Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2002, Page 31

Freyr - 01.07.2002, Page 31
Bðseta og ásýnd lands Búseta á íslandi á sér aðeins liðlega ellefu alda sögu. Á þessum stutta tíma hafa umsvif mannsins engu síður leitt af sér róttækari umbyltingu á landi en víðast hvar annars staðar því að stór hluti landsins hefur tapað gróðurþekju sinni og breyst í líflitla eyðimörk. Mikið hefur verið rætt, ritað og deilt um jarðvegseyðinguna en hún verður ekki meginviðfangsefni þessarar greinar. Það má hins vegar vera að sú umræða hafi valdið því að menn hafi minna íhugað önnur áhrif búsetu á líf- ríki og landslag. I þessari grein mun ég velta því fyrir mér hvemig búsetan hefúr mótað ásýnd íslenskra sveita, og hvaða tímabil eða athafhir þar mestu skipt. Ákaflega lítið hefúr verið fjallað um íslenskt búsetu- landslag og nær ekkert hugað að því hvort í því kunni að felast menningarleg, söguleg eða líf- fræðileg verðmæti sem gætu glat- ast. Þá ætla ég að reifa stuttlega hvað kunni að hafa áhrif á fegurð- armat á íslenskum sveitum. Að lokum ætla ég að velta því fyrir mér hvaða breytingar kunni að verða á ásýnd landsins á þeirri öld sem nú er rétt að hefjast. Efnið nálgast ég einkum af mínum heimavelli út ffá gróðurfari, en kem þó inn á svið þar sem ýmsir aðrir em betur að sér en ég. Þar ættu menn að hafa í huga markmið greinarinnar sem er fýrst og ffemst að kveikja umræðu um mál sem lítið hefúr borið á góma en ástæða kann að vera til að taka upp. Fyrsta umbylting: landið VERÐUR SKÓGLAUST OG UPPBLÁSTUR FYLGIR Á EFTIR Fijókomagreining sýnir að lág- lendi var að miklu leyti kjarri eða skógi vaxið við landnám, þótt þá þegar hafí nokkuð hallað undan fæti frá því fýrr á nútíma, og heiðar og mýrar breiðst út (Mar- grét Hallsdóttir 1987, 1992). Þessi niðurstaða er studd sögu- legum heimildum og ömefnum og að auki óyggjandi vísbending- um frá dreifðum skógarleifúm sem hjarað hafa á stöðum sem búpeningur kemst ekki að (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1997). Því miður vitum við lítið um skógar- mörk inn til landsins og enn minna um gróður á miðhálendinu við landnám. Vísbendingar em þó um að a.m.k. hluti af auðnum hálendissléttunnar hafí þá borið samfelldan gróður (Steindór Steindórsson 1994, Ólafur Am- alds 1992, Sigurður Þórarinsson 1961). Enginn vafí er á að við land- Þóru Ellen Þórhallsdóttur, Líffræði- stofnun Háskólans nám urðu hér snögg umskipti á landi (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1997, Þorleifur Einarsson 1962, Sigurður Þórarinsson 1974, 1961) og marka þau hina fýrstu um- byltingu á ásýnd Islands. Víða virðist skógur eða kjarr ekki hafa komið upp að ráði aftur eftir að trjágróðri hafði verið eytt í fýrsta sinn (Margrét Hallsdóttir 1987). Skógur og kjarr var mtt eða brennt til að fá betra beitiland og graslendi til heyja. Kolagerð var stunduð og eldiviði safnað. Bú- peningi var beitt að vetmm eins og hægt var. Vaðmál var aðalút- Framræsla mýra hófst seint á íslandi miðað við nálæg Evrópulönd en á aðeins ríflega 30 árum á síðari hluta 20. aldar var þorri votlendis á láglendi ræstur fram. (Ljósm. ÞEÞ). Freyr 6/2002 - 31

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.