Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 11

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 11
E L E 'K T R O N . 7 eiga rétt á sér lengur, þar sem síma- menn greidiiu í lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og sagði, að ef félags- menn þyrtu að fá styrk, vegna veik- inda eða annara orsaka, gæti það aldrei orðið neitt verulega að gagni, sökum þess hve sjóðurinn mundi seint vaxa, því hann áliti að félags- menn væru tregir að greiða há tillög til hans. Aftur á móti taldi hann víst, að í slíkum tilfellum myndu félags- menn innbyrðis vera fúsir til að hjálpa, með frjálsum samskotum. Ennfremur sagði hann, að ef styrkt- arsjóðurinn rinni í félagssjóð, vildi hann láta félagssjóð nú þegar leggja bókasafninu til ríflega fjárupphæð, til að koma þvi í gott horf. þessu mælti hann með mjög fasllega, og benti á, að félagsmönnum væri það fyrir miklu að fá gott bókasafn, því eins og nú stæði, væri bókasafnið alger- lega ónothæft félagsmönnum, en til þess að gera það nothæft, þyrfti nokkra peningaupphæð, til kaupa á nýjum bókum og eins lil uppfylling- ar á því, sem vantar í núverandi safn. Formaður tók þá til máls og sagði að félagssjóður væri nú orðinn svo sterkur, að hann gæti, án þess að styrktarsjóðurinn rynni í hann, veitt bókasafninu nægilegan styrk, þar sem ekki væri nauðsynlegt að auka það svo mjög á einu ári, og mælti á móti þvi, að styrktarsjóðurinn yrði látinn renna i félagssjóð. Vildi hann heldur að hann yrði geymdur, sem nokkurs- konar varasjóður félagsins, sem þá mætti grípa til í framtíðinni, þegar sérstaklega þyrfti á að halda. Sér fyndist leiðinlegt að skera sjóðinn niður, sérstaklega sökum þess, að fé- lagar úti um land heíðu ekki fengið tækifæri til að ræða þetta mál og korna með sínar tillögur í því. Stakk hann upp á að engin endanleg á- kvörðun yrði tekin um framtlð sjóðs- ins fyr en á næsta fundi og myndi þá stjórnin sjá svo um, að félags- menn úti um landið gætu þar látið í Ijósi álit sitt. Olto Jörgensen stakk upp á þvi, að nefnd yrði falið að koma með tillög- ur um tilhögun sjóðsins á næsta fundi og var bókasafnsnefndinni fal- ið það, og var málið því lekið af dagskrá. Tillaga kom frá O. Jörgensen um að halda fund í félaginu minst einu sinni í mánuði, jafnt sumar sem vet- ur og var hún samþykt. Þar sem fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum, var honum slitið. Gurmar Schram, form. Hallgrimur Matthiasson, ritari. Talsimatæki. Sundurliðun á einstökum hlutum þeirra og hringrásum. Eftir Otló B. Arnar. Landssíminn hefir fáum raf eða iðnfræðingum á að skipa, til þess að annast sérstaklega viðhald tækja þeirra sem notuð eru um land alt. Endurbóta á því sviði er varla að vænta í náinni framtíð; fyrirtækið er tiltölulega lítið og þolir þvi illa mik- ið mannbald, en sökum þess hversu dreifð bygðin er, og símakerfið þar af leiðandi víðáttumikið, yrðu þessir iðnfræðingar að vera nokkuð margir. íslenzkir símamenn verða því að bjarga sér án þeirra, og er stórfurða hversu þeirn hefir tekist það; sýnir það hversu gáfuð þjóðin er yfirleitt. Þólt íslenzkir simamenn hafi enn getað bjargað sér með flestar áhalda- viðgerðir, án nokkurar tilsagnar, er fjöldanum þó mikið ábótavant í því

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.