9
byggingafulltrúi hreppsins er þar með skrifstofu. Þar eru einnig 2-3 starfsmenn Kirkjubæjarstofu sem eru að setja upp í landfræðilegt upplýsingakerfí, ýmsar upplýs- ingar, en stafrænar loftmyndir af hreppnum eru grunnkortið í kerf- inu. Unnið er með upplýsinga- kerfí sem kallað er ARFUR og er þar nú þegar kortlagt og skráð allt vatnasvið Skaftárhrepps, vegakerfí, byggingar og grunn- upplýsingar um ræktað land. Auk þess er verið að safna upp- lýsingum um jarðamörk allra jarða, ömefni og búsetuminjar eftir því sem aðstæður skapast, en nú þegar hafa verið kortlögð og skráð ömefhi allra jarða á svæðinu milli Geirlandsár og Skeiðarársands, um 3000 talsins. Auk þess er á Kirkjubæjarstofu boðið upp á þjónustu eins og gerð túnkorta og ýmissa upp- drátta fyrir landeigendur og land- notendur í hreppnum, auk þess að vinna ýmis verkefni fyrir opin- bera aðila sem stunda rannsóknir í Skaftárhreppi. Túnkortin em unnin í náinni samvinnu við bændur, en landeigendur vinna sjálfir vinnukort þar sem kemur fram hvernig flokka á land, auk upplýsinga um einstakar bygg- ingar, lagnir, girðingar, jarðamörk og fleira sem fram kemur á tún- kortinu. Allar upplýsingar, sem eru skráðar í landupplýsingakerf- ið, em þannig unnar að þær ganga inn í landupplýsingakerfi annarra stofnanna og em því fjöl- nota, ef svo má að orði komast. I sumum tilfellum er einhver fróðari um ömefhin en bóndinn og þá er leitað til viðkomandi. Það er þá kannski eitthver sem ólst þar upp þegar gengið var til fjárins á hverjum degi og hver þúfa hafði nafn, en með breyttum búskaparháttum emm við hætt að fara um landið og hugsa það allt í ömefnum, með örfáum undan- Safnið i byrgi i Eintúnahálsi, sjá texta. (Ljósm. S.Ó.). tekningum. Því er skráning á ör- nefnum í hreppnum algjört björg- unarstarf sem ég tel að þyrfti að vinna um allt land og það sem fyrst. Elín Erlingsdóttir landfræðing- ur frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi er forstöðumaður Kirkjubæjar- stofu. Hefur hún staðið sig með miklum ágætum í því starfí. Eg hef starfað á Kirkjubæjar- stofu á haustin á vegum Búnaðar- samband Suðurlands, en ég hef tekið að mér að tölvuskrá allar hrútasýningar á Suðurlandi. Eg skrái þá stiganir og mælingar, bæði á veturgömlum hrútum og lambhrútum. Einnig hef ég skráð aðeins af afkvæmarannsóknum. Mér finnst þetta mjög skemmti- legt starf, ég sé hvaða sæðingar- hrútar skara fram úr og einnig er áberandi hvað féð er misgott milli hreppa. Eg vinn líka aðeins á vegum Búnaðarsambandsins við virðisaukauppgjör og skatt- framtöl fyrir bændur, en það hef ég mest unnið heima hjá fólki. Gamla hótelið sem var endur- bætt og breytt hýsir alla þessa starfsemi og heitir í dag Kirkju- bæjarstofa, er þannig mjög vel nýtt og öll þau störf sem þar fara fram eru mjög dýrmæt fyrir sveitarfélagið, ekki síst vegna þess að ég sé fram á miklar breytingar á búsetu í hreppnum næstu 10 árin. Það er víða orðið roskið fólk og t.d. fer bæjum með mjólkurframleiðslu fækkandi og sauðfjárbændum á örugglega einnig eftir að fækka. Á sumum jörðum tekur einhver við en á öðrum ekki, í fljótu bragði séð, a.m.k. ekki við hefðbundnum bú- skap. Þá er okkur afar dýrmætt, ef fólk kemur á þessar jarðir, að það geti fengið vinnu í hreppn- um. Er eftirsókn eftir jörðwn frá fólki sem œtlar ekki að stunda hefðbundinn búskap þar? Það er alltaf svolítið um það, sumt af þessu fólki sest þar að en annað dvelst þar í frístundum sínum og ræktar t.d. skóg. Það er reyndar ekki gott fyrir okkur, sem fyrir erum, þegar jarðimar em ekki setnar, bæði vegna þess að fólki fækkar í sveitarfélaginu og eins að það þarf að smala þessar jarðir. Það heldur engin girðing ömgglega fé og þama geta skapast vandamál. Samgöngur? Það hafa orðið gríðarlega mikl- ar framfarir i þeim á síðustu ára- tugum. Þegar ég var ung tók ferð með rútubíl til Reykjavíkur allan daginn, frá morgni til kvölds, eða hátt í 12 tíma. Ef ég þarf nú að fara t.d á stjómarfund hjá Bænda- samtökunum í Reykjavík og veg- ir em auðir fer ég af stað snemma morguns og er mætt á fund kl. 10. Ég get svo verið á Freyr 6/2002 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.