Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 10

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 10
6 ELEKTRON að verða ritsljóri blaðsins fyrst um sinn, þrátt fyrir það þótt hann ætti ekki gott með það, þar sem meiri tími lægi í vinnu við það en margur héldi, en sér væri ant um að blaðið gæti komið út og vildi þvi leggja fram þá krafta sem hann gæti í þágu þess. Sagðist hann hingað til hafa einnig haft alla reikningsfærslu blaðs- ins, en þótt það væri ekki mikið starf, þá myndi það létta starf hans ef hann gæti losnað við það og stakk upp á að einn úr væntanlegri rit- nefnd, yrði gjaldkeri þess. Síðan var samþykl tillaga frá sljórninni, um að Elektron kæmi út ársfjórðungslega þetta árið og var kosinn ritstjóri Gunnar Schram og í ritnefnd þeir Viggó Snorrason og Otto Jörgensen. Tillaga frá Otto Jörgensen, um að félagið veitti Elektron 300 kr. árlegan styrk, var samþykt. Síðan voru kosnir fulltrúar í sam- band starfsmanna rikisins, þeir, Gísli J. Ólafsson. Gunnar Schram Tómas Stefánsson, Otto Jörgensen og Andrés Þormar. Næst lágu fyrir eftirfarandi breyt- ingatillögur frá formanni, á lögum félagsins. 6. gr. hljóði svo: »Hver félagsmaður greiði, sem tillag í sjóð félagsins, (5 kr. á ári. I. liður 10. gr. hljóði þannig: »Aðalfundur félagsins skal haldin í janúarmánuði ár hvert, Skal hann boðaður með minst mánaðar fyrir- vara, og er hann lögmætur ef 1/s félagsmann, eða i umboði þeirra, mæta á fundi. Ef aðalfundur verður ekki lögmætur, skal boða hann að nýju og verður hann þá lögmætur þólt færri .mæti«. II. gr. Á efttr orðunum »til fund- ar« komi: ef l/b félagsmanna o. s. frv. Lagabreytingar þessar voru allar samþyktar. Næsta mál á dagskrá var bóka- safnsmálið. Formaður skýrði frá að eftir uppástungu sinni, hefði verið skipuð nefnd í fyrra í félaginu, til að koma skipulagi á bókasafn þess. Taldi hann félagið nú orðið, eiga all gott bókasafn, méð fjölda góðra bóka og tímarita, i símafræðum o. fl., en félagsmenn gætu ekki haft full not af safninu, fyr en góðu skipulagi væri komið á það. Sagði hann að í sum tímaritin vantaði meira og minna og þyrfti því að skrifa eftir þeim, og semja síðan skrá yfir allar bækur og blöð safnsins. En nefnd sú sem getið var um, hefði enn lítið eða ekkert að þessu unnið og stakk hann uppá því að kosin yrði ný nefnd í hennar stað, sem skylduð yrði til að hafa lokið skrásetningu allra bóka og blaða safnsins, innan eins máðaðar, og koma með tillögur uin fyrirkomu- lag þess í framtíðinni og stakk hann uppá í nefnd þessa, þeim Hallgrimi Matthíassyni, Otto Jörgensen og Snorra Arnar og var það samþykt. Loks lá fyrir að ákvörðun yrði tekin um framtíð styrktarsjóðsins. Formaður skýrði frá, að hann hefði sett það mál á dagskrá, til þess að félagið tæki einhverja ávkörðun um framtíð sjóðsins. Eins og fundar- mönnum væri kunnugt, hefðu engin tillög verið greidd í hann síðustu 3 árin og myndi víst vera lítill áhugi í félaginu að halda honum við, sér- stakleg nú, þar eð allir opinberir starfsmenn, og þá einnig símamenn, væru skyldugir til að greiða vissan hluta af launum sínum í lifeyrissjóð starfsmanna rikisins. Óskaði hann að heyra tillögur fundamanna i þessu máli. Þá tók Otto Jörgensen til máls og talaði með þvi, að styrktarsjóðurinn yrði afnuminn og látinn renna í fé- lagssjóð þar eð sér fyndist hann ekki

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.